Fálkinn


Fálkinn - 20.01.1964, Blaðsíða 9

Fálkinn - 20.01.1964, Blaðsíða 9
Kristján Friðriksson í ÚI- tíma: — Ég hef alltaf unnið lengstan vinnudag hjá mínu fyrirtæki — þó ég sé for- stjóri. Verkfallið setti furðu lítinn svip á bæj- arbraginn — að minnsta kosti tilsýndar. Alls staðar var krökt af fólki, húsmæður hlaðnar pinklum og umkomulausir eigin- menn fylgdu í kjölfarið, það var ekki að sjá að helmingur bæjarbúa væri í verk- falli. Ef til vill voru færri bílar á ferli og allar stærri verzlanir harðlæstar. Við þurftum þó ekki lengi að ganga til þess að komast að raun um að flest var öðruvísi en það átti að vera. í skartgripabúð Korne- líusar á Skólavörðustíg stóð eigandinn sjálfur á skyrtunni fyrir innan búðarborð- ið og ekki fleira fólk. Hann sagði okkur að „þeir“ hefðu komið í gær og hrakið frá sér afgreiðslustúlkurnar. ,,þeir“ hefðu komið aftur í morgun og sagt stúlkunum að hypja sig á nýjan leik og nú stæði hann einn uppi í lífsbaráttunni. Var auð- fundið að honum fannst ástandið ekki gott. — Mér þótti skjóta nokkuð skökku við að sjá Heimdellinga á verkfallsverði, sagði Kornelíus og ekki laust. við að hann væri hneykslaður, maður hefur frekar átt því að venjast að kommarnir tækju að sér svoleiðis verk! Ekki þurfti að fara í grafgötur við hverja var átt þegar Kornelíus sagði „þeir“. Það voru auðvitað þeir frá Verzl- unarmannafélaginu. í skóbúð Reykjavíkur stóðu tvær prúð- ar og snotrar stúlkur og teygðu sig upp í hillurnar eftir skókössum, þarna voru örfáir viðskiptavinir. Stúlkunum varð um og ó þegar við birtumst í dyrunum, þær gutu hornauga til myndavélarinnar sem Runólfur hafði um hálsinn, kannski var þetta nýtt leynivopn „þeirra“. Við spurð- um stúlkurnar hvort þær væru eigendur búðarinnar. Nei. Það var Magnús Víglunds- son SAVA. — Er hann ekki við? — Nei, hann var hér í morgun. — Var hann að afgreiða? — Nei. — En þið eruð kannski dætur hans? — Ekki alveg, svöruðu báðar einum rómi. Við afgreiðum hér að staðaldri. En við erum ekki í félaginu. Þess vegna höld- um við að þetta sé allt í lagi. Annars komu þeir („þeir“ aftur), hér í gær og svo komu þeir aftur í morgun og þeir sögðust mundu koma aftur eftir matinn og loka. Þéir voru margir saman og fylltu alveg út í búðina. Það var heldur eyðilegt og tómlegt um að litast inni í. verzluninni Eygló á Lauga- vegi. Þar var aðeins afgreitt í einni deild búðarinnar, roskin hjón og báru með sér 1»

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.