Fálkinn


Fálkinn - 21.08.1963, Blaðsíða 21

Fálkinn - 21.08.1963, Blaðsíða 21
iVÍangham segist ekki láta dóttnr sína hafa svo mikið sem grænan eyri af öllum sínum mörgu milljónum. Hér til vinstri sést tengda- sonurinn JohnHope lávarður háttsettur brezkur embættis- maður, huggar sig við skreytingar- krónu, sem notuð var við konunglegt brúðkaup. Lafði Elizabeth Hope fullyrðir, að Maugham hafi ekki haft leyfi til að ætt- leiða Alan Searle, hvorki eftir brezk- um né frönskum lögum. Þetta ætlar hún að sanna fyrir réttinum. snjalls þjófs. Maugham, sem átti stón kostlegt málverkasafn, ákvað að selja hjá Sotheby’s í London af hræðslu við þjófana. Hin 35 listaverk, sem eigendaskipti urðu að í apríl í fyrra, færðu honum 523,880 pund. Málverkin voru seld með miklum hagnaði. Sérstaklega á það við um málverk eftir Gauguin, sem hann borgaði 8 pund fyrir árið 1916. Hann fann það, er hann var á Tahiti að viða að sér efni í bókina „Tunglið og tíeyr- ingurinn“, sem fjallar um ævi Gauguin. En nú gerði Lady Elizabeth nokkuð, sem mun kosta hana allan hennar erfða- hlut, ef Maugham fær vilja sínum fram- gengt. Hún hélt því fram, að hluti mál- verkanna seldu, væri einkaeign sín. Það voru tvö málverk eftir Renoir, eitt eftir Toulouse-Lautrec, eitt eftir Mat- isse og eitt eftir XJtrillo. í reiðufé voru þetta 231,750 pund, sem Sotheby Iagði inn í banka, meðan hann beið eftir að dómstólar felldu úrskurð um eignarrétt- inn. Hinn aldni rithöfundur varð æfur og ákvað að hefna sín rækilega á Elisabeth og fjölskyldu hennar. Hið fyrsta, sem hann gerði, var að leggja niður styrktarsjóð, sem hann hafði stofnað fyrir barnabörnin og skipt milljónum. En skáldið lét sér það ekki nægja. Hann vildi auðmýkja Elizabeth svo að um munaði og greip til einkaritr arans. Maugham ákvað að taka sér son í dóttur stað. Ættleiðingin í Nice vakti auðvitað at- hygli og umtal. Öll stórblöð Lundúna sendu blaðamenn til að rekja garnirnar úr hinum nýbakaða syni, Alan. Alan Searle sagði við blaðamann „Daily Mail“: — Ég er einn í heiminum. Ég á enga ættingja. Ég á bara hinn kæra Maugham að, sem hefur gengið mér í föður stað. Slíkar yfirlýsingar var hættuægt að gefa árvökrum blaðamanni. Innan sól- arhrings hafði blaðið grafið upp: syst- ur, frænku, mágkonu og stóran hóp systkinabarna. Þegar þessu var stungið að Alan Se- arle, gat hann aðeins sagt: — Ó, almátt- ugur, ég var alveg búin að gleyma þeim! Alan Searle hefur verið einkaritari Maughams í um 30 ár. Hann hefur einn- ig verið „samkvæmisráðunautur“ hans og getur þulið hinar 26 skáldsögur og 26 leikrit skáldsins, hvenær verkið var gefið út og fjölda eintaka. Samanlagt hafa skáldsögur Maughams verið prent- uð í 70 milljónum eintaka. Það er Searle, sem annast bréfaskriftirnar, svarar í símann, semur matseðilinn, hefur eftir- lit með matsveininum og útgjöldum heimilisins, spilar bridds og golf og fer í sólbað með gestunum. Maugham og Alan hafa yngt sig upp, segja þeir. Þeir halda því fram, að þeir hafl raunverulega gert það. í fyrra fóru Framh. á bls. 30. FÁLKINN 21

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.