Fálkinn


Fálkinn - 21.08.1963, Blaðsíða 15

Fálkinn - 21.08.1963, Blaðsíða 15
LITLA SAGAN EFTIR WSLLY BREIIXIHOLST samkvæks KLÆÐNAfO Það er enginn furða að vítt um ver- öldina búi frumstæðir þjóðflokkar, sem vilja ekki siðvæðast og kjósa fremur að búa við þau steinaldarkjör, sem þeir hafa búið við um aldaraðir. Hið eina, sem þeir krefjast að minnsta kosti hvað lýtur að klæðaburði, — er mittislenda- klútur og við hátíðleg tækifæri vilja þeir kannski hafa grímu fyrir andlit- inu eða hring í nefi. Ég get alveg sagt, hvað það er, sem þeir óttast. Það er, að menning þeirra komizt á það hátt stig, að þeir verði við sérstök tækifæri að klæðast viðbjóðslegum hátíðabún- ingi, sem gengur undir nafninu, kjóll. í hann var ég neyddur til þess að fara, er ég átti að vera við brúðkaup. Það hafði nefnilega staðið á boðskortinu, að samkvæmisklæðnaður væri nauð- synlegur. — Segðu mér, hrópaði ég til Mari- önnu, meðan ég bókstaflega tæmdi klæðaskápinn, — á ég enga hreina skyrtu? — Auðvitað áttu hana. Þá tæmdi ég klæðaskápinn algjörlega. Engin hvít skyrta kom í ljós. Þær höfðu verið sendar í þvott, ég komst að því seinna. — Get ég ekki farið í eina af brúnu skyrtunum, — þú veizt, þessar rönd- óttu. Það gat ég ekki. Vitanlega. Var ég orðinn geggjaður? — Hringdu til Thomasens og fáðu eina lánaða hjá honum. Ég hringdi til Thomasens. Hann átti bara eina hreina, en hann var sannur vinur og lofaði að senda leigubíl með hana á minn reikning. Fimm mínútum síðar var ég aftur skelfingu lostinn. Askjan með brjóst- og flibbahnöppun- um var tóm. Það eru reyndar þeir hnappar sem halda öllu draslinu saman. Óljóst minntist ég þess, að ég hafði lán- að þá. En hverjum? — Ég finn ekki hnappana. Get ég ekki farið í venju- legri skyrtu? — Auðvitað ekki, maður. Hringdu til einhvers og fáðu þá lánaða. Ég hringdi til Thomasens. Það var á tali og þess vegna hringdi ég til Svend Áge . Átti hann nokkrar brjóst- og skyrtuhnappa við kjól og hvítt. Vildi hann lána mér þá og senda þá strax með leigubíl á minn kostnað. Það ætlaði hann að gera. Ég fór í svörtu silkisokkana og leit- aði í örvæntingu eftir hvítu slaufunni. Hún var horfin, og fannst hvorki tang- ur né tetur af henni. — Get ég ekki notað dimmrauða bindið? Það get ég ekki. Ég hringi til Thoma- sens. Það svaraði ekki hjá honum. Þá hringdi ég til Svend-Áge. Þar var á tali. Þá reyndi ég að hringja til Karls frænda. Hann vildi gjarnan lána mér hvíta slaufu. Hann spurði, hvort það væri ekki eitthvað annað sem mig vant- aði. Ég bað hann að bíða meðan ég að- gætti það. Jú, vestið. Hvíta vestið mitt var horfið eins og dögg fyrir sólu. — Jú, sagði ég, geturðu lánað mér hvíta veskið þitt? Hann gat það, ef ég mundi eftir því að skila því aftur. Hann lofaði að senda bíl með draslið. Litlu seinna komu svo bílarnir hver á eftir öðrum. Og smátt og smátt breyttist ég úr karlmanni á hnjásíðum nærbuxum, í sokkaböndum, sem héldu uppi svörtu sokkunum, hvltri skyrtu, í herramann í kjól og hvítu. Loksins þegar ég varla hreyfði legg né lið innan í þessari viðbjóðslegu spenni- treyju, og gat varla snúið hausnum vegna stífa flibbans og náði varla and- anum af því að vestið var of iítið, og var búinn að fá magapínu af því að buxurnar voru of þröngar, gaf ég Mari- önnu merki um að ég væri tilbúinn og við ókum af stað. Sperrtur sem kúst- skaft gekk ég inn í salinn og hið eina, sem ég get áreynslulaust hreyft voru augun. Þeir komu þarna hver á fætur öðr- um, Thomasen, Svend-Áge og Karl frændi og tóku í höndina á mér, þétt- ingsfast. — Þakka þér fyrir að þú hringdir, sögðu þeir. Þeir höfðu séð sér fært að koma til veizlunnar án þess að vera í samkvæm- isklæðnaði, enda höfðu þeir góða af- sökun, því að þeir höfðu lánað mér úr búningnum. Allt kvöldið dönsuðu þeir af hjartans lyst í dökkbláu jakkafötunum sínum og skemmtu sér konunglega. Willy Breinholst. 15 FALKLNN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.