Fálkinn


Fálkinn - 20.01.1964, Síða 17

Fálkinn - 20.01.1964, Síða 17
þá karlmenn of snemma, sem geta svikið ástmeyjar sinar á hátindi ástar sinnar né ætti að skilgreina þá sem léttúðuga. Undanbragð er þeim ógeðfellt og þeir myndu ekki láta sig dreyma að rugla hamingju sinni saman við ánægjrma. Marta beið eftir að ég hreinsaði mig. Svo grátbað hún mig að fyrirgefa sér ásakanir hennar. Það gerði ég, en ekki án nokkurrar fyrirhafnar. Hún skrifaði húseigandanum, og bað hann kaldhæðnislega að vera svo góðan að lofa mér í fjar- veru hennar að opna dyrnar fyrir einni vinkonu hennar. XXIV mjúkar og meyrar og heitar af sól. Föður mínum hafði aldrei tekizt að fá mig til að annast garðinn eins og bræður mínir gerðu, en hér annaðist ég garð Mörtu. Eg rakaði og reytti arfa. Þegar heitur dagur var kominn að kveldi, fann ég til sama höfga stoltsins við að vökva þyrsta jörðina og blómin eins og að metta þrá konu. Mér hafði alltaf fundizt góðmennska dá- lítið fíflaleg, en nú skildi ég mátt hennar. Blómin blómstr- uðu vegna þess, að ég hugsaði um þau, hænsin sváfu í skugg- anum eftir að ég hafði gefið þeim kornið. Hvað annað en góðmennska? Hvað annað en eigingirni? Visnuð blóm og sveltandi hænsni hefðu dreift sorg um eyju ástar okkar. Kom- ið og vatnið úr hendi minni var öllu fremur handa mér en hænsnunum og blómunum. Á þessu vori hjarta míns gleymdi ég eða fyrirleit síðustu uppgötvanir mínar. Ég sam- þykkti þetta óstýriláta líf eins og það væri endir alls gáska. Þessi síðasta vika ágústmánað- ar og septembermánaðar voru auk þess eini raunverulegi hamingjutími minn. Ég hafði ekki rangt við og særði hvorki mig né Mörtu. Ég sá engar hindranir framundan. Sextán ára dreymdi mig það líf, sem maður vonast eftir síðar. Við myndum búa upp í sveit, við myndum eiga eilífa æsku. Ég lá við hlið hennar á gras- flötinni og gældi við andlit hennar með grasstrái. Ég út- skýrði hægt og rólega fyrir Mörtu, hvernig líf okkar myn, i verða. Frá því hún kom aftur hafði Marta verið að leita ; 3 íbúð handa okkur í París. Augu hennar myrkvuðust, þegar ég sagði henni, að ég vildi búa upp í sveit: „Ég hefði aldrei þorað að biðja þig um það,“ sagði hún. „Ég hélt þú yrðir of leiður á að vera einn með mér og að þú kysir borg- ina fremur.“ „En hvað þú þekk- ir mig lítið,“ svaraði ég. Ég hefði viljað búa nálægt Mandres, þar sem rósir eru ræktaðar. Við höfðum farið þangað í gönguferð dag nokk- urn og þegar ég hafði borðað með Mörtu í París og var kom- inn upp í síðustu lest, hafði ég áf tilviljun fundið ilminn af Framhald í næsta blaði. Marta kom aftur í ágúst- lok, hún fór ekki aftur til J .... en bjó í húsi foreldra sinna, meðan þau framlengdu orlof sitt. Þetta nýja baksvið, þar sem Marta hafði eytt allri ævi sinni, fyllti mig losta. Þreytan og hin leynda þrá að sofa einn var nú gleymt. Ég eyddi ekki einni einustu nótt undir þaki foreldra hennar. Ég logaði af ástríðu, mér lá mikið á. Ég lét kertið brenna í báða enda eins og fólk, sem verður að deyja ungt. Þessi meyjarskemma, sem hún hafði bannað Jacques að koma í, var núna svefnherbergi okkar. Mér þótti gaman að horfa í hin alvarlegu augu henn ar bak við síðustu-kvöldmál- tíðarskikkju hennar yfir hið hið mjóa rúm. Ég lét hana stara á aðra mynd af sér, þeg- ar hún var ung, svo að barn okkar líktist henni. Ég gekk glaður um þetta hús, sem hafði séð hana fæðast og horft á hana þroskast í konu. í geymsluher- berginu þreifaði ég á vöggu hennar og óskaði þess að sjá hana aftur í notkun og lét hana taka fram hinar litlu blússur sínar. Ég saknaði ekkert íbúðarinn- ar í J.....þar sem húsgögnin skorti töfra heimilslegra hluta. Þau kenndu mér ekki neitt. En hér aftur á móti hver hlutur frá Mörtu lilu. Og hér bjuggum við líka eins langt frá bæjarstjórnarfulltrú- um og húseigendum. Við fórum ekki frekar út en við værum villimenn og gengum sem sagt nakin um eyðimerkureyju garðs okkar. Við lágum saman á grasflötinni og átum. Munn við munn ræddum við um plómumar, sem ég hafði tínt, FALKINN 17

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.