Fálkinn


Fálkinn - 20.01.1964, Síða 34

Fálkinn - 20.01.1964, Síða 34
Heitt ostabrauö Annaðhvort getum við alls ekki þolað heitan »st, eða okkur finnst það eitt af því bezta, sem við leggjum okkur til munns og sem betur fer eru fleiri í seinni hópnum. Úr gömlu eða nýju brauði, allskyns afgöngum úr matar- skápnum og svo náttúrlega osti og kryddi, karrý, papriku, sinnepi, pipar, koma gómsætir réttir úr ofninum. 1. Ostabrauð með reyktu fleski. Skerið skorpuna af brauðinu, ristið það annars vegar, smyrjið hina hliðina þunnt með smjöri, stráið þykku lagi af rifnum osti þar ofan á. Setjið litla bita af reyktu fleski ofan á ostinn. Hrær- ið örlítið af cayennapipar með Vi tsk. af sinnepi, sett ofan á. Sett inn í heitan ofn, þar til osturinn er búinn að fá lit. 2. Ostabrauð með chutney. Ristið brauðið annars vegar; smyrjið chutney á hina hliðina og leggið þykka sneið af osti á. Látið inn í heitan ofn, þar til osturinn er orðinn fljótandi og gylltur á lit. 3. Ostabrauð með rækjum og humar. Skerið hveitibrauðsneiðar í þríhyrn- inga. Búið til þykka, hvíta sósu. Setjið rækjur og humar saman við. Sett á brauðsneiðarnar og þar ofan á bragð- sterkur ostur, rifinn. Smjörbitar settir ofan á ostinn. Sett í heitan ofn, þar til osturinn er bráðinn. 4. Ostabrauð með möndlum. Flysjið möndlurnar, saxið þær gróft, ristið þær litillega í smjöri. Blandið saman rifnum osti og rjóma, svo úr verði þykkur grautur, setjið ríflega helminginn af möndlunum saman við, kryddað með salti og pipar. Sett á hveitibrauðsneiðar, afgangnum af möndlunum stráð yfir. Steikt í vel heitum ofni, þar til komnir eru dökkir kantar. 5. Heitt ostabrauð með kryddsíld, lauk og eggi. Skerið út kringlóttar, skorpulausar sneiðar af rúgbrauði, ristið þær annars vegar. Smyrjið hina hliðina lítillega með smjöri og setjið þar ofan á eggja- rauðu, smáttsaxaða kryddsíld (ansjós- ur) og dálítið af smátt skornum lauk. Rifnum osti stráð yfir. Sett inn í heitan ofn. Borið fram með kældum tómat- safa. 6. Heitt ostabrauð með vínberjum. Skerið skorpuna af hveitibrauði, smyrjið það annars vegar með smjöri, raðið hálfum, steinlausum vínberjum þar ofan á . Ostsneið lögð ofan á vín- berin. Sett inn í heitan ofn, þar til ost- urinn er bráðnaður og gylltur. <■■■*■ 34 FALKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.