Fálkinn


Fálkinn - 21.08.1963, Blaðsíða 25

Fálkinn - 21.08.1963, Blaðsíða 25
Önnu var alveg við eyrað á mér, ég gat fundið fyrir andardrætti hennar á háls- inum. „Far þú í rúmið,“ sagði ég án þess að snúa mér við. „Mig langar til að horfa á þetta. Þau leika sér eins og krakkar.“ Þau hættu að henda diskum og dreifðust. Stúlka stakk sér í sjóinn frá borðstokknum. Innan mínútu höfðu nokkur önnur farið að dæmi hennar og kastljósið lék um þau, þar sem þau busluðu í sjónum umhverfis snekkjuna. Alexis stóð enn á þilfarinu. „Hvar er Ercy?“ hvíslaði ég. Alexis settist niður og horfði á glasið sitt. Hann hlýtur að vera þreyttur, hugsaði ég. Hvers vegna kemur hann ekki aft- ur? Þá birtist dökkhærða stúlkan við hlið hans og beygði sig yfir hann, hár hennar féll á axlir hans. Hún var í hvít- um sundfötum og brjóst hennar snertu andlit hans. Hann stóð upp, hún gekk áfram og stökk í sjóinn. Alexis hallaði sér yfir borðstokkinn til að sjá hana og þóttist skála við hana með glasinu. Hvar var Ercy? Ég lét sjónaukann síga, en hann var þungur og þreytti handleggi mína. Anna var enn fyrir aft- an mig. Ég leit í stór augu hennar og vilji minn lét undan. „Allt í lagi — hjálpaðu mér að hátta.“ Jafnskjótt og ég var háttuð og kom- in í slopp, fór ég aftur að glugganum og sjónaukanum. Núna gat ég ekki séð Alexis á þilfarinu. Það var margt sund- fólk umhverfis snekkjuna og aðeins fá- einir um borð, sem dönsuðu eða horfðu á sundfóikið. Skyndilega var kastljósið fært aftur og ég sá að það elti einhvern, sem synti langt út. Það virtist mjög hættulegt að gera þetta um nótt með alla hákarlana í kring......... Eftir nokkra hríð kom annar syndandi í Ijós og dró smám saman á hið fyrra, en það virtist mikil áreynsla. Ég gat ekki séð, hver þau voru. Kastljósið skein á þau, þegar hið síðara náði hinu fyrra, og brátt syndu þau til baka hægt og erf- iðlega. Fyrst þegar þau komu að snekkjunni og klifruðu um borð, sá ég, að þetta voru Alexis og Ercy. Hann lét hana klifra fyrst upp og kom svo einnig upp á þiifar og augnabliki síðar hurfu þau aftur, í þetta sinn í áttina að káetunum. Ég hélt ég vissi, hvað hafði skeð. Litla tíkin þekkir öll brögðin, hugsaði ég — hún synti eins langt út og hún þorði til að skjóta öllum skelk í bringu og draga að sér athygli og til að láta Alexis koma á harðaspretti og bjarga sér. Það hefði verið mátulegt á hana hefði hákarl tekið bita úr hinum hvetj- andi litla líkama hennar! Ég imyndað mér að hann væri á- hyggjufullur út af henni og hjápaði henni að hita sig upp eftir sjálfskapar- vítisraun hennar. Ég sá hana eins greini- lega og sjónaukinn gat séð í gegnum tré og málm skipshliðarinnar. — Hann var nakinn að öðru leyti en þvi, að hann var í stuttum baðbuxum og vatnið rann af brúnum líkama hans niður á teppið, þegar hann beygði sig yfir stúlkuna. Ég gat séð hverja sin og hvern vöðva og mig langaði til að hrópa upp, gera rödd mína sterka og mig seiðandi eins og sjávargyðju og koma með hann aftur. Ég beið í langan tíma en þau birtust ekki aftur. Sumt af sundfólkinu var að klifra upp aftur. Anna var enn í her- berginu og beindi sínum knýjandi vilja að mér úr dimmu horni sínu. Ég gafst upp af einhverri þreytu og lagðist niður á rúmið og beið. Ég hlýt að hafa sofið, því að skyndi- lega varð rúmið bjart af sólarupprás- inni. Ég stökk á fætur. Anna var farin, og það voru blíðar raddir niðri. Ég gekk að glugganum og sá, að það var ekki lengur Ijós í snekkjunni og að þilfarið var autt. Ég heyrði einhver hljóð úr garðinum fyrir neðan, en gat ekki séð hver það var. Ég opnaði hurðina mjög varlega og læddist út úr herbergi mínu út á svalir og horfði niður. Ercy stóð þarna í stórum karlmanns- sportjakka, hár hennar lék laust um herðar hennar. Hér um bil beint fyrir neðan mig, svo að ég gat varla séð hann, stóð Alexis, skyrta hans var krumpuð og hár hans úfið. Þau tóku ekki eftir mér. „Ég vil ekki að þú farir,“ sagði Ercy, rödd hennar var óörugg og barnaleg. Hann gekk nær henni og tók hend- inni undir kinn hennar. „Farðu ekki,“ hélt hún áfram og ég vissi, þar sem ég stóð lömuð af spenn- ingi, að það væri meiri þokki í þessari litlu, úfnu veru heldur en í allri fegurð og jafnvægi heimsins. „Ég læt þau halda að þú hafir verið drukkinn,“ var hún að segja, hraðar núna og biðjandi,“ og þér fellur ekki betur við Helen en mig. Hönd hans hélt enn um höku hennar og hann sagði: „Nei.“ Ég óskaði þess, að ég gæti séð andlit hans! Ég óskaði, að ég vissi.......,Kysstu mig.“ Hún færði andlitið nær honum og eftir augnabliks- hik kyssti hann hana mjög snöggt og dró sig til baka. Hjarta mitt þandist út fullt þjáning- ar þangað til það var að því komið að springa. Ercy hneigði höfuðið og sagði mjög blítt og ég var ekki viss um, hvað hún sagði: „Reyndu að verða ástfanginn af mér.......“ Ég gat ekki einu sinni hatað hana. Ég vildi deyja þar og þá og aldrei sjá neitt framar. Ég tók andköf og beygði mig yfir handriðið, ófær um sð . lengur á. „Phaedra!“ Þetta var rödd Ercy. Ég rétti úr mér og stóð kyrr og horfði út á sjóinn og reyndi að hafa stjórn á mér. „Phaedra!“ „Kallaðu ekki á hana!“ Þetta var rödd Alexis, köld og skipandi. „Hvers vegna?“ Hún var rugluð. „Kallaðu ekki á hana,“ endurtók hann. Ég óskaði, að ég væri þarna niðri hjá þeim. Mig langaði til að klóra hið fall- ega, heimskulega andlit hennar og rífa það í tætlur með nöglunum. En ég vildi ekki líta niður. „Farðu inn núna,“ sagði hann. „Haltu áfram:“ Ég snéri mér og fór aftur til berberg- is míns. Þar í rökkrinu og í lokrekkju minni endurheimti ég svolitla heil- brigði. Hvað hafði skeð á skipinu? Hvers vegna nefndi hún Heleni og hvers vegna sagði hún, að hann gæti hafa verið drukkinn? Þetta var allt sennilega ekki meira en dálítið gáskafullur leikur, sem hið heimska barn hafði tekið alvar- lega..... Það var barið að dyrum. Ég stökk upp og hélt það væri Alexis og allur líkami minn strengdist til hans. Það var Ercy. „Phaedra?“ „Hvað vilt þú?“ „Vertu ekki reið við mig, Phaedra. Gerðu það!“ Hún gekk í áttina til mín og ég hreyfði mig burt. „Farðu úr þessum hræðilega jakka,“ skipaði ég. Hún fór úr honum og stóð þarna, lít- ill ræfill í gallabuxum og með hárlokkt um hálsinn. „Ég elska hann, Phaedra! Ég vil að hann elski mig .... heldurðu, að hann muni gera það? Hjálpaðu mér.“ Augu hennar litu yfir náttborðið mitt og hún tók litla ilmvatnsflösku og opnaði hana og bar á hálsinn. „Segðu mér hvernig ég á að vera aðlaðandi fyrir hann. Ég veit hann getur elskað mig. Ég get séð það.“ „Settu þetta niður.“ Hún setti flöskuna niður í fljótheit- um og leit á andlit mitt, ráðþrota. Augu hennar stækkuðu og ég gat lesið dýpri ótta þar en tónn minn gaf ástæðu til. „Ég vil ekki, að annað fólk noti ilm- vatnið mitt.“ Hún sneri sér við og byrjaði að ganga Framh. á bls. 29. Senn fer aÖ ljúka sögunni af Phaedru. Strax og sögunni lýkur hér í blaðinu, verður myndin sýnd í TÖNABÍÖI. Myndin um Phaedru hef- ur farið sigurför um heiminn og ekki er að efa að hún muni vekja athygli hér sem annars staðar. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.