Fálkinn


Fálkinn - 21.08.1963, Blaðsíða 31

Fálkinn - 21.08.1963, Blaðsíða 31
Nóttina áður en skipið náði höfn. Þú mannst sennilega eftir yfirheyrslunni. Þar kom ekkert í ljós, sem leyst gæti gátuna. Skömmu síðar var mér falið málið. Þar var sérstaklega eitt atriði í vitnisburði eins vitnisins, sem ég gat ekki hætt að hugsa um. Morðinginn, hver sem hann nú var, íæddist inn til fröken Everett, rétt áður en kona nokk- ur kom út úr næsta klefa — og hún heyrði fröken Everett segja: —„Ralph,“ áður en hurðin féll að stöfum. Nú vill svo til, að frændi fröken Everett, sem hún bjó með þangað til hún lézt, heitir einmitt Ralph. Auðvitað getur verið að hún í nauðum sínum hafi hrópað nafnið á þeirri manneskju, sem stóð henni næst, þegar ráðist var á hana, en vitnið i fullyrti, að það hefði verið undrun í rödd hennar, eins og maður með þessu nafni hefði óvænt komið inn til henn- ar .. — En það getur ómögulega hafa verið frændi hennar, sagði Amanda. — Ég man að það kom fram við réttar- höldin . .. — Ég veit það, sagði Munro. En ég gat ekki gleymt þessu og fannst að ég yrði að kynna mér hvar Ralph hefði verið, þegar morðið var framið. Fyrir nokkrum vikum heimsótti ég hann. Hann býr ennþá í húsi frænku sinnar við Kent ströndina. Glæsilegur maður, mjög íþróttamannslegur í útliti. Hann stundar mikið skemmtisiglingu. Eftir því sem hann sagði, var hann aleinn á siglingu í kænunni sinni, meðan frænkan var í heimsókn hjá vinkonu sinni í New York. Mér tókst að komast að því hvenær hann lagði af stað á kænunni og hvenær hann kom heim aftur, en ekki hvað hann gerði í milli- tiðinni og hann gat ekki komið með nein vitni. Ég fór að brjóta heilann um, hvort hér gæti verið um að ræða þraut- I hugsað og vel yfirvegað samsæri. Dauði fröken Everetts gæti komið sér vel fyr- ir erfingjana, hún lét eftir sig mikinn auð, sem Ralph frændi hennar fékk. Það var því nauðsynlegt að samsærið væri þrauthugsað, auðvitað myndi grun- urinn beinast fyrst og fremst að honum, sem aðalerfingja hennar. Að minnsta kosti reyndi ég að grafast fyrir um allar gerðir hans. Ég áleit, að hann hefði getað flogið til New York með falskt I vegabréf. Ég komst að því, að hann : hafði áður átt í útistöðum við lögregl- una vegna fölsunar á vegabréfi — þó að hann hefði auðvitað ekki sagt frænku sinni frá því. Og ef hann í raun og veru hafði flogið til New York áleit ; ég, að ef til vill hefði honum tekist að \ komast heim með Carmania, sem laumu- j farþegi. Amanda kinkaði kolli. — Nú fer ég I að skilja.. — Ég er að reyna að sanna að hann ] hefði getað gert þetta. Mig vantar bara : síðasta hlekkinn í keðjuna. Nú er ég viss um, að þetta er hægt. Hann gat hafa keypt sér gúmmíbát í Ameríku. Ég veit, að hann þekkti til þeirra, því að ég sá sams konar bát í bátaskúrn- \ um hans. Framh. á næstu síðu. Feta í fót- spor for- eldranna í nýrri kvikmynd, sem Frank Sinatra framleiðir, heita stjörn- urnar Sinatra og Martin. Þetta eru þó ekki þeir Frank og Dean, heldur dætur þeirra, sem heita Nancy og Claudia. Nancy er 23 ára og Claudia 19. Ný kynslóð hefur komið til sög- unnar í Hollywood, það eru mörg börn frægra kvikmyndaleikara, sem eru farin að feta í fótspor foreldranna. Sumt af þessu unga fólki er gætt hæfileikum, sumt ætlar sér að fljóta á fornri frægð foreldranna. En þessu unga fólki er yfirleitt tekið vel af framleiðendum og leikstjórum, vegna þess að pabbi og mamma hafa getið sér gott orð. Af þeim efnilegri má nefna þessi: ★ Bronwyn Fitz Simons, nítján ára. Hún líkist mjög móður sinni í útliti þ. e. eins og Maureen O’- Hara leit út fyrir tuttugu árum. Bronwyn hefur leikið í fimm sjón- varpsþáttum og einni kvikmynd. Hún hefur mikinn áhuga á söng. ★ Jim Mitchum er tuttugu og tveggja ára. Hann er sonur Ro- berts og hefur farið með mörg aukahlutverk og eitt aðalhlutverk. Hann líkist mjög föður sínum, en skortir kraft hans. ★ Julie Payne er tuttugu og þriggja. Hún er dóttir leikarans John Payne og þótti standa sig mjög vel, er hún lék í myndinni „The Best og Everything“. ★ Frank Sinatra yngri syngur nú með hljómsveit Tommy Dorsey og áheyrendum finnst þeir komnir aftur í Paramount Theatre árið 1940. ★ Anna Massey er tuttugu og fimm ára. Hún er dóttir Raymond og hefur leikið í nokkrum mynd- um við góðan orðstír. Bróðir henn- ar, Daniel, er tuttugu og níu ára og er lagður út á leiklistarbraut- ina. ★ Liza Minnelli er sautján ára og dóttir Judy Garland. Hún Iék í söngleik á Broadway, sem nefnd- Framh. á næstu síðu. BRONWVN flTZSlMONS ÍCi.LiK6{i' FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.