Fálkinn


Fálkinn - 21.08.1963, Blaðsíða 10

Fálkinn - 21.08.1963, Blaðsíða 10
RAVÐ GLVGGA Á hvað eru þær svo sem að glápa? kerlingarálkurnar. Hann gekk með settlegum hreyfingum og reyndi að taka báða fæturna jafn hátt og vagga ekki til hliðanna. Það gekk ekki sem bezt og nú lenti hann með annan fótinn niður í holu á götunni og var næstum dottinn. Eins og það geti ekki komið fyrir alla fulla og ófulla að lenda í holu. Hann var ekkert fullur — ekki aldeilis. Ef kerlingin færi að rífast á morgun, þá skyldi hún bara hypja sig, — já hypja sig burt með allt sitt hafurtask. Hann lét ekki segja sér hvað hann mátti og hvað ekki. Þar að auki var hann alveg ófullur. Þær máttu steypa sér á helvítis hausana út. um gluggana þess vegna, þær, sem lögðu það á sig að vaka heilu næturnar til að sjá hvenær hann kæmi heim. Þessar nágrannakonur hans! Það var ekki svo að skilja, að hann væri yfirleitt úti á nóttunni, en komið gat það fyrir eins og nú. Loksins var hann kominn að útidyrahurðinni. Þá var nú eins gott að fara varlega, svo að konan vaknaði ekki. Hann þreifaði í vasa sinn eftir lyklinum, sem fyrirfannst þar ekki. Þá var hann sjálfsagt í einhverjum öðrum. Hann fór í þá alla, sneri þeim við til að vera viss. Enginn lykill. — Nú, ég hlýt að hafa týnt honum, tautaði hann við sjálfan sig. Þetta var ekkert upplífgandi niðurstaða eins og á stóð en sönn engu að síður. Hann horfði á hurðina svolitla stund eins og hann ætti hálfpartinn von á, að hún opnaðist svona 10 FÁLKINN af hjálpsemi við húsbónda sinn í nauðum. En hún haggaðist ekki. — Ja, hver fjandinn, muldraði hann. Hann sá aðeins eitt ráð. Það var að skríða í gegnum þvottahúsgluggann, ef einhver rifa fyrirfyndist á honum. Hann gekk aftur fyrir húsið og gaut um leið auga upp í gluggana hinum megin götunnar. Jú, grunaði ekki Gvend! Kerlingarnar voru þar enn. Þær mundu áreiðanlega ekki fara þaðan á meðan hann var einhvers staðar sýnilegur. — Bíðið þið bara, kerlingarhross, tautaði hann, meðan hann athugaði alla gluggana á bakhliðinni. Þeir voru allir niður við jörð og auðvelt að komast inn um þá, ef þeir væru bara opnir. Það voru líka bakdyr þarna, en þær voru harð- lokaðar. Hann sneri sér að gluggunum. Skrýtið var hve jörðin var óslétt þarna. Hann var alltaf að hnjóta um eitthvað. Hann mundi ekki betur, en lóðin hefði verið löguð fyrir skömmu. Hvaða gluggi var aftur á þvottahúsinu? Hann virti þá fyrir sér. þeir voru allir eins, nema hvað gardínurnar fyrir þeim, voru dálítið mismunandi. Þarna var t. d. einn með stóris fyrir. Enginn þvottahúsgluggi er með slíkar gardínur. Það var hann viss um, þótt kvenfólkið fyndi upp á öllu mögulegu til að eyða peningunum í. Hann ætti ekki að vera í vandræðum með þetta. Eftir nákvæma athugun var hann alveg orðinn viss. Þetta var þvottahúsglugginn. Á því var enginn vafi, því að það

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.