Fálkinn


Fálkinn - 21.08.1963, Blaðsíða 9

Fálkinn - 21.08.1963, Blaðsíða 9
R VIÐ MYRAR Ingvar Ámason og síðastur aldursfor- setinn, Bjarni Brynjólfsson frá Bæjar- stæði. Um leið og síðasti maðurinn var kom- inn um borð var sett á fulla ferð afturá og þegar báturinn kom fyrir bryggju- hausinn snerist hann á öldunni og var eftir nokkrar mínútur kominn á fulla ferð gegn sjóum og roki vestur með landinu. Á Akranesi, sem fyrir nokkrum mán- uðum haði orðið að sjá á bak hraustum sonum í hafið, vakti fregnin um strand- ið ugg og sorg og þegar Ægir örslaði fyrir Lambhúsaflös fylgdust margir með ferð hans úr landi og þöglar en heitar bænir um að mönnunum innan borðs mætti auðnast að koma hinum nauðstöddu mönnum til hjálpar, fylgdu honum á leið. Þórður skipstjóri gerði ráð fyrir að vera við Þormóðssker eftir eina og hálfa klukkustund. Hann sagði mönnum sín- um að hafa allt tilbúið til þess að dæla olíu í sjóinn, gerðist þess þörf. Það kom síðar í Ijós, að án þeirrar fyrirhyggju hefði ýmislegt getað farið á annan veg og verri. ------------★ Varðskipið Ægir var nýlega komið til hafnar í Reykjavík morguninn 16. sept- ember, er Jón E. Bergsveinson hafði samband við Landhelgisgæzluna og bað um aðstoð vegna strandsins við Mýrar. Einar M. Einarsson skipherra lét kalla áhöfnina til skips, landfestar voru leyst- ar í skyndi og siglt upp undir Mýrar. Þau voru nokkuð jafnsnemma við Þor- móðssker nafnarnir, varðskipið Ægir frá Reykjavík og vélbáturinn Ægir frá Akranesi. Það varð að ráði að fyrsti- stýrimaður af varðskipinu kæmi um borð í vélbátinn og færi með honum inn á Straumfjörð. Þrétt fyrir mikinn sjógang, létu varðskipsmenn vélbát varðskipsins síga í sjóinn og þeir stukku út í hann Guðmundur Guðjónsson fyrsti stýrimaður, Óskar Jónason kafari og Stefán Jónson. Báturinn hvarf í öldu- dalina annað slagið en Guðmundur stýrimaður komst heilu og höldnu yfir í vélbátinn Ægi, sem hélt samstundis af stað inn í skerjagarðinn. Þeir Óskar og Stefán sneru við til varðskipsins og höfðu komið talíu í bátinn þegar alda reið undir varðskipið. Aftari talían slitnaði og bátinn fyllti. Þá Óskar og Stefán tók þó ekki fyrir borð og fyrir snör handtök tókst að setja aðra talíu í bátinn og lyfta honum upp í varð- skipið. -------------★ Vélbáturinn Ægir var kominn nokk- uð inn fyrir Þormóðssker þegar brot- sjór reis stjórnborðsmegin við bátinn Hásetarnir voru afturá, tilbúnir að lægja sjóina með olíu. Hjörtur Þorkels- son stóð við stýrið en þeir Þórður og Bjarni voru í stýrishúsinu. Hér reyndi á karlmennsku og hetjulund og kunn- áttu. Áfram var haldið á fullri ferð; hér var of seint að snúa við þótt eitt- hvað hefði orðið að. Sjóirnir krappir á grynningunum köstuðu Ægi til og frá en af og til risu brotsjóir, sem áhöfnin lægði með því að hella olíu í sjóinn. Örugg slög vélarinnar létu vel í eyrum. Hin minnsta breyting á gangi hennar gat boðað mönnum og skipi grand. Menn unnu störf sín öruggt og fumlaust og loks var Ægir í sundinu og á stefnu að landi, þar sem húsið í Straumfirði ber milli klettanna tveggja. Þeir beygðu til bakborða inn með klettinum. Á leið- inni inn sundið hafði björgunarsveitin og áhöfnin unnið að því að undirbúa björgun. Þeir horfðu nú í særokinu í áttina til Hnokka í von um að sjá skip- ið. Er þeir nálguðust skerið var þeim ljóst að tryllt náttúruöflin höfðu haft betur. Þrátt fyrir brimið og óveðrið, sigldi Ægir alla leið að Hnokka; það eina, sem þar var til vitnis um harmleikinn, var rekald er flaut á sjónum, enn þá fast í köðlum frá skipinu, sem nú hvíldi á hafsbotni rétt fyrir innan skerið. Ægir sigldi um svæðið milli Hnokka og lands, leitaði ef ske kynni að þeir fyndu menn í lífbeltum eða á braki. Þeir fundu menn í lífbeltum, en þeir voru látnir. Það varð að ráði að lagzt var við akkeri inn með landinu og beðið átekta. Framhald á bls. 28. Myndin Iengst til vinstri er af skips- höfn vélbátsins Ægis. Þórður Sigurðs- son skipstjóri er fremst til hægri. Næsta mynd er af vélbótnum Ægi og loks er björgunarsveitin á Akranesi, sem fór á strandstaðinn. FÁLKINN 9

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.