Fálkinn


Fálkinn - 20.01.1964, Side 36

Fálkinn - 20.01.1964, Side 36
PANDA DG TDFRAMAÐURINN MIKLI „Það var reglulega ljótt af þér að láta vesalings vörðinn hverfa,“ æpti Panda að Gogga. „Þú misnotar töfra Plútanusar.“ „So-so ekki æsa þig upp litli karl. Vörðurinn var mjög taugaóstyrkur og hefur bara gott af smá hvíld,“ sagði Goggi. „Auðvitað var hann taugaóstyrkur þegar hann sá, að þú ætlaðir að stela peningum bankans,“ sagði Panda. „En heyrðu, ég heyri að fleiri verðir koma, ég hugsa að þeir verði líka taugaóstyrkir. þegar þeir sjá okkur héma.“ „Utan- garðsmenn koma,“ sagði Plútanus, sem sveif um loftið. „Það verður enginn innri friður hérna meir.“ „Við skulum flýta okkur héðan,“ flýtti Goggi sér að segja. „Utangarðsmenn geta verið svo æstir.“ „Samþykkt, leiðsögumaður,“ sagði Plútanus, „nú skalt þú bara hugsa þér staðinn, sem þú vilt fara á og ég flyt okkur þangað.“ Goggi hélt fastar utan um peningapokana, sem hann hafði stolið og óskaði sér að vera kominn í dýra hótelíbúð, þar sem hann gæti eytt stolnu peningunum. Og innan skamms mynduð- ust þeir úr þokunni inni inni í einni slíkri íbúð. „Mjög skjótur og hagkvæmur flutningsmáti," taut- aði Goggi og litaðist um. „Og .. “ hann stanzaði og leit á tómar hendur sínar, þar sem peningapokarnir áttu að vera. Þeir höfðu algerlega horfið á ferðalaginu. Goggi var óskaplega aumur, er hann sá að peningana vantaði. „Ég var með poka undir höndunum," vældi hann. „Þeir urðu eftir í geymslunni,“ svaraði Plút- anus. „Því sá sem ferðast eftir reglum innri heims, þarfnast ekki peninga.“ ,,Það er galli við slík ferða- lög,“ nöldraði Goggi. ,Nei, það er galli að þarfnast þessara peninga, sem þið í ytri heimi dýrkið svona,“ svaraði Plútanus. í þessu opnuðust dyrnar og hótle- stjórinn stóð þar brosandi. „Ó þetta var óvænt ánægja. Ég sá ekki þegar þið komuð, svo ég gat ekki tekið á móti ykkur eins og þessi íbúð verðskuldar,“ sagði hann smeðjulega. „En við skulum bæta fyrir þá yfirsjón strax.“ Hann opnaði dyrnar betur og mikið þjónalið streymdi inn, með veizluföng. „Þessir hérna ytraheimsbúar eru vissulega snillingar," sagði Plútanus. „Þeir eru nú ekki að gefa okkur þetta,“ sagði Panda. „Við verðum að borga fyrir þetta.“ „Með peningum...“ sagði Goggi. „Og við eigum enga.“ Panda horfði áhyggjufullur á þjónana bera kræsing- ar inn. ,Hamingjan sanna, þetta kemur til með að kosta eitthvað ásamt þessari dýru íbúð,“ hugsaði hann. , Hvernig eigum við að borga þetta?“ Er þjón- arnir voru farnir bukkaðj hótelstjórinn sig og afsak- aðí að hann skyldi ekki hafa getað látið þá félaga fá '^onungsíbúðina, en hún væri þvi miður upptekin marg milijónerann, Berg greifa. „Marg milljón- erann,“ endurtók Goggi og lifnaði við, en við hótel- stjórann sagði hann fúll: „Þér hefðuð mátt láta okk- ur fá eitthvað skárra en þetta, en við gerum okkur það að góðu í þetta skipti. Þér megið fara.“ Er hann var farinn tók Goggi ósvikið til matar síns. „Fáðu þér líka Panda, það kostar ekkert,“ sagði hann. „Nú, hver á svo sem að borga?“ spurði Panda. „Bergur greifi, auðvitað,“ sagði Goggi kampakátur. 1-j i ij ú

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.