Fálkinn


Fálkinn - 22.05.1963, Blaðsíða 16

Fálkinn - 22.05.1963, Blaðsíða 16
ENGINN VARÐ vitni að því þegar svarta bifreiðin ók út af veginum. Það var dögun snemma í október- mánuði, ýringur og vott laufið gerði I það að verkum, að vegir voru hálir. Þau höfðu ekið alla nóttina og þetta var síðasti áfanginn. Þegar bifreiðin tók beygjuna, var hraðinn of mikill svo að hún hafnaði í fjallshlíðinni. Andartak lýstu bílljósin upp hrikalega klettana fyrir framan bílinn. Hið síðasta sem hann heyrði var hróp hennar. Síðan brak í málmi og brothljóð. Þau voru bæði látin, þegar ökumað- ur flutningabifreiðar fann þau. Litla stúlkan var ein með lífsmarki, en með- vitundarlaus og annar fótur hennar var fastur undir brakinu. Ökumaðurinn lét félaga sinn vera eftir á staðnum, ef stúlkan skyldi komast til meðvitundar. Sjálfur ók hann eins hratt og hann mátti til næsta síma. Hann veitti því ekki eftirtekt hversu hendur hans skulfu, fyrr en hann tók símatólið og valdi númer sjúkrahússins. HLIÐ SJÚKRAHÚSSINS lokaðist á eftir henni. Stóra klukkan í anddyrinu var tíu mínútur í sjö og fótatak hennar bergmálaði, þegar hún gekk í áttina að lyftunni. Hún kinkaði kolli til nætur- varðarins og andartaki síðar var hún komin inn í lyftuna á leið upp. Ósjálfrátt virti hún fyrir sér mynd sína í speglinum, lagfærði hettuna, strauk burt hárlokk. Hún huggaði sig við þá staðreynd, að hún, systir Cristel Sundell, skurðlækningadeild 3, gat staðizt hið strangasta próf hvað útlit og útbúnað snerti. Saumar sokkanna voru þráðbeinir. Skórnir voru lághæl- aðir góðir gönguskór. Systir Magda hafði sýnt þá sem gott dæmi um fyrsta flokks skó fyrir hjúkrunarkonur, þegar hún vandaði um við hjúkrunarnema, sem gengið hafði í háhæluðum, ítölsk- um skóm. — Þér eyðileggið fætur yðar á einu ári, systir, hafði hún sagt og þar með voru karlmennirnir á deildinni sviptir þeirri ánægju. Hún opnaði lyftudyrnar og gekk inn ganginn. Andartak staðnæmdist hún við gluggann og horfði út. Dökk ský hengu yfir trjánum í garði sjúkrahúss- ins. Það gnauðaði í haustvindi og dauf morgunbirtan var köld og dapurleg. Aðeins fáein blöð voru eftir á vínviðn- um og hvítu bekkirnir í garðinu höfðu verið fjarlægðir.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.