Fálkinn


Fálkinn - 20.01.1964, Blaðsíða 24

Fálkinn - 20.01.1964, Blaðsíða 24
Þa8 virSist harla ótrúlegt að gullnáma, sem sannar- lega hafði að geyma dýran málm, sem metin var á milljónir sterlingspunda skyldi týnast ... og jafnvel enn ótrúlegra að einhver virðist halda yfir henni verndarhendi, reiðubúinn að drepa ef þörf krefur ... f Það má vissulega segja með rétti. að þeim detti allt í hug í Ameríku, en það kom mér þó skemmtilega á óvart, þegar ég nýlega rakst á bridgeþraut í stórri aug- lýsingu frá kaffifyrirtæki í einu af stærstu blöðum Bandaríkjanna. Há verðlaun voru I boði fvrir að leysa þrautina og við skulum líta á hana. Meðan Rommel stóð í herferðum sankaði hann að sér mikl- um fjársjóðum, gulli og gimsteinum og jafnvel listaverkum. En megnið af auðæfum hans er týnt og tröllum gefið, and- virði þeirra var talið milli 30 og 35 milljónir. Sumir þykjast þó vita hvað orðið hefur af þeim .. Undir lok heimstyrjaldarinnar síðari Iét lítið kaupskip úr höfn í Korsiku. Svo var sagt að áhöfnin hafi gert allt til þess að láta skipið líta hversdagslega út. Þetta litla skip var ekki einu sinni búið vopnum. En um borð voru auðæfi meiri en dæm> eru til að skip hafi flutt. í sex vatnsþéttum kÖssum í lestinni var jafnvirði 30 til 35 milljóna sterlingspunda í gulli, silfri, gimsteinum og listaverkum. Um borð í skipinu voru samankomin auðæfi sem Rontmel hafði viðað að sér þau ár sem hann stjórnaði herferð sinni um Norður-Afríku. f öryggisskyni hafði fjársjóðurinn verið fluttur á laun til Korsíku. Nú hafði sú skipun verið gefin að fjársjóðurinn skyldi fluttur til Berlínar þar sem hans var þörf. Afferma skyldi skipið í ítalskri höfn og síðan skyldi farmurinn fluttur með sérstakri lest til Berlín. Þó fór svo að draumur nazista um að verja fjársjóðnum til að halda styrjöldinni til streitu, rættist aldrei. Skipið náði aldrei höfn. Mennirnir, sem gættu þessa dýra farms voru fjórir liðs- foringjar úr Afríkuherdeildinni og tveir aðrir liðsforingjar. Af yfirlögðu ráði var varðliðið þunrskipað til þess að vekja ekki grunsemdir. Þó varð ein lítil tilviljun til þess að fjársjóður Rommcls komst í hættu. Skömmu eftir að skipið lét úr höfn birtust flugvélar Banda- manna og gerðu á það árás. Flugvélar þessar voru á venju- legu könnunar- og árásarflugi. Þýzku liðsforingjarnir urðu strax flemtri lostnir er þeir sáu fram á að hinn dýri farmur kynni að lenda á hafsbotni. Þeir skipuðu skipstjóranum að snúa við og stefna á grunn- sævið undan strönd Korsíku. Enginn veit með vissu hvað þeim var í huga, en ýmsir telja að þeir hafi haldið að Bandamenn hefðu komist á snoðir um farm skipsins og flugvélarnar væru sendar í þeim tilgangi einum að granda auðæfunum. í það minnsta gáfu þeir skipstjóranum skipun um að varpa akkerum. Síðan var kössunum sex lyft fyrir borð og þeir látnir sökkva í djúpið. Þarna hurfu 30 milljónir sterlingspunda virði í blátt Mið- jarðarhafið. Og síðan hefur enginn augum litið fjársjóð Rommels. Það hefur sýnilega verið ætlun liðsforingjanna að koma aftur og sækja fjársjóðinn í góðu tómi. En ekki fengu þeir allir ráðrúm til þess. Það þarf engan að undra þótt herstjóm Þjóðverja væri síður en svo ánægð með þessar aðgerðir. Er ljóst var nokkurn veginn um staðinn sem fjársjóðnum hafði verið sökkt á, voru liðsforingjarnir fjórir leiddir fyrir herrétt. Enginn vafi gat leikið á um dómsorðið þegar í húfi voru þvílík verðmæti. Þeir voru skotnir, allir fjórir. En nú fór að síga á ógæfuhlið fyrir Þjóðverjum og þeir höfðu öðrum hnöppum að hneppa en gera út björgunarleið- angur til Korsíku. Og loks var svo komið í stríðslok að ein- ungis tveir menn höfðu einhverja hugmynd um hvar auðæfi Rommels voru niðurkomin. Það voru liðsforingjarnir tveir. Opinberum skjölum hafði verið brennt þegar sókn Bandamanna nálgaðist... nú var ekki á neitt að treysta nema minnið. Síðan hefur ýmislegt komið á daginn um fjársjóð Rommels. Tekist hefur að hafa upp á öðrum liðsforingjanum. Franska ríkisstjórnin hefur þegar látið fara fram rann- sókn eftir að hafðist upp á eina verðinum sem eftir lifir. Honum voru boðin 7 punda laun á viku fyrir lífstíð ef hann gæti vísað á fjársjóðinn. Því miður mistókst áætlun Frakkanna. Nú er brezk nefnd þeirrar skoðunar að maðurinn hafi vísað þeim á villigötur þar eð honum hafi þótt 7 pund á viku ekki nægileg verð- laun fyrir 30 milljónir. Formaður nefndarinnar, Kilbracken lávarður, fyrrver- andi blaðamaður hefur haft upp á manni sem gæti orðið þeim þægur ljár í þúfu. Hins vegar er ekki vitað hvort hér sé um að ræða sama manninn og Frakkarnir reyndu við, hvort hann mundi fáanlegur að leysa frá skjóðunni. Hins vegar er vitað að Bretarnir hafa vonir um að finna fjársjóð Rommels áður en líður á löngu. Enginn vafi leikur á því að gersemarnir hafa ekki spillst á hafsbotni, svo vandlega var um þær búið í vatnsþéttum kössum. Nú veltur allt á því að minni Þjóðverjans hafi ekki bilað. Enn virðist enginn hafa látið sér til hugar koma að leita uppi áhöfn skipsins sem flutti hinn dýrmæta farm. Ef til vill höfðu þeir enga hugmynd um hvilíkan fjársjóð þeir höfðu í lestinni. Það var vafasamt að Þjóðverjarnir hafi Framhald á bls. 28. 4 FÁLK.1NN A K-D-9 V ♦ D-7-6 * Á-K-10-9-7-6-4 A G-8-2 V Á-K-l 0-6-3 ♦ K-8-5 * G-2 A Á-10-7-5-4-3 V D-G-9 ♦ Á-9-3 * 5 A 6 V 8-7-5-4-J ♦ G-10-4-2 * D-8-3 Suður á að vinna sex spaða. Vestur spilar út hjarta- kóng. Og nú ætla ég að biðja ykkur að lesa ekki lengra fyrst um sinn, en hins vegar einbeita ykkur að lausn þrautarinnar. Og þá, hún er ekki eins létt og ykkur virtist í fyrstu, ekki satt? — Þið reynduð að gera hjartagosann góðan, með því að ná ásnum hjá vestri, og þið reynduð að spila litlum tígli á drottninguna. en það vantar samt alltaf eitthvað. Maður verður að gera sér grein fyrir að laufaliturinn i blindum bjargar samningnum, og til þess verður að nýta vel spaðainnkomurnar. Því á að spila þannig. Hjartakóngur er trompaður með spaða 9, en síðan er laufaás og kóng spilað og á kónginn kastar suður hjartagosa að heiman! Enn er laufi spilað frá blindum, og það trompað með spaðaás! Komuð þið auga á þetta? Spaða er spilað og tekið á drottningu. Þegar laufa 10 er nú spilað og hjartadrottningu kastað að heiman eru dagar vesturs taldir. Hann getur trompað og haldið áfram í hjarta, en nú á suður ekkert hjarta. Hann getur því trompað heima og spilað spaða, tekið á kónginn í blindum. Þar með hverfur síðasta tromp vesturs, og tígultapslagirnir hverfa í laufið. Trompi vest- ur ekki kastar suður tígli í næsta lauf, og það eina, sem vestur fær, p" : frompi. Skemmtilegt s> . untileg hugmynd þetta með auglýsinguna fyrir þá, sem gaman hafa af bridge- þrautum. FALMNN 25

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.