Fálkinn


Fálkinn - 03.07.1963, Side 13

Fálkinn - 03.07.1963, Side 13
konuna feiga, og öll hafa þau haft tæki- færi til að myrða hana. En ég hef ekki orðið var við neinar mi&sagnir hjá þeim ennþá. Quarles fór og talaði við Charles Spade í óþrifalegri skrifstofu Spade Mo- tor & Dynamo félagsins. Charles var rjóður í framan og angaði af whiskyi. — Nú, svo þér eruð að reyna að komast að sannleikanum um dauða vesalings Jennyar frænku? Rósa sagði mér, að hún hefði ráðið yður. Ég vona, að yður heppnist það — sá, sem myrti hana, hlýtur að vera viðbjóðslegt svín. — Hvenær sáuð þér frænku yðar seinast? Brjóstsykursbláu augun hans Charles- ar Spade horfðu lævíslega á Quarles. — Nokkrum dögum fyrir dauða hennar. Ég borðaði alltaf vikulega hjá gömlu konunni, þrátt fyrir það, hve gömlu húsgögnin hennar fóru í taugarnar á mér. Auðvitað eru þau afskaplega traust, en mér geðjast samt betur að léttari húsgögnum. Eða allt dótið i dag- stofunni, krúsir og könnur, hundar og myndir. — Þér ættuð bara að sjá allt draslið, sem hún keypti til minningar um krýningu Elísabetar drottningar. Öskubakkar, bollar, stórir diskar, litlir diskar, allt með mynd af drottningunni og nafni hennar. Auðvitað keypti hún þetta fyrir sína eigin peninga, en mér finnst þetta nú samt brjálæðisleg eyðslu- semi. — Voruð þér kannske hræddur um að allir peningarnir yrðu búnir, þegar þér loksins fengjuð arfinn? sagði Quar- les rólega. — Hvað eigið þér við? Mig skortir ekki peninga, ég á blómstrandi fyrir- tæki. Charles Spade leit í kringum sig og uppgötvaði, að sennilega væri alveg vonlaust að fá nokkurn til að trúa þeirri fullyrðingu, svo hann bætti við: — Nú jæja, það getur verið að mig skorti peninga, en ég drap ekki gömlu konuna. Deverell Spade líktist Rósu systur sinni, en skorti ákveðna framkomu hennar. Hann var næstum því glaðleg- ur, er hann burstaði rykið af gamla hægindastólnum í herberginu inn af bókaverzlun sinni, og bauð Quarles sæti. — Rósa sagði mér, að þér mynduð koma, herra Quarles. Það gleður mig að kynnast yður. Ég ætla að vera alveg hreinskilinn. Ég gat ekki þolað Jennyu frænku, og síðast, þegar ég heimsótti hana, rifumst við heiftarlega. Það er nú ár síðan — ég átti í nokkrum fjár- hagsörðugleikum. Að reka fornbóksölu er örugg leið til að tapa peningum sín- um. En þrátt fyrir þetta var það ekki ég, sem drap hana. Mér þótti meira að segja leitt, að hún skyldi deyja. Má bjóða yður te? — Þér hafið ekki hitt frænku yðar í heilt ár? — Já, það er um það bil síðan. Nú er nóvember, og ég man, að það var Framhald á bls. 31. FALKINN 13

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.