Fálkinn


Fálkinn - 22.05.1963, Blaðsíða 10

Fálkinn - 22.05.1963, Blaðsíða 10
SMÁSAGA EFTIR KELVIN LINDEMANN RASMUSSEN skólastjóri var að kenna dönsku í fimmta bekk B. Ungfrú Bach, sem átti frítíma, kom inn og hvíslaði einhverju í eyra honum. Síðan tók hún við kennslunni, en skólastjórinn yfirgaf bekkinn. Þegar hann kom inn á skrifstofu sína, þá varð honum ljóst, að það var satt, sem ungfrú Bach hafði sagt: Mennta- málaráðherrann var kominn í óvænta heimsókn og í fylgd með honum var deildarstjóri hans, ungfrú Königsberg. Það var í hæsta máta einkennilegt að sjá þetta virðulega fólk, sem alltaf átti svo annríkt og nær ógerningur var að ná tali af, sitja hér og bíða eftir honum. Þegar skólastjórinn hafði heilsað þeim, sagði deildarstjórinn: — Ráðherrann er komirin hingað til yðar í einkaerindum. Það er ákveðið mál, sem hann þarf að ræða við yður um. Yður finnst að sjálfsögðu óvenjulegt að hann skuli koma til yðar sjálfur án þess að gera boð á undan sér, en málið sem hann þarf að ræða við yður er einn- ig mjög óvenjulegt. Það er viðvíkjandi einum af nemendum yðar, Sören Jensen. — Sören Jensen? hváði skólastjór- inn undrandi. Sören er sonur járn- smiðsins hér í þorpinu og hann lauk prófi í fyrra. Hann stundar ekki lengur nám hér hjá okkur. En hann er góður drengur og meðalgreindur Ég get ekki skilið á hvern hátt hann hefur vakið at- hygli ráðherrans. Það færðist bros yfir hið þreytulega andlit ráðherrans. — Undrun yðar verður enn þá meiri, þegar þér heyrið, hvert erindið er. Sören 10 FÁLKINN Jensen býr enn þá hérna í þorpinu, er það ekki? — Jú, hann býr í Kildeby Overdrev, sex kílómetra héðan. Faðir hans er smiður þorpsins eins og ég sagði áðan, duglegur handverksmaður og vel látinn af öllum. Fjölskyldan býr að vísu við kröpp kjör, en Jensen hefur samt tek- izt að koma sex börnum á legg með stakri prýði. Sören er yngstur og á að taka við starfi föður síns. — Eruð þér kunnugur þessari fjöl- skyldu? — Já, ég er í taflklúbb með Jensen, sagði skólastjórinn. — Við hittumst einu sinni í viku yfir vetrarmánuðina. Mér þykir leitt ef Sören hefur orðið til þess að varpa skugga á hið hamingju- sama líf fjölskyldunnar. Ég get ekki ímyndað mér með hvaða hætti það hef- ur orðið. .... — Þetta mál hefur mikla þýðingu fyrir land vort, sagði ráðherrann. — En þér hljótið aðhafa gert yður það ljóst, strax og þér sáuð, að deildarstjórinn okkar, sem er alltaf störfum hlaðinn, var svo vingjarnlegur að koma með mér hingað. Hann þagnaði og allir brostu. — Gætuð þér komið því í kring, að við hittumst, þessi ungi maður og ég, án þess þó að það beri of mikið á því? Skólastjórinn var bersýnilega orð- inn órólegur og forvitinn. — Auðvitað, herra menntamálaráð- herra. Við getum farið heim til hans þegar í stað. — Það er ágætt. Skólastjórinn tók upp símtólið. — Gæti ég fengið smiðinn í Kildeby Overdrev. Og litlu síðar: — Er það María? Þetta er Rasmus. Koma þeir feðgar heim í kaffi í dag, eða vinna þeir stanzlaust í smiðjunni? Jæja, það er gott. Má ég koma og hafa tvo kunningja með mér. Okkur langar til að spjalla örlítið við ykkur. Við komum þá að vörmu spori. Þakka þér fyrir. Blessuð. í bifreiðinni á leiðinni sagði ráðherr- ann: — Nú skal ég útskýra fyrir yður, hvernig stendur á því, að við höfum svo mikinn áhuga á þessum Sören Jensen. Þér vitið, að síðastliðinn vetur létu nokkrir skólasálfræðingar nem- endur um land allt taka gáfnapróf. Árangur prófanna var rækilega athug- aður í ráðuneytinu, og þá kom í ljós, að þessi Sören Jensen hefur óvenjulega háa greindarvisitölu, — svo háa, að i fyrstu var álitið að einhver mistök hlytu að hafa átt sér stað. Til öryggis var prófað eftir Stanford-reglunni, sem talin er tryggari. En niðurstaðan varð hin sama. Skólastjórinn var talsvert kunnugur gáfnaprófum og þess vegna kom honum það ekki á óvart, að hvorki hann sjálfur eða aðrir kennarar skólans skyldu verða varir við, að Sören byggi yfir meiri gáf- um en aðrir nemendur. Hann vissi að vel gefnum nemendum leiddist oft í skólanum og einmitt gáfur þeirra gerðu þá innhverfari þannig að þeir fengu ekki notið sín. Hinsvegar leyndi það sér ekki, að honum þótti miður að verða ekki var við hæfileika þessa drengs. drengs. — í öðrum bekk hjá okkur stundar nú nám stúlka nokkur, sem hefur

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.