Fálkinn


Fálkinn - 21.08.1963, Blaðsíða 23

Fálkinn - 21.08.1963, Blaðsíða 23
 Fylltir tómatar. 6 stórir tómatar 2 dl hrísgrjón Vatn, salt 4 laukar 50 g smjörlíki 1 dl soð 200 g kjötafgangur Steinselja Salt. pipar 2 eggjarauður Rifinn ostur 2 msk. smjör. Skerið lok af tómötunum, takið innan úr þeim, og hvolfið þeim í sigti, svo sígi úr þeim. Sjóðið hrísgrjónin laus. Hreinsið laukinn, skerið hann smátt sjóðið hann gul- brúnan í potti í smjörlíki. Setjið soðið út og kjötaf- gangana, sem eru saxaðir smátt og smátt, hrísgrjón og saxaða steinselju. Kriddað með salti og pipar. Hrærið eggjarauðurnar með salti, hrærið öllu saman við þær. Setjið þetta deig í tómatana, raðið þeim í smurt eldfast mót, stráið miklu af rifnum osti ofan á. Sjóðið það sem kom innan úr tómötunum með dálitlu smjöri, kryddað. Hell- ið þessari sósu kringum tómatana. Sett inn í heitan ofn, þar til tómatarnir eru meyrir og osturinn er fallega gulur. Tómatbuff 6 tómatar brauðmylsna Salt, pipar 8 baeonsneiðar Rifin piparrót. Skerið tómatana í þykkar sneiðar, veltið þeim upp úr brauðmylsnu, sem í er bland- að salti og pipar. Steikið baconsneiðarnar. Steikið síð- antómatana í sömu feiti, sé hún ekki nóg er bætt smjöri á pönnuna. Raðið tómatbuff- unum á fat, leggið baconið yfir, stráið piparrót þar ofan á. Borið með hrærðum kart- öflum. Tómatterta. 250 g hveiti 150 g smjörlíki ögn af salti 1 eggjarauða 1 msk. rjómi 1 msk. kalt vatn 12 baconsneiðar 5—6 tómatar rifinn ostur. Hveiti og salti sáldrað á borð, smjörlíkið saxað saman við með hníf. Vætt í með eggjarauðu, rjóma og ísköldu vatni. Deigið hnoðað. Látið bíða um stund. Þekið innan lausbotna tertumót með deig- inu. Bylgið kantinn með fingrunum. Stingið botninn með gaffli. Bakað við 200°. Klippið baconið smátt, harðsteikið það, merjið tó- matana þegar skelin er bök- uð er baconið látið í botn- inn, þar ofan á tómatmauk- ið. Miklu af rifnum, bragð- sterkum osti stráð ofan á. Sett inn í ofn í nokkrar mín- útur, eða þar til osturinn er bráðnaður. Tekið úr mótinu, borðað heitt. Tómat-gúrkusalat. 150 g tómatar % gúrka 2 msk. saxaður laukur 1 msk. edik 3 msk. matarolía Vé tsk salt ögn af pipar og hvítlauk. Tómatar og gúrka skorið f þunnar sneiðar. Raðað á fat. Tómatsneiðar í hring gúrkusneiðar í miðjunni. Stráið söxuðum lauknum yfir tómatana. Hristið saman edik, olíu, salt, pipar og hvítlauksduft. Hellið sósunni yfir grænmet- ið á fatinu. BHD

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.