Fálkinn


Fálkinn - 20.01.1964, Síða 14

Fálkinn - 20.01.1964, Síða 14
Ég man ekki hvor okkar Kalla það var sem byrjaði að minnast á drauga, enda skiptir það litlu máli. Hitt man ég að við vorum fljótir að tala okk- ur upp í æsing. Ég með drauga- trúnni, hann á móti. Þetta var alls ekki nýtt um- ræðuefni hjá okkur og hrein furða hvað við gátum enzt til að þrefa um þetta, því auð- vitað enduðu þessar umræður alltaf á sama veg, þannig að hvorugur sannfærði hinn. Þetta kvöld vorum við alveg sérlega vel upplagðir til að ríf- ast, höfðum smakkað mátulega mikið vín til að leysa tung- una, svo að rökin og gagn- rökin flugu eins og skæða- drífa á milli okkar. — Það er þýðingarlaust fyrir þig að bera á móti þessu, Kalli minn, sagði ég og sló hnefan- um í borðið til áherzlu. — Og það er jafn þýðingar- laust fyrir þig að halda þessari e idaleysu fram, sagði Kalli, og sió sínum hnefa einnig í borð- ið. | — Ætlarðu bara, vinur minn, að segja alla þá menn Ijúga, sem oft og mörgum sinnum hafa séð, heyrt eða á annan hátt orðið varir við eitthvað það sem alls ekki er hægt að útskýra nema sem drauga eða eitthvað frá öðrum heimi, hvað SMÁSAGA EFTIR FRANKLÍN ÞORÐARSOX EITT MÁL Á DAGSKR sem við viljum kalla það. Ýmsa mæta menn, ýmsa sannorðustu og vönduðustu menn, sem við báðir þekkjum, hélt ég áfram, ekki alveg á því að gefast upp. — Ojá, sagði Kalli, ég tel þá alla saman lygara. Þessar of- sjónir mínar eða ímyndanir blaðra þeir bara um til að gera sig merkilega. Og mér finnst alveg furðulegt af þér, ekki vitlausari en þú ert, að geta verið að hafa þetta eftir. Og hafa svo aldrei þótzt sjá neitt sjálfur, Það tekur þó út yfir. Ef þú gætir sýnt mér draug hérna á stundinni, eða lofað mér að tala snöggvast við dauðan mann, sem ég þekki, gegndi öðru máli. En það getið þið bara aldrei, þessir ímynd- unarveiku asnar, sem látið ein- hverja miðla eða ófreska menn ijúga ykkur fulla. — Er það ímyndun, Kalli ef einhver sér' mann hjá sér, sem enginn annar viðstaddur sér, þekkir hann ekki, en lýsir hon- um þannig að einhver annar þekkir þar látinn mann? Er þá bara alveg víst að hann lýsti ekki einhverjum sem hann sjálfur þekkti? Ég gæti sjálf- sagt núna á stundinni þótzt sjá mann hér í herberginu og lýst honum þannig að þú þekktir þar einhvern dauðan, bara ef þú hugsaðir þig vel um. Þannig héldum við Kalli áfram að jagast góða stund. Allt í einu vék hann sér að Grími og spurði: — Hvað leggur þú til mál- anna Grímur? Nú ert þú í odda- aðstöðu sem þriðji maðurinn og getur því gert annan orðlausan. Grímur hafði þagað á meðan á þessu stóð, setið rólegur og reykt pípu sína og sopið á gin- blöndunni annað slagið. — Ég býst varla við að mín svör sannfæri ykkur. Báðir virðast standa það fast á sinni skoðun. — En hver er þín skoðun? spurði ég og minntist þess nú og ég hafði aldrei heyrt Grím minnast á þessi mál, og ég furðaði mig á því. — Mín skoðun, tja, sagði Grímur og sló úr pípunni. — Mín skoðun er nú satt að segja sú, að þið hafið báðir nokkuð til ykkar máls. Ég er sammála Kalla í því að megin partur svokallaðra dulrænna frásagna sé ekkert annað en blekkingar og lygi. En hins vegar trúi ég því að til sé ýmis- legt það, sem ekki er hægt að útskýra. — Ég mótmæli þessu ein- dregið, sagði Kalli. Það er ekk- ert til sem kalla má dulrænt, allt slíkt er hægt að útskýra, og þolir ekki að hægt sé að blása á það. Grímur brosti. — Svo þú trúir þessu ekki, nei. Og einmitt þess vegna verða þú og þínir líkar aldrei varir við neitt, en ... — Á, var það ekki, greip Kalli fram í, sigri hrósandi. — En ef þú og þínir líkar verða varir við þetta eitthvað, getið þið þá líka útskýrt það? Stundum getið þið það ekki, en þið trúið ekki frekar fyrir því. — Sumir láta sannfærast, ef þeir reyna eitthvað sjálfir, skaut ég inn í. — Sumir láta líka af sann- færingunni, vinur minn, þegar þeir sjá að þeir hafa verið blekktir, svaraði Grímur. Við Kalli vorum engan veginn ánægðir með þessi til- svör Gríms. Hann virtist enga skoðun hafa á málinu, vera sammála okkur báðum, og það var vitanlega engin lausn á málinu. Það gat satt að segja oft verið erfitt að fá ákveðin svör út úr Grími, því hann er einn þessara hæglátu manna, sem ekkert getur sett úr jafn- vægi. Þar var aldrei neitt blað- ur út í bláinn. Hvert orð hans var vandlega yfirvegað. Hver hugsun rökrétt og skilmerki- lega framsett, þegar það loks- ins kom. En af nokkuð langri viðkynn- ingu sáum við Kalli þó, að hann var ekki á því að láta útrætt um málið. Við þögðum því en kveiktum okkur í sígarettum, supum á glösunum og horfð- um eftirvæntingarfullir á hann. Grímur þagði góða stund, dundaði sér við að troða í pípu sína, kveikti í henni, hallaði sér aftur í stólnum og leit bros- andi á okkur Kalla. — Jæja, drengir mínir, sagði hann svo. — Ég sé nú að kom- inn er háttatími fyrir sóma- kæra borgara, en ef þið nenn- ið að vaka lengur var ég hálf- partinn að hugsa um að segja ykkur frá smá atviki úr lífi mínum, sem rifjaðist upp fyrir mér þegar þið fóruð að þrefa þetta áðan. — Já, blessaður láttu okkur heyra, sagði ég ákafur. — Nú, það er bara forláta draugasaga undir svefninn. Ættum við kannski að slökkva ljósið, sagði Kalli háðskur. — Ætli það sé vert. Kannski Framhald á bls. 31. 14 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.