Fálkinn


Fálkinn - 21.08.1963, Blaðsíða 24

Fálkinn - 21.08.1963, Blaðsíða 24
Loks fór það að fara. Thanos og ég kvöddum alla og loks, þegar ég hélt að nóttin -ætlaði aldrei að enda, þótt klukk- an væri aðeins eitt eftir miðnætti, vor- um við ein eftir. Thanos tók um hand- legg minn og leiddi mig að bólstruðum bekk. Hann hellti koníaki í glas fyrir mig, settist hjá mér og stundi lengi og ánægjulega. Ég tók eftir, að andlit hans var strax orðið dökkt vegna hins þykka svarta skeggs, sem ekki hélzt í skefj- um nema fáeinar klukkustundir. Andreas kom slagandi inn af stéttinni og Ariadne á eftir. Við fjögur sátum þegjandi nokkra stund, eina hljóðið, sem heyrðist, var dauf tónlist frá snekkjunni og í þjónunum, sem voru að taka af borðum í borðstofunni. Ég lauk við koníakið og sagði að ég ætlaði að fara að hátta. „Góða nótt, drottningin mín,“ sagði Thanos, og reis úr sæti sínu og kyssti mig blíðlega. „Ég kem bráðum upp.“ Hin tautuðu góða nótt og ég yfirgaf þau. í staðinn fyrir að fara beint til her- bergis míns, fór ég inn í lesstofu Than- osar. Ég leitaði dálítið, þangað til ég fann það, sem ég vildi — kraftmikinn sjónauka. Eg fór með hann mjög hljóð- lega inn i herbergi mitt og læsti hurð- inni. Jafnvel með sjónauka gat ég ekki séð í gegnum myrkrið og blaktandi Ijósin nægilega vel til að geta greint einstök andlit. Þau voru öil mjög hirðuleysis- lega klædd, og maður hefði getað hald- ið að þarna væru fátækir stúdentar á ferð í stað dekurerfingja eins og þeir voru. Tvær eða þrjár stúlkur gengu um klæddar litlum sundfötum, en Ercy var ekki meðal þeirra. Ég gat ekki heldur séð Alexis, ég glennti upp augun til að koma auga á hann, sem ég bjóst við að sjá greinilega í samkvæmisfötunum, en hann var hvergi í augsýn. Aðeins þjón- arnir voru formlega klæddir, og hópur- inn virtist nógu skrítinn. Ég heyrði skrjáf nálægt mér. „Anna, ert þetta þú?“ spurði ég. „Hefurðu ekki refsað sjálfri þér nóg, barn?“ Rödd hennar kom beint að aftan og þótt ég þekkti hina laumulegu siði hennar, stökk ég upp á nef mér. „Hvers vegna felurðu þig alltaf í dimmum skot- um?“ spurði ég ergilega. „Heldurðu ekki, að mig langi stundum til að vera ein?“ „Phaedra, farðu í rúmið.“ Ég hélt áfram að horfa. Tónlistin var eitthvað háværari núna og ég vissi, að það var komið rok og morgunninn gæti ekki verið langt undan. Skyndilega sá ég Alexis. Hann hafði farið úr jakkanum og brett upp ermarnar, en það var hann, um það var ekki að villast. Hann dans- aði við dökkhærða stúlku og mér fannst ég þekkja þar Heleni Dimitriadiis, sem Thanos hafði haldið undir skírn. Þau dönsuðu mjög þétt saman. Stúlkan hlýt- ur að vera á líku reki og Alexis, kannski einu eða tveimur árum yngri. Ég hafði heyrt Ercy lýsa henni sem gamalli... Ercy sagði að hún væri karlmannaæta og Alexis sagði „namm, namm“ og við hlógum öll......Ercy? .... hvar var hún? Nú hættu þau öll að dansa. Þau hóp- uðust í kringum eitthvað eða einhvern, sem ég gat ekki séð. Alexis sneri baki að ströndinni og mig langaði að sjá handleggi hans, að sjá hvort hann héldi utan um mittið á stúlkunni. Ég gat ekki séð það. „Phaedra, farðu í rúmið,“ sagði Anna aftur. „Bíddu! Hvað eru þau að gera?“ Hóp- urinn dreifðist. Skyndilega sá ég Alex- is hreyfa sig snöggt og allir horfðu á hann. Hvað var hann að gera? Hvar var Ercy? Skyndilega var kastljósi varpað út á sjóinn. f Ijósgeisla þess sá ég lítinn, hvítan klút fljúga hátt og falla svo hægt í sjóinn. Augnabliki seinna voru allir að henda hlutum eins og þeir væru í kringlukasti — diskar hélt ég, að það væru. Það var keppni í að kasta disk- unum mínum út á sjó......Ég gat ekki varizt hlátri. Litlu hvolparnir, litlu hvolparnir, sem leiddist og var dekrað við, sem gátu ekki fundið upp betra til að skemmta sér við.......Alexis var mjög önnum kafinn við að henda disk- um, en hann fleygði þeim ekki eins og hin. Ég hélt, að ég sæi disk, sem hann henti, fara lengra en hina og mig lang- aði til að klappa, en hendur mínar héldu á sjónaukanum. „Phaedra, hlustaðu á mig....Rödd ALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.