Fálkinn


Fálkinn - 21.08.1963, Blaðsíða 39

Fálkinn - 21.08.1963, Blaðsíða 39
„Ég heiti reyndar Maria Anna, frú Pheadre.“ „En þú hlýtur að hafa eftirnafn, ætt- arnafn......Hvað er það?“ Hún varð afar ólundarleg og horfði ekki á niig og ég missti þolinmæðina. „Svona — ertu orðin mállaus eða ertu svo sljó, að þú vitir ekki, hvað þú heit- ir?“ Innra með mér sá ég eftir þeirri upphaflegu ætluin minni að róa hana. Ég vissi, að hún myndi nú fara með þá hugmynd, að nýja húsmóðirin hennar væi'i sannarleg mannæta, sem vildi, að hún dæi úr lungnabólgu og hrakti gleð- ina úr brjósti hennar. Svo leit hún upp. „Það er Pittakos, rú......En ég er bara frænka!“ bætti hún við í skyndi með skrítinn svip í kringlóttum, heimskulegum augunum. „Allt í lagi, þú mátt fara,“ sagði ég þreytt á undarlegheitum hennar. Hún sneri sér eins og fugl og flýði út úr her- bergi mínu og ég vissi, að hún hefði jóta sögu að segja í þjónaherberginu um ósanngjarna hörku. Pittakos? Nafnið hafði einhverja þýðingu fyrir mig........ Ég hafði heyrt það mjög nýlega — auðvitað, ég vissi það. Það var Samson, vitfirringurinn, spámaðurinn, sem sneri að veggnum.........Pittakos var ættarnafnið — gamli maðurinn var sjó- maður á einu af skipum Thanosar og átti brátt að hætta. Hvernig gat ég hafa gleymt öllu þessu, þegar ég hafði lagt það á mig að heimsækja þau til að spyrjast fyrir um þau? Það virtist vera langt siðan. Ég velti því fyrir mér, hvort Samson hefði verið settur á ríkisstofn- unina eða ekki. Og litla þjónustustúlk- an hélt, að ég myndi reka hana, ef ég vissi um skyldleika þeirra. Hvers vegna, hún virtist eins meinlaus eins og skjald- baka...... Hvað sem það var, sem lá mér á hjarta, óx það og óx þangað til mér fannst ég vera ófrísk af þessu óþekkta magni. Ég sá ekkert, því að augu mín beindust inn á við, og leituðu að ástæð- unni fyrir vaxandi hræðslu minni. Það var eitthvað, sem hafði verið sagt síðastliðna nótt. Eitthvað, sem var ekki um Alexis og var samt. . . Mig langaði að sjá hann. Ég yfirgaf herbergi mitt og gekk djarflega framhjá opnum dyrum að herbergi hans. Ég barði og beið og barði aftur. Að lokum heyri ég: „Hver er það?“ Hann virtist mjög syfjaður, Ég svaraði ekki, en fór beint inn. Her- bergið var dimmt, því að gluggahler- arnir voru lokaðir. Það var einnig mollulegt og ég gat fundið svefnlykt- ina af honum — hún var sæt eins og hunang og ungleg eins og nýr ávöxtur. Hann var í rúminu, nakinn. Ég lokaði hurðinni á eftir mér og nálg- aðist rúmið. „Alexis,“ sagði ég mjög blíðlega. „Ó, Guð,“ hann andvarpaði þungt og settist upp til hálfs til að draga ábreið- una upp til að hylja sig. „Nei, hafðu ekki áhyggjur. Ég er ekki reið. Ég skil.“ Hann lá út af, hulinn Ijósgrænu silki- lökunum, sem ég hafði valið í rúm hans, dökkt hár hans lá úfið á koddanum og augu hans voru mjög dökk í daufu ljós- inu. Mig langaði að koma nær og hvíla sjálfa mig við heitan, sofandi líkama hans, en mig langaði að heyra hann tala fyrst. Að síðustu hristi hann höfuðið, hrygg- ur og óþolinmóður. „Það er ekki það, Phaedra.“ .... hann setti handleggina fyrir andlitið og faldi augu sín fyrir mér, en ég gat séð varir hans og þær voru samanklemmdar í kvalagrettu eða vonleysi. Ég kom nær og beygði mig yfir hann. „Hvað er það, ástin mín? Getum við ekki talað meira saman? Geturðu ekki sagt mér, hvað skeði síðastliðna nótt?“ Handleggir hans huldu enn augun, þegar hann sagði: „Pahedra, þetta getur ekki gengið. Ég verð að fara, og þú veizt það.....“ Svo tók hann hand- leggina frá augunum og settist upp með snöggri hreyfingu. „Þú verður að hjálpa mér!“ sagði hann, rödd hans var hás af sálarangist. Röðin var komin að mér að andvarpa. Drengurinn var ruglaður af einhverju, sem hafði skeð utan míns áhrifasviðs. Hann gat ekki séð, að ekkert, engir leik- ir eða flótti ímyndunaraflsins, engar þroskaðar ungar stúlkur eða metnaðar- girni gátu komizt á milli okkar núna. Skyndilega mundi ég, hvað það var, sem hafði angrað hug minn — Ariadne að segja mér um Dimitri gamla, að hann væri ákveðinn í að eyðileggja Thanos, ef Alexis fengi of stóran hlut í veldi hans.......Ég gat ekki varizt brosi af létti. Það var ekki svo alvar- legt, þegar allt kom til alls. Framh. í næsta blaði. öruggur traustur sparneytinn útbúinn með spennufallsrofa er til í ýmsum stærðum og gerðum Einkaumboftsmenn fyrir Gilbert & Barker Manufacturing Co. West Springfield, Mass., U.S.A. K.E.A. - OLÍLDEILD

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.