Fálkinn - 20.01.1964, Side 10
ÞEGAR
FORSTJÓRAR
FÓRII
AÐ
VIISIIMA
að þau væru eigendur en ekki afgreiðslufólk. Lárus Óskarsson kaupmað-
ur var heldur þungur á brún og sneri sér út í horn þegar hann sá mynda-
vélina, frú Hekla var aftur á móti skrafhreyfin og viðmótsþýð. En ekki
fannst henni ástandið gott.
— Þeir komu hér í gær, sagði hún, þeir voru ósköp kurteisir. Ég
reyndi að selja þeim kápu eða kjól, en þeir vildu ekkert kaupa.
— Kannski eiga þeir enga kærustu — eða konu, sögðum við.
— Ætli þeir séu ekki bara blankir, svarar frúin, eins og allir aðrir. ^
Maður getur sosum skilið aumingja fólkið.
Hún lyftir hendinni þegar Ijósmyndavélin blossar í annað sinn.
Nei! Ekki fleiri myndir! Þið verðið þá að kaupa kjól! Ekki viljum
við ganga að því og kveðjum nú með kurt og pí.
Næst liggur leiðin framhjá Egilskjöri. Aðaldyrnar eru læstar en
löng biðröð af fólki fyrir framan áfasta sjoppu. Þar stendur hópur af
ungum mönnum við afgreiðslu en einn við dyrnar og hleypir inn nokkr-
Framhald á bls. 28.
10 FALKINN
Ragnar í Markaðnutn:
— Alls ekki þreyttur í fót-
i-.num, enda á Dolcis-skóm.
Frú Hekla við afgreiðslu:
— Maður getur sosum skilið
aumingja fólkið.