Fálkinn


Fálkinn - 21.08.1963, Blaðsíða 30

Fálkinn - 21.08.1963, Blaðsíða 30
Uver eri’ir . . . Franihaid a- bis. 21. þeir saman til hins þekkta læknis, Paul Niehans. Hann starfar í Lausanne í Sviss og sjúklingar hans eru margir velkunnir, þeirra á meðal Konrad Adenauer. Beztu setninguna í þessum spaugi- lega harmleik hefur Maugham sjálfur eflaust sagt. Þegar Sothebymálið var á döfinni, komst hinn 89 ára gamli rit- höfundur í svo mikla geðshræringu, að hann varð að liggja í rúminu nokkra daga á hótelinu í London. Dag nokk- urn hringdi gömul vinkona, sem hafði fregnað þetta og spurði Searle, hvort hún mætti senda rithöfundinum blóm eða ávexti. Maugham svaraði: Segðu henni, að það sé of seint að senda ávexti og of snemmt að senda blóm. Nú liggur málið þannig fyrir. Maug- ham og kjörsonur hans, einkaritarinn eru um borð í skemmtisnekkju og ætla að verja þar sumrinu. Lady Elizabeth ráðgast við lögfræð- inga sína og Hops lávarður málar skilti — það er tómstundagaman hans. Hann málar hressileg skilti fyrir hiallaeigend- ur, sem verða að sýna heimili sín fyrir fé og reka gistihús í sambandi við það. Og enginn veit, hver erfir Maugham- milljónirnar. Hér er aðeins um litlar 200 milljónir króna að ræða. Slík upp- hæð nægir til að setja ólgu í blóðið. Sú er líka raunin. Síðasii Iilekkuriiin .■ anUirild af bls. 17. ið þér, má ekki bjóða yður glas með mér? Hvað heitið þér? — Barney. Amanda Barney... en þér? — James Munro. — Ég vil gjarna þiggja drykk, sagði hún. Munro kallaði á þjón og pantaði drykk. — Jæja, fröken Barney, sagði hann svo. — Það lítur út fyrir, að ég neyðist til að trúa yður fyrir leyndar- máli mínu. Ég hef engan klefa. — Engan klefa? — Nei, og ég hef ekki borgað neinn íarmiða. Dökku augu Amöndu urðu kringlótt af undrun. — Þér eigið þó ekki við, að þér séuð laumufarþegi? — Jú, það er víst óhætt að segja það. Hún setti glasið á borðið, og það var auðséð, að henni ofbauð. — En þetta er alveg hræðilegt. Hvernig getið þér verið svona rólegur? Hvers vegna gerið þér þetta? Þér lítið alls ekki út fyrir að vera sú mann- gerð .. — Þetta er allt mjög einfalt, sagði Munro. — Ég er hérna í hæfnisprófi. — Hvað er það? — Ég er í hernum — upplýsingaþjón- 30 FÁLKINN ustunni. Stundum fáum við verkefni, sem eiga að sanna hæfni okkar. Þau eru venjulega ekki svo erfið, þetta er það erfiðasta, sem ég hef lent í. Við vorum skildir eftir í New York og skip- að að kornast heim án þess að kaupa farmiða eða sýna passa, hvort sem við vildum heldur sjóleiðis eða loftleiðis. Það er það, sem ég er að framkvæma. — Er þetta satt? — Fullkomlega . .. svo þér getið ver- ið alveg rólegar. Þetta er allt í lagi. Ég er á vegum hermálaráðuneytisins. Nú eru örlög mín í yðar höndum. Spurn- ingin er — viljið þér hjálpa mér. Ef þér svíkið mig, stenst ég ekki prófið. Annars held ég að mér takist þetta. — Það er naumast! Ég hef aldrei heyrt annað eins ... Hvernig komust þér um borð? Munro sagði henni frá því. — Það eru áreiðanlega til aðrar aðferðir. En þessi reyndist mér vel. — Hvernig ætlið þér að komast í land í Southampton? Það tekst yður aldrei, nema þér sýnið passa. Annað er alveg vonlaust. Munro brosti drýldinn. — Ég fer ekki til Southampton. Ég stekk fyrir borð, áður en við náum þangað. — Stökkvið fyrir borð? — Já, þegar við förum framhjá Spithead. Ég býst við að það verði rétt fyrir dögun. Ég er með gúmmíbát. — Almáttugur. — Hann er geymdur í einum af björgunarbátunum — þ. e. a. s. ég vona að hann sé þar ennþá. Það er einn af þessum bátum, sem blása sig upp sjálf- krafa um leið og þeir snerta vatnið. Ég stekk fyrir borð með hann og ræ svo í land. Árarnar eru innan í honum. Amanda hristi höfuðið. — Þetta er brjálæðislegt. Þér drukknið áreiðan- lega. — Ég hugsa ekki. — Vonandi eruð þér afbragðs sund- maður. — Satt að segja er ég lélegur sund- maður, sagði Munro, en ég get treyst bátnum fullkomlega. Þér megið heldur ekki gleyma, að skipið siglir mjög hægt framhjá Spithead. Það verður ekki erfitt að stökkva fyrir borð. Ég get með góðu móti verið kominn í land og búinn að skýra frá þessum glæsilega árangri mínum áður en skipið leggst að bryggju .. Það er að segja, ef þér svíkið mig ekki. Amanda horfði hikandi á hann. — En er það ekki brot á reglunum i hæfnisprófinu að þiggja aðstoð mína? — Nei, nei, við megum þiggja hjálp frá hverjum sem er. Og ef þér viljið hjálpa mér. mynduð þér gera það bezt með því að fela bátinn undir rúminu yðar, þangað til ég þarf að nota hann. Ég er dauðhræddur um að einhver af hásetunum rekist á hann — Það er ekki svo lítið, sem þér ætlist til, sagði Amanda. Ég verð ábyggi- lega rekin, ef það kemst upp að .. . — Ég er viss um, að það kemst ekki upp. Annars má þá alltaf leita til her- málaráðuneytisins. — Ég ætla að minnsta kosti að hugsa mig um. Ég verð búin. að ákveða mig á morgun. Þegar Munro kom inn í verzlunina morguninn eftir, brosti Amanda glað- lega við honum. Hún sagðist hafa hugs- að sig um og ákveðið að svíkja hann ekki, og geyma bátinn fyrir hann. — Þér eruð dásamleg, sagði Munro. Þá fer ég niður á þilfar á mínútunni níu, og legg bátinn á bekkinn fyrir framan dyrnar á forsalnum. Svo komið þér og takið hann. Hentar það yður? ... Kærar þakkir. Flutningurinn á bátnum gekk vel. Það sá enginn, þegar Munro dró pakk- ann upp úr björgunarbátnum, og held- ur ekki þegar hann tíu mínútum síðar, lagði hann á bekkinn. Skömmu síðar hitti Amanda hann í salnum. Hún var mjög leyndardóms- full á svipinn. — Allt í lagi, sagði hún. Munro pantaði drykk og þau sátu lengi og spjölluðu saman. Munro talaði mest um herinn. Amanda sagði honum frá ýmsu skemmtilegu, sem komið hafði fyrir hana síðan hún hóf vinnu á skip- inu. Hún var greinilega mjög skynsöm stúlka. Svo fóru þau að dansa, og döns- uðu til miðnættis. Þau skemmtu sér bæði mjög vel þetta kvöld. Síðasti dagur ferðarinnar rann upp. Skipið náði eynni Wight á tilskildum tíma. Veðrið var gott, sjórinn lygn. Munro hafði ákveðið að stökkva fyrir borð klukkan fimm um morguninn. Amanda átti að koma með bátinn upp á þilfar rétt eftir tvö, þegar dansinn væri á enda. Þar ætlaði Munro að hitta hana og taka við bátnum. Klukkan tíu mínútur gengin í þrjú kom hún og settist á bekkinn hjá hon- um, bekkinn, sem hann hafði setið á á hverjum morgni. Rödd hennar skalf lítið eitt. — Hvað er að, spurði hann. Ertu taugaóstyrk? — Já, ég vildi óska, að þú gerðir þetta ekki, James. Mér finnst þetta algjört brjálæði. — Vitleysa, sagði Munro. Þetta tekst ágætlega. — En það er svo langt niður, sagði hún. Og ef til vill lendir þú í skrúfun- um. Mér finnst kjánalegt að hætta lífi sínu svona bara vegna einhvers hæfnis- prófs. Hún andvarpaði. — En mér tekst áreiðanlega ekki að tala um fyrir þér. — Því miður, sagði Munro. Það varð andartaks þögn. — En ég verð víst að játa dálítið fyrir þér núna. Satt að segja er ekki um neitt hæfnispróf að ræða. Það er bara tilbúningur. Ég er lögreglu- maður, leynilögreglumaður, og ég vinn við... Amanda starði á hann. — Ég skil víst ekki... — Þetta er allt mjög einfalt. Ég er að vinna að morðmáli, — morð, sem var framið hér á skipinu fyrir þremur mánuðum. Þú manst áreiðanlega eftir því? — Þú átt við .. fröken Everett. — Einmitt — konuna, sem var kyrkt í klefa sínum á heimleið frá New York,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.