Fálkinn


Fálkinn - 21.08.1963, Blaðsíða 28

Fálkinn - 21.08.1963, Blaðsíða 28
Framleitt einungis dr úrvals gleri. — 5 ára ábyrgð. Pantið tímanlega. KORKIÐJAIM H.F. Skúlagötu 57. — Síml 23 209. SHODfí KJÖRINN BÍli FYRIR fSLENZKA VEGIJ RYÐVARINN, RAMMBYGGÐUR. AFLMIKIU OG Ó D Ý R A R I TÉHHNESHA BlFREIÐAUMBOÐIÐ VONARSTRÍTI 12. SÍMI 37SÍI 8 og 16 tnm filmuleiga Kvikmyndavélaviðgerðir Skuggamyndavélar Flestar gerðar sýningarlampa Ódýr sýningartjöld Filmulím og fl. Lj ósmyndavörur Filmur Framköllun og kópering Ferðatæki (Transistor). FILMUR OG VÉLAR Freyjugötu 15 Sími 20235 tlarmleikur... Framhald af bls. 9. Varðskipið Ægir hafði meðan þessu fór fram legið fyrir utan skerjagarðinn og þangað var einnig komið danska herskipið Hvidbjörnen, sem legið hafði í Hvalfirði. Eftir að augljóst var, að aðeins einum manni af áhöfn Pourquoi Pas? hafði verið bjargað og óhugsandi að fleiri væru á lífi, var ákveðið að flytja líkin tuttugu og tvö, sem rekið hafði og sem nú hvíldu við Borgarlæk, til Reykjavíkur. Hinn 17. september, daginn sem vél- báturinn Ægir átti að taka líkin og flytja þau út úr skerjagarðinum, hvessti að nýju og leiðin út varð ófær. Varð því að hætta við flutningana að sinni, en nú komu boð frá Hvidbjörnen um að flytja ætti lík hinna frönsku sjó- manna þar um borð og danska herskip- ið að sigla með þau til Reykjavíkur. Ennfremur skilaboð um að flýta flutn- ingunum. Sagt er að þegar Þórði Sig- urðssyni skipstjóra hafi verið færð þessi boð, hafi hann litið út á skerjagarðinn og ofæra siglingaleiðina og sagt sem svo, að fyrst þeim dönsku lægi svona mikið á, væri bezt að þeir sæktu líkin sjálfir alla leið inn á Straumfjörð. -----------★ Heima í Straumfirði var gestkvæmt þessa daga. Sviðsljósunum hafði allt í einu verið beint að þessu friðsæla sveitaheimili; atburðir sem þar skeðu voru fyrirsagnir heimsfréttanna. Eftir að hafa beðið veðurs í nokkra daga, ákvað Þórður skipstjóri að taka hinn ömurlega farm um borð og flytja hann út í Hvidbjörnen. Heimamenn 1 Straumfirði, þeir Guðjón og Kristján, ásamt skipshöfn Ægis unnu sameigin- lega að því að flytja líkin um borð, en strax að því loknu sigldi Ægir út úr skerjagarðinum. Þótt veðrið hefði geng- ið niður, var enn þá allmikið brim og þegar til kom þótti dönskum ekki á- rennilegt að umskipa í þvílíku veðri. Þeir sendu þau boð um borð í Ægi að þeir mundu taka við líkunum á Akra- nesi. Herskip voru sjaldséð á Akranesi og það vakti forvitni, er Hvidbjörnen renndi inn á höfnina ásamt vélbátnum Ægi, sem kom strax upp að hafnargarð- inum en Hvidbjörnen í humátt á eftir. Allir sjóliða, sem sátu á þilfarinu voru með lífbelti, og það var ekki laust við að menn á Skipaskaga hentu gaman að slíkum útbúnaði í ekki verra veðri. Herskipið kom upp undir hafnargarð- inn, en þar sem nokkur súgur var við garðinn, leyzt þeim dönsku ekki á blik- una og báðu nú þá Ægismenn að elta sig inn á Eyðisvík, Þórður skipstjóri sagði er hann fékk þessi skilaboð, að það væri óvíst hver annan elti og setti á fulla ferð, grunnleiðina fyrir innan Þjót. Ægir hafði beðið komu herskipsins á Eyðisvík góða stund þegar það loks kom. Líkunum var lyft upp úr vélbátn- um, sem flutt hafði þau næstum alla leið. Hið danska herskip flutti þau að- eins nokurra mínútna siglingu inn á höfnina í Reykjavík. ------------★ Eftir að líkin höfðu verið flutt suður, hægðist um í Straumfirði. Fólkið gekk að vinnu sinni sem fyrr; sinnti haust- verkunum og vann önnur störf er til féllu. Strax og sjó lægði, fóru þeir Guð- jón og Kristján í Straumfirði út í skerjagarðinn til þess að athuga hvort lík þeira. sem enn þá voru ekki fundn- ir, hefðu rekið þar. Meðal annars fóru þeir í Skoreyjar. Þar fundu þeir vélbát frá Pourquoi Pas? rekinn og mikið brotinn. Þeir gengu upp á skerið og þar lá einn skipshundurinn af franska skipinu dauður. Hann hafði komizt þarna lifandi í land, en drepizt af kulda og vosbúð. Fréttir af strandi Pourquoi Pas? og örlögum dr. Charcot og manna hans vöktu hryggð um allan hinn menntaða heim. Franska stjórnin sendi herskipið l’Audacieux og flutningaskipið l’Aude til Reykjavíkur til þess að sækja jarð- neskar leifar mannanna sem farizt höfðu. Minningarathöfn sú, sem fram fór í Landakotskirkju er lík mannanna tutt- ugu og tveggja voru flutt á skipsfjöl, mun ekki líða þeim úr minni er við- staddir voru. Hún hófst klukkan átta um morgun og var lokið um kl. ellefu. Skipherrann af herskipinu I’Audaci- eux þakkaði sérstaklega heimilisfólkinu í Straumfirði, og þá sér í lagi Kristjáni, sem bjargaði þeim eina, sem af komst, svo og skipstjóra og skipshöfn vélbáts- ins Ægis og björgunarsveitinni á Akra- nesi, fyrir vasklega framgöngu. Er líkin höfðu verið flutt um borð í flutningaskipið l’Aude beindist athygli mannfjöldans að tveim mönnum, þeim Gonidec og Kristjáni Þórólfssyni frá Straumfirði. Gonidec var að fara ofan í bátinn, sem var á förum út í herskip- ið. Hann sneri sér við og faðmaði Krist- ján, manninn sem hafði hætt lífi sínu til þess að hann mætti snúa aftur til ættjarðarinnar, — einn þeirra fjörutíu, sem lögðu upp í hinztu ferð skipsins Pourqoui Pas? Sv. S. Það scm Iingurinii . Framh. af bls. 19. krampateygjum við á að ná andanum. Kandinsky tók í hönd Jóa og leiddi hann dálítið burt frá kiðlingnum. Svo tók hann gullúr sitt upp úr vasanum, leit á það og sagði: Guð minn góður! það er orðið svona framorðið. Ef þú og Sonja eigið að sjá alla keppnina verðið þið að flýta ykk- ur af stað. — Kiðlingurinn er að deyja, hvísl- aði Sonja að herra Kandinsky. — Og haldið þér að drengurlnn... 28 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.