Fálkinn


Fálkinn - 21.08.1963, Blaðsíða 19

Fálkinn - 21.08.1963, Blaðsíða 19
Munro sótti pakkann. Enginn veitti honum athygli. Eftir að Kann hafði gengið úr skugga um, að enginn sæi hann. lét hann pakkann síga niður. . . . Það fyrsta, sem hann varð að gera, var að finna góðan stað, þar sem hann gæti falið pakkann. Hann gat ómögulega gengið með hann í heila viku. Hann var 76 sm. langur, 30 sm. hár og 45 sm. á breidd — allt of fyrirferðarmikill. Hvar mundi hann vekja minnsta athygli.? Munro athugaði þilfarið — salina, barina, kvik- myndahúsið, bókasafnið, sundsalinn, leikfimisal- inn og salernin. Eins og hann hafði búizt við, var sólþilfarið hentugast. Þar voru björgunarbátarnir. Hann gat falið pakkann í einhverjum þeirra. Fólkið var í óða önn að koma sér fyrir og Munro reyndi ekki að leynast, er hann sótti pakkann og lagði hann á bekk á sólþilfarinu. Enginn veitti honum athygli. Eftir að myrkrið var skollið á fór hann aftur upp á þilfar og eftir að hafa gengið úr skugga um að enginn sæi hann, lét hann pakkann síga niður í einn bátinn og batt hann fastan við borðstokkinn með seglgarni. Hann var ekki ánægð- ur með þennan felustað, en hann var sá bezti, sem hann átti völ á. Næstu daga lagði Munro sig allan fram við að lifa sem laumufarþegi á þessu stóra skipi án þess að vekja grun. Hann hafði kynnt sér nákvæmlega allar venjur og reglur, er giltu um borð, áður en hann lagði af stað, og fæðið var heldur ekkert vandamál fyrir hann. Hann gat að vísu ekki farið niður í borðsalinn, en hann gat keypt heita súpu á þilfarinu klukkan hálf ellefu, hann gat keypt hnetur og pinnabrauð ásamt drykk klukkan tólf, te og kökur klukkan fjögur og eins mikið brauð og hann lysti við skenkiborðið í stærsta salnum á miðnætti — án þess að eiga neitt á hættu. Þetta var dálítið einhliða fæða, en hann mundi að minnsta kosti aldrei svelta. Hann átti heldur ekkert erfitt með að fela sig. Á daginn gat hann eins og allir farþegarnir, 800 að tölu, gengið um á þilfarinu. Hann hegðaði sér alveg eins og hann væri farþegi, það var engin ástæða til að fólk tortryggði hann. Á nóttunni var áhættan meiri.. . en næturnar voru stuttar. Það var dansað til tvö og margir af farþegunum voru enn lengur á fótum. Það hjálpaði honum mikið. Það voru í raun og veru ekki nema örfáir tímar, sem hann varð að sjá um að aðrir sæju hann ekki. Venjulega sat hann þá á einhverjum bekk á aftur- þiljum — og þegar hásetarnir komu í dögun til að ræsta þilfarið færði hann sig aðeins þangað til þeir höfðu lolcið vinnu sinni. Þeir virtust síður en svo undrandi, það var jú ekki sjaldgæft að fólk leitaði upp á þiljur vegna sjóveiki. Það var kalt og óþægilegt að dvelja þarna uppi, en það var ekki um annað að ræða. Á morgnana hreiðraði Munro um sig í hæginda- stól í einhverjum salanna og reyndi að bæta sér upp svefnleysið á nóttunni. Á daginn var hann mikið í bókasafninu þar sem hann gat sökkt sér niður í lestur tímarita án þess að vera truflaður. Hann varð fastagestur í kvikmyndasalnum — kvik- myndasalurinn var honum ágætis hæli tvisvar á dag. Hann hlustaði á tvenna hljómleika og eina guðsþjónustu. Hann æfði leikfimi í leikfimisalnum. Hann forð- aðist allar skipulagðar skemmtanir, svo sem þil- farsleikina. Hann gerði sér far um að líta sem bezt og virðulegast út. Hann hafði uppgötvað lítið notað salerni á sólþilfarinu, þar sem hann gat þvegið sér og rakað í friði, hann var með öll nauð- synleg áhöld í skjalatöskunni. Hann var jafnvel með aðra gráa skyrtu í töskunni, sem hann fór í þegar ferðalagið var hálfnað. Hann sá fljótt, að mesta hættan var fólgin í því að kynnast samferðamönnum sínum. Á svona ferða- lagi er fólk alltaf vingjarnlegt, ræðið og forvitið. Munro gerði allt, sem hann gat, til að halda því í hæfilegri fjarlægð. Hann var fráhrindandi, forð- aðist að tala við aðra og svaraði aðeins einsat- kvæðisorðum, ef á hann var yrt. Samt sem áður átti hann oft í erfiðleikum. Sérstaklega með sölu- mann einn frá Lancashire, sem ferðaðist einn, og gat króað Munro í horni og hóf að segja honum ævisögu sína, þrátt fyrir kuldalega framkomu Munros. Þetta skeði á öðrum degi ferðarinnar og Munro ætlaði aldrei að losna við hann. Síðan var hann alltaf á verði. Einu sinni slapp hann naum- lega undan honum með því að smeygja sér inn í gjafa- og minjagripaverzlunina á aðalþilfarinu. Hann ræddi við afgreiðslustúlkuna, þar til hættan var liðin hjá. Annars gekk þetta allt furðanlega vel. En fjórða daginn komst Munro í alvarlega örðug- leika. Veðrið hafði versnað og skipið hjó ölduna. Hann var á sinni vénjulegu kvöldgöngu á þilfarinu ásamt mörgum öðrum farþegum. Allt í einu kom mikill hnykkur á skipið og kona ein, sem stóð rétt hjá honum greip í hann sér til stuðnings. Hann missti jafnvægið, datt og meiddi sig á hnénu. Hann stóð þyngslalega á fætur, og þá sá hann að konan var engin önnur en stúlkan í gjafaverzl- uninni. — Þér verðið að fyrirgefa mér, sagði hún. — Meidduð þér yður mikið? — Nei, sagði Munro, og nuddaði hnéð. — Þetta var mér að kenna, ég hefði heldur átt að grípa í borðstokkinn . . . Almáttugur, þér eruð haltur. — Þetta er ekki neitt, sagði Munro. Nokkrir far- þeganna höfðu safnast saman í kringum þau, og hann var hræddur um að vekja athygli. Hann haltraði af stað, en hún fylgdi honum. — Þér eruð náfölur... Haldið þér ekki að þér ættuð að tala við hjúkrunarkonuna? — Nei, nei, það er ekkert að mér. Munro haltr- aði áfram. Hún horfði efablandin á hann. — Ég ætla að minnsta kosti að hringja til yðar í fyrramálið og athuga hvernig ... — Ég fullvissa yður um, að það er alls ekki nauðsynlegt. — En það er það minnsta, sem ég get gert. Hvað er klefanúmerið yðar? Munro hikaði andartak en sagði svo: Númer 575. Hann lét kylfu ráða kasti, kastaði kveðju á stúlkuna og haltraði í áttina að lyftunni. Það var satt, að hann hafði ekki meitt sig að ráði, en þessi atburður gat haft hættulegar afleið- ingar. Eins og hann bjóst við, leitaði stúlkan hann uppi næsta kvöld og fann hann í setustofunni. Hún brosti til hans. — Hvernig líður yður í hnénu? — Vel, þakka yður fyrir. — Ég hringdi til yðar, en ég hef víst ruglast í klefanúmerinu. Mér heyrðist þér segja 575? Munro fór undan í flæmingi. — Ég ... uhu . . . byrjaði hann. Svo brosti hann skyndilega. — Heyr- Framh. á bls. 30. Smásaga eltir Andrew Garna FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.