Fálkinn


Fálkinn - 21.08.1963, Blaðsíða 27

Fálkinn - 21.08.1963, Blaðsíða 27
aúarmanni sinum, í staíS þess að bera allt sjálf. Of seint, hugsaði hann. Ef hún hefði bara talað um það, myndi það hafa breytt öllu. Og hann fann til einmana- kenndar hið innra með sér, svo þungrar og hræðilegrar að honum fannst hann vera að kikna undan henni......... Þá heyrði hann, að hurðin var opnuð. Er hann sneri sér við, stóð Cristel á þröskuldinum. Hún kom inn fyrir og lokaði hurðinni að baki sér. — Mark, sagði hún lágt. Ert þú hérna? Á næsta augnabliki lá hún í örmum hans. Hann hélt henni þétt að sér og fann hvernig líkami hennar hætti smám saman að skjálfa. Hann lagði handlegg- ina utan um hana eins og hlíf gegn öll- um heiminum, hann strauk hendinni um hárið eins og hann þyrði ekki að trúa, að það væri raunveruleiki og að hún væri hér, lifandi og heit í örmum hans, og hann hvislaði að henni róandi orðum. Að síðustu sleit hún sig varlega lausa. Hún reyndi að segja eitthvað, en hann stöðvaði hana. — Ég veit allt, sagði hann. — Þú þarft ekki að útskýra neitt. Talaðu ekki um það meir, elskan, ekki núna. Það er afstaðið núna, Cristel. — Ég gat það ekki, sagði hún hægt og undrandi. Ég hélt að öllu væri lokið, en ég gat ekki gert það samt sem áður. Mér varð skyndilega ljóst, hversu rangt það væri. Það hefði ekki leyst neinn vanda. Þess vegna kom ég aftur til að segja eins og var, að ég eigi Moniku og hún þarfnist mín og ég hennar. Mark. — Cristel, ég veit það. Það, sem þú heyrðir í dag um Ingu og mig, er ekki satt. En það er satt, að ég hef hugsað mikið um Moniku, og um þig, Cristel. Þú hefur haft nóga byrði að bera. Hættu að kvelja sjálfa þig. Verður heimurinn betri, þótt þú gangir fram og segir, að þú sért móðir Moniku? Verður Monika hamingj usamari? — En hvað get ég gert? sagði hún. — Giftast mér. Þú og ég getum tekið Moniku að okkur, þegar tími er til kom- inn og þetta er afstaðið. Láttu mig um þetta, Cristel. Nú er minn tími kominn til að hugsa fyrir þig. Ef þú treystir mér, lofaðu mér þá að bera byrðar þín- ar núna. Það er ekkert, sem ég kýs fremur. — Já, Mark, ég treysti þér, sagði hún. Ég er svo þreytt. Ég elska hana og hún þarfnast mín, hugsaði hann. Meira get ég ekki krafizt núna. Einhvern tíma mun hún einnig elska mig. Ég skal fá hana til þess að gleyma og ég skal færa henni Moniku aftur. Hann kyssti hana og fann að munnur hennar skalf lítillega. Svo lagði hún handleggina um háls hans og langa stund stóðu þau þannig í kyrrlátu herberginu. NÝ FRAMHALDS- SAGA HEFST í NÆSTA BLADI GLIIGGI AÐ GÖTUMMI £g var hræðilega taugaóstyrk, en ég beit á jaxlinn og opnaði hurðina að biðstofu læknisins. £g gat ekki einu sinni sagt mitt falsaða nafn. Eg mundi bara mitt eigið. En læknirinn fór sér að engu óðslega. I hans augum var þetta smávægilegt ... Þannig hefst nýja framhaldssagan okkar, sem byrjar í næsta blaði. Hún er eins og framhaldssögur Fálkans eru jafnan, spennandi frá upphafi til enda. FYLGIST MED ÞESSARI SÖGU FRÁ BYRJUN (Endir). FALKINN 27

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.