Fálkinn


Fálkinn - 21.08.1963, Blaðsíða 26

Fálkinn - 21.08.1963, Blaðsíða 26
Leyndarmál hjúkrunarkonunnar FRAMHALDSSAGA EFTIR EVA PETERS Vaktkonan á hjúkrunarheimilinu stóð niðri í stiga. Hann tók um handlegg hennar. — Fylgið mér upp, sagði hann, — og takið með lyklana að herbergjum hjúkrunarkvennanna. Hún leit á hann, svo flýtti hún sér inn og kom út aftur með stóra lykla- kippu. Hann hljóp fram hjá henni upp á aðra hæð að dyrum Cristel. Hann barði og reyndi að opna hurðina, en hún var læst. — Ég er með lykil, læknir, sagði vaktkonan og tók einn út, sneri og opn- aði. í fyrsta sinn var hann í herbergi Cristel. Það virtist lítið og ópersónulegt með litlu rúmi, teppi á gólfinu, hvítri komm- óðu og nokkru listverkaeftirprent- unum á veggjum. Bækur voru í slitnu bindi á lítilli bókahillu og einnig mynd af gráhærðri konu með skarpleg augu. í baðherberginu héngu vasaklútar hennar og flaska með kölnarvatni stóð á spegilhillu. Það var eins og íbúi hins litla herbergis hefði horfið sporlaust. Hvar var hún? Einhver staðar hlaut hann að finna lykil að hugsunum henn- ar og verkum. Hann leit í kringum sig. Svo gekk hann að kommóðunni og dró út efstu skúffuna. Nýstrauaðar svuntur, stífir kragar og mannséttur lágu í snyrtilegum haugum. í næstu skúffu voru náttkjólar, hand- taska, sem var tóm utan eins bíómiða. Óþolinmóðar leituðu hendur hans í skúffunni án þess að finna neitt. í þriðju skúffunni voru nærföt. Strax og hendur hans fóru að róta í henni, fann hann pappír. Hann dró út það, sem hann hafði fundið og stóð á gólf- inu með bunka af gulnuðum blaðaúr- klippum. Þær voru dagsettar fimm ár- um áður. Og allar fjölluðu þær um tökubarnið í Vrá. Hann las eina á fætur annarri. Svo braut hann þær saman aftur og lagði þær á borðið. Hann rétti úr sér og strauk andlitið með hendinni. Nú vissi hann af hverju Cristel hafði horfið. Skyndilega varð myndin skýr fyrir augum hans. Allt varð svo einfalt og samtímis greip hann örvæntingarfull ósk um að geta fært klukkuna aftur á bak, þannig að hann hefði uppgötvað það tveim vikum fyrr. Hann gekk að glugganum. Það var næstum dimmt úti og ljósin glömpuðu frá sjúkrahúsglugg- unum. Hér hlaut hún að hafa staðið oft og horft yfir að sjúkrahúsinu og hugsað um hin undarlegu örlög, sem einu sinni enn höfðu leitt hana og barn- ið saman. Hún hafði staðið hér kvöldið, sem hann beið eftir henni niðri? Hann mundi, hvernig hann hafði hlaupið upp stigann og bankað á hurð hennar án þess að fá svar. Það var kvöldið eftir að hún hafði verið hjá honum um nótt- ina...... Það var sem sagt þess vegna sem hún hafði ekki komið. Þennan dag höfðu blöðin skýrt frá fortíð Moniku — hann mundi, að hann hafði sjálfur lesið um hana, meðan hann drakk síðdegiskaffið á deildinni. Ef hún hefði einungis gert hann að trún- aAyndilega byrjaði Ulla að gráta hátt og örvæntingarfullt. Hún fól andlitið í höndum sér og allur líkami hennar skalf. Systir Magda gekk til hennar og lagði höndina róandi á öxl hennar. — Ég held, að Cristel hafi verið ást- fangin af Randers lækni. Mark fannst hann finna til einkenni- legs kulda. Inga sagði ekkert, en í and- liti hennar las hann það, sem hann vissi, að var sannleikur. Hann flýtti sér fram hjá hinum skelfda einkaritara og út í ganginn. Hann hljóp gegnum forstofuna og út í hauströkkrið. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.