Fálkinn


Fálkinn - 20.01.1964, Síða 37

Fálkinn - 20.01.1964, Síða 37
Eitt mál á dagskrá Framh. af bls. 31. Ég hafði eignast sérlega góðan vin meðal þeirra, háseta á aldur við mig og sú vinátta átti eftir að verða varanlegri eftir að ég kynntist systur hans. Jæja, það er nú kannski auka- atriði, og þó. Þessi vinur minn var einmitt nýtrúlofaður um þetta leyti, og fannst hann því ekki eiga samleið með félögum okkar, sem sóttust ákaft eftir kynnum við lausakonur staðar- ins. Þar sem mér var hans félagsskapur kærari en annarra fórum við að brjóta heilann um hvernig við gætum eytt tímanum meðan á viðgerðinni stæði. Eftir stuttan tíma kom- umst við að því að stuttan spöl frá þorpinu, svona 15— 20 km í burtu væri vatn nokkurt, sem í væri mikið af silungi. Eftir nokkrar umræður kom okkur saman um að gaman væri að skreppa þangað, hafa tjald og nesti, og veiða, svo sem í einn eða tvo daga. Er nú ekki að orðlengja það að eftir nokkrar bollaleggingar létum við einskis ófreistað að hrinda þessu í framkvæmd. Veiðileyfi var auðfengið, sömuleiðis nesti, prímus, veiðistengur og svefn- pokar. En illa ætlaði að ganga með tjaldið. Tjöld fengust ekki keypt á staðnum, og fáir virt- ust eiga tjald. Þar til loks við rákumst á karl nokkurn sem kvaðst jú eiga eitt, en var ákaflega tregur til að lána það. Lengi þaufuðum við í honum og loks lét hann undan, en bað okkur lengstra orða að fara vel með það, því sér væri annt um gripinn. Auðvitað lof- uðum við því, og brostum í kampinn að karli. Svo lögðum við upp seint á laugardag. Fengum við jeppa til að flytja okkur eins nálægt vatninu og bílfært var, borguðum bílstjór- anum og báðum hann að sækja okkur um miðjan mánudag, og lofaði hann því. Við tókum þá dót okkar og roguðumst með það til vatnsins. Völdum okk- ur þar góðan stað og reistum tjaldið. Þetta var nokkuð stórt tjald, svona þrír metrar á lengd, úr þykkari tjalddúk en venja er í tjöldum, og ákaf- lega vandað að allri gerð. Þegar við höfðum komið okkur fyrir og fengið okkur bita var orðið þó nokkuð framorðið, samt kom ekki annað til mála en að fara að reyna að veiða, svo við tókum stengurnar og fórum að kasta. Vatnið var ekki mjög stórt, en langt og mjótt í lag- inu, svona á að gizka þrjú til fjögur hundruð metrar frá enda til enda, og um hundrað til hundrað og fimmtíu metra breitt, þar sem það var breiðast. Margir smálækir runnu í vatnið úr fjallahlíðunum sunn- an og vestan. í norður voru gróðurlítil holt og melar, en í austurátt rann frekar vatns- lítil á úr vatninu, milli kletta. Við höfðum tjaldað á sléttri og fallegri flöt sunnan við vatn- ið. Ekki virtumst við ætla að verða fisknir, því tímunum saman dorguðum við án þess að verða varir. Við gengum sinn hvors vegar kringum vatn- ið þar til við mættumst við ána að austan, og hafði þá hvorugur fengið neitt. Við hlógum bara að þessu þvi auðvitað var sjálf veiðin ekkert aðalatriði. Nú var orðið nokkuð áliðið kvöldsins og farið lítilsháttar að skyggja, eða eins og um þetta leyti sumars komið hálf- gagnsætt húm. Veðrið var ein- staklega gott, blæjalogn og hlýtt, himininn skafheiður og blár og lofaði sólskini að morgni. Ég var orðinn latur á veiði- skapnum og stakk upp á því að við færum að stinga okkur í bólið. En vinur minn var ekki aldeilis á því, þóttist finna það á sér að sá stóri ætlaði að bíta á hjá sér í kvöld, en hélt að sumir silungar væru svo miklir nátthrafnar að þeir tækju ekki fyrr en í myrkri. Það varð því úr að ég labbaði heim til tjalds- ins, en hann varð eftir. Mitt fyrsta verk var að kveikja á prímusnum og hita okkur kaffi. Bjóst ég fastlega við að vinurinn nennti ekki að dorga lengi ef ekkert biti á. Þegar kaffið var orðið heitt fór ég út úr tjaldinu og ætlaði að kalla á hann, en sá að hann var enn á sama stað, fyrir austan vatnið og myndi því ekki heyra þó ég kallaði, fyrir niðnum í ánni. Ég fékk mér því kaffi sjálfur og slökkti á prímusnum. Strákurinn yrði þá að hita aftur ef kaffið yrði orð- ið kalt þegar hann loksins kæmi. Svo skreið ég í annan svefnpokann og sofnaði von bráðar. Ég var aðeins ný sofnaður þegar ég hrökk upp með and- fælum án sýnilegrar ástæðu. Vinur minn var enn ókominn en samt fannst mér sem ég væri ekki einn í tjaldinu. Fannst eins og einhver væri eitthvað að bauka fremst i því. Ég lá kyrr og hlustaði, en heyrði ekkert. Það var meira en hálfrokkið í tjaldinu og ég sá ekkert. Þá hugsaði ég að þetta hefði bara verið mús eða hundur, sem komið hafði inn um opnar tjalddyrnar, og væri að snuðra í dótinu okkar. Ég tók eldspýtustokk hljóðlega úr vasa mínum og kveikti, en sá ekki neitt. Jæja, hugsaði ég. Þetta hefur bara verið mús, sem lagt hef- ur á flótta þegar hún heyrði til mín. Og ég lagðist aftur fyrir og hélt áfram að sofa. Þegar ég var rétt að festa svefninn hrökk ég upp aftur, og enn fann ég til þess sama, að ég væri ekki einn í tjald- inu. Og nú heyrði ég auk þess greinilega suð í prímus og fann lykt af steiktum fiski með miklum lauk. Mér varð undar- lega við, þó ekki væri ég hræddur, hafði aldrei myrkfæl- inn verið né trúað á drauga. Ég lá grafkyrr og braut heil- ann af alefli um þetta undar- lega fyrirbæri, en fann enga skýringu. Þá fannst mér allt í einu að ég vissi að inni í tjaldinu hjá mér væri unglingspiltur að steikja fisk á pönnu. Hvernig ég vissi það, get ég ekki útskýrt því ég sá hann ekki. Það var svipað og að snúa baki í mann sem maður var að enda við að horfa á, og sér hann í hugan- um af því maður veit að hann er þar, hvernig hann er og hvað hann er að gera. Þannig var þetta. Ég var alveg laus við hræðslu, fannst miklu frekar nálægð þessa unglings þægilegur félagsskapur. Svona leið drykklöng stund, eða á að gizka korter. Þá fann ég að inn í tjaldið komu tveir menn aðrir. Og nú heyrði ég óm af mannamáli. Orðaskil heyrði ég ekki. Það var líkt og truflanir í útvarpi þegar aðeins heyrist slitrótt rödd, sem ó- mögulegt er að skilja. En samt með sömu tilfinningunni og ég skynjaði nálægð þeirra, vissi ég að þeir töluðu þýzku. Nú vitið þið kannski báðir að ég skil ekki orð í því máli. Þessir nýkomnu menn gengu inn eftir tjaldinu og um leið og þeir komu til móts við mig, þar sem ég lá, fannst mér ís- kuldi leggja frá þeim, og það var eins og ég yrði allur dof- inn. Annar þeirra kom alveg fast að mér og eins og laut alveg yfir mig. Og nú varð ég hræddur, ekki bara smáskelkaður, heldur dauð- logandi hræddur mig langaði til að öskra upp eða þjóta út, en kom ekki upp nokkru hljóði, né heldur gat ég hreyft mig, svo yfirkominn var ég af skelfingu. Ég hef aldrei orðið neitt svipað þvi eins hræddur á ævi minni. Þá gengu mennirnir aftur framar í tjaldið og héldu sam- ræðum sínum áfram. Nú fann ég að þeir fóru að borða. Tal þeirra varð stöðugt háværara og mér virtust þeir ósáttir. Unglingurinn gaf stöku sinn- um orð í en það virtist espa hina um helming. Svo skipti það engum togum að allt í einu voru þeir komnir í hörku slags- mál. Ég heyrði hvernig þeir blésu, stundu og slógu hvor annan og veltust að ég held, allir þrír, fram og aftur um tjaldið. Síðan barst leikurinn út úr því. Allt í einu heyrði ég skerandi sársaukavein og ég vissi að það var unglingurinn sem æpti. Þá spratt ég á fætur og æddi fram í tjalddyrnar vit- stola af skelfingu. Úti var dauðaþögn en samt fann ég návist mannanna fyrir utan. svo heyrði ég sagt á þýzku: Er ist tod. Þið vitið kannski hvað það þýðir? — Já, skaut ég inn í. Það þýðir: Hann er dauður. — Jæja, hélt Grímur áfram, en í þetta skipti skildi ég það alveg þó ég hefði aldrei heyrt þessi orð fyrr, jafn greinilega og þau hefðu verið sögð á hreinni íslenzku. Og í sama bili fann ég að annar maðurinn gekk framan að mér og ætlaði víst inn í tjaldið. Ég hörfaði undan en rak hælana í eitt- hvað og skall endilangur aftur yfir mig og missti meðvitund, sjálfsagt af hræðslu. Þar lá ég svo þegar vinur minn kom nokkru seinna og varð auðvitað undrandi og dauðhræddur að sjá mig liggja svona. Ég rakn- aði fljótt við og tautaði ein- hverja afsökun, sagðist bara hafa dottið svona klaufalega og komið hart niður á hnakkann. Af einhverjum ástæðum vildi Framhald á bls. 39. FÁLKINN 37

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.