Fálkinn


Fálkinn - 21.08.1963, Blaðsíða 7

Fálkinn - 21.08.1963, Blaðsíða 7
Myndiðn. Fálkinn vikublað. Ég hef verið að velta því fyrir mér síðan ég sá forsíð- una á 24. tbl. Fálkans hvað Myndiðn væri. Er það eitt- hvað félag? Gætuð þið ekki skýrt það út hvað þetta er og látið fylgja hvað stúlkan á forsíðunni hét? Svo langar mig líka til að biðja ykkur að hafa framhaldssögurnar svo- lítið lengri í hvert sinn ef það er pláss í blaðinu. Annars þakka ég ykkur kærlega fyrir skemmtilegar stundir. Gott gengi. Eg. Svar: Þú: MyndiOn er Ijósmynda- stofa sem vinnur aö öllum venju- legum myndatökum, auk þess sem stofan tekur blaöaljósmynd- ir og auglýsingamyndir. Hefur stofan meöal annars á s'mum vegum auglýsingateiknara. Fram haldssögurnar eru svo langar hverju sinni sem rúm blaösins frekast leyfir. Stúlkan sem þú spyrö um heitir Kristín Þorsteins- dóttir og vinnur { HljóÖfœra- verzlun SigríÖar Helgadóttur Vesturveri. Dáleiðsla. Kæri Fálki. Nýlega birtist í Fálkanum grein sem mig langar til að þakka fyrir alveg sérstaklega. Það var grein Björgvins Hólm um dáleiðslu. Mér þótti þetta skemmtileg og athyglisverð grein. Það mættu gjarna fleiri fylgja á eftir. L. K. J. Þrekprófanir. Háttvirta blað. Það er alltaf verið að tala og skrifa um þrekprófanir og þrek manna. Það er að skilja á þessu öllu að landinn sé að missa þrekið og sumir vilja gera eitthvað til úrbóta. Mað- ur getur sem sagt farið að búast við lagasetningu eða reglugjörð sem kveði svo á að mönnum sé skylda að ganga svo og svo marga kíló- metra á dag. Eða hvað? Hvernig á að halda þrekinu við? Satt að segja lýst mér ekkert á þetta. Mér líður alveg prýðilega eins og ástandið er núna. Og svo er það annað sem hefur alltaf valdið mér furðu í þessu sambandi. Hvernig vita menn að þrekið er að minnka? Hafa þeir ná- kvæmar tölur til dæmis frá Landnámsöld til viðmiðunar. Þeir hljóta að miða við eitt- hvað eldra úr því að þeir segja að þrekið sé að minnka. Ég fyrir mitt leyti er ekki trú- aður á þetta. Fólk ferðast nú meira en áður og ekki er ég kominn til að trúa öðru en það hreyfi sig eitthvað í þeim ferðalögum. Og því meiga menn ekki missa sitt þrek ef þeir vilja og verða aumingj- ar? Er það ekki þeirra einka- mál? Þrekmaður. Svar: Þú viröist hafa veriö i dálítiö æstu skapi þegar þú skrifaöir þetta bréf og viö munum mæla meö því aö þú fengir þér göngu- ferö til aö jafna þig — og auka þrekiö. Svar til Pálu: Þaö er nú svo aö mörg eru vandrœöin. Ekki höfum viö áöur fengiö bréf um vandræöi lik þínum en viö getum vel skiliö aö þetta sé ákaflega erfitt. Þvl miöur getum viö engin ráö gefiö þér varöandi þetta mál þitt en vonum hins vegar aö þaö lagist af sjálfu sér meö timanum. Reikningskerfi. Fálkinn vikublað, Reykjavík. Varðandi grein, sem birtist í 29. tbl. 24. júlí s.l. sem nefnd- ist „Vann stærðfræðiafrek í fangelsi“ langar mig til að spyrjast fyrir hvort þið getið bent mér á bækur þar sem hægt er að kynnast þessu reikningskerfi nánar. Ég vænti þess fastlega að þið svarið mér hið allra fyrsta. Með fyrirfram þökk, Lesandi. Svar: Þetta reikningskerfi Jacow Trachtenberg hefur rutt sér mjög til rúms og er notaö af þúsund- um manna um allan heim. Fjöldi bóka liefur veriö skrifaö um þaö. Bókabúöir hér munu hafa fengiö eitthvaö af þessum bókum en þær lágu hreyfingalausar þar til nú fyrir skömmu aö menn „upp- götvuöu" þær ef svo má segja. Síöan hafa þær vart haft undan aö flytja þœr inn. Þetta reikn- ingskerfi hefur þegar náö „fót- festu" hér og þess munu dæmi aö nemendur í unglingaskólum séu farnir aö nota þaö. Nú í haust mun vœntanleg bók á ís- lenzku um þetta kerfi. Aö ööru leyti vísum viö á bókaverzlanir. Úrklippusafnið. Elskulegi Fálki. Um langa hríð hef ég sent þér úrklippur og flestar hafa birzt í blaðinu, en ekki undir upphafsstöfum mínum og hef ég ekki fengið blaðið sent heim. Hvernig víkur þessu við? Annars þakka ég allt gamalt og gott og vona að Fálkinn fljúgi inn á hvert heimili í framtíðinni. Vignir. Svar: Sá fær aöeins blaö sent lieim, ef nafn hans eöa upphafsstafir, eöa dulnefni, stendur undir úr- klippunni. Oft er þaö svo, aö margir senda sömu klippuna og er þá dregiö um, hver hljóta skuli blaöiö sent heim. Harmleikur. ... Athyglisverðar þykja mér greinar þær, sem komið hafa um Pourqoi Pas-slysið. Þetta er efni, sem mér líkar. Hvernig væri að birta meira af slíku efni... S• Svar: Okkur hefur lengi veriö þaö Ijóst, aö efni af þessu tagi fell- ur lesendum vel í geö, og þar af leiöandi höfum viö lagt áherzlu á aö birta sem mest af þvi. Viö höfum þegar birt allmargar slík- ar greinar auk greinar Sveins Sæmundssonar um Pourquoi Pas. Til dæmis birtum viö tvær grein- ar seint á síöasta ári um hliö- stœtt efni og vöktu þær mikla atliygli. önnur fjallaöi um þaö, er þýzka skipiö Bahia Blanca fórst viö lsland og var samin af Jökli Jakobssyni. Hin var um þann sögulega atburö, er skíöa- flugvélinni var bjargaö af Vatna- jökli og var tekin saman af Sverri Tómassyni. ViÖ munum liéreftir sem hingaö til leitast eftir megni aö birta efni af þessu tagi, og ef lesendur liafa ein- liverjar tillögur frarn aö færa, væri gaman aö fá frá þeim línu. ★ FÁLKINN 7

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.