Fálkinn


Fálkinn - 20.01.1964, Qupperneq 43

Fálkinn - 20.01.1964, Qupperneq 43
ið gæfu til að vera búin að eignast skip. Strax eftir að heimsófriðin- um lauk árið 1918 og mögu- leikar voru á að semja um smíði skipa, hófst félagið handa um útvegun nýrra skipa. Fé- lagið átti nú aðeins tvö skip e. s. ,,GULLFOSS“ og e. s. „LAGARFOSS“, sem keyptur var árið 1917 í stað e. s. „GOÐAFOSS", sem strandað hafði við Straumnes norðan við Aðalvík 30. nóvember árið 1916. Fjölgaði nú skipum félags- ins brátt, og á áratugnum 1920 —1930 lét félagið smíða þrjú skip, es. „GOÐAFOSS“, e. s. „BRÚARFOSS" og „DETTI- FOSS“, en keypti auk þess af ríkissjóði notað skip, sem smíð- að var árið 1914. Fékk þetta skip nafnið „SELFOSS en hafði áður heitið Willemoes. Árið 1930 átti félagið sex skip, samtals 8085 brúttótonn og var þá stöðvun á útvegun nýrra skipa. Stafaði það einkum af því, að á þessum árum átti þjóðin í allmiklum gjaldeyris- örðugleikum og enda þótt félag- ið sjálft ætti nokkuð fé í sjóð- um sínum til þess að kaupa fyrir eða láta smíða skip, þá voru þeir sjóðir í íslenzkum krónum, sem ekki var unnt að fá yfirfærðar í erlendan gjaldeyri til greiðslu á andvirði nýrra skipa. Þegar styrjöldin skall á þann 1. september 1939, olli það að sjálfsögðu miklum truflunum á siglingum félagsins og fækk- aði ferðum skipanna milli landa. Tvö af skipum félags- ins e. s. „Goðafoss og e. s. „Dettifoss“ hófu siglingar til New York strax eftir að ófrið- urinn brauzt út, þar eða sigl- ingar til Þýzkalands voru al- gjörlega útilokaðar, þrjú skip: E. s. „Gullfoss“, e. s. „Lagar- foss“ og e. s. „Selfoss“ sigldu til Norðurlanda, aðallega Dan- merkur, en e. s. ,,Brúarfoss“ hélt uppi ferðum til Englands. Eftir að Þjóðverjar tóku Dan- mörku og Noreg hernámi árið 1940, lögðust siglingar til Norð- urlanda alveg niður. í þessari síðari heimsstyrjöld missti félagið þrjú af skipum sínum vegna hernaðaraðgerða, skipin e. s. „Gullfoss", e. s. „Goðafoss“ og e. s. Dettifoss“. Það var mikið áfall og einkum vegna þeirra mörgu mannslífa, sem týndust með tveimur síðar- nefndu skipunum. Á þessu tímabili eignaðist félagið eitt skip, e. s. ,,FJALLFOSS“ .og átti því ekki nema 4 skip í lok stríðsins, samtals um 5000 brúttótonn. Varð félagið því að mestu að byggja starfsemi sína á þeim árum á erlendum leigu- skipum, og fóru erlend leigu- skip, sem sigldu á vegum félagsins, 35 ferðir milli landa árið 1945. Á aðalfundi 1945 var sam- þykkt tillaga um heimild fyrir félagsstjórnina til þess að láta smíða eða kaupa allt að sex skip fyrir félagið. Félagsstjórn- in samdi, þegar þetta sama ár við skipasmíðastöð Burmeister & Wain’s í Kaupmannahöfn, um smíði á þremur vöruflutn- ingaskipum, hverju um sig 2600 brúttótonn að burðar- magni og með farþegarými fyrir 12 farþega, og ennfremur á einu skipi, sem væri fyrst og fremst farþegaskip, nokkru stærra en skip það, sem samið hafði verið um smíði á árið 1939, en hætt var við að smíða vegna stríðsins. Smíði þessara skipa var lokið og komu þau til landsins á árunum 1948— 1950, m.s. „GOÐAFOSS“, m.s. „DETTIFOSS“, m.s. „LAGAR- FOSS“ og m.s. GULLFOSS". Auk framangreindra skipa, festi félagið kaup á tveimur nýlegum vöruflutningaskipum, „TRÖLLAFOSS“, sem keyptur var í Bandaríkjunum árið 1948 og stærsta skipið í eigu félags- ins, smíðað árið 1945, og „REYKJAFOSS“, sem keyptur var árið 1951. Á árunum 1951—1960 lét félagið enn smíða fjögur vöru- flutningaskip: „TUNGUFOSS", „FJALLFOSS", SELFOSS“ og „BRÚARFOSS". Jafnframt seldi félagið eldri skip sín, sem öll voru gufuskip, og má því segja, að á þeim árum hafi tímabil gufuskipanna endað í sögu félagsins, og að félagið hafi þá lokið við að endurnýja skipastól sinn, þar sem elzta skipið í eigu félagsins var smíðað árið 1945. Upp frá þessu hafa öll skip félagsins verið mótorskip, sem eru miklum mun hagkvæmari en gufuskip- in, sem kynnt eru með kolum eða olíu. Þau eru líka hrað- skreiðari og á allan hátt af- kastameiri en hin eldri skip. Þrátt fyrir það að skipastóll félagsins var orðinn 10 skip árið 1960, samtals 30 þúsund tonn að burðarmagni, fullnægði hann ekki þörf landsmanna fyrir vöruflutninga að og frá landinu. Talið var rétt á síðast- liðnu ári að auka skipastólinn um 2—3 vöruflutningaskip, en af minni gerð en áður höfðu verið keypt, og ódýrari í reksri en hin stærri skip félagsins og auðveldlega gætu athafnað sig á hvaða höfn sem er á landinu, en hafnarskilyrði eru ekki alls- staðar þannig að slíkt sé mögu- legt fyrir hin stærri skip. Á síðastliðnu ári keypti félagið tvö slík skip, „MÁNAFOSS“ og „BAKKAFOSS", sem smíð- uð eru árin 1959 og 1958 og eru því svo til ný. Hafa skip þessi ýmist verið í siglingum á milli landa eða í strandferð, um, og er hlutverk þeirra eink- um að bæta þjónustu félagsins við hafnir úti á landi. Er þegar fengin góð reynsla af þessum skipum. Hér hefur ekki verið rúm til að geta nema fárra atriða úr sögu Eimskipafélagsins. En saga þess í þessi fimmtíu ár hefur vissulega verið meira en saga eins félags. Hún hefur verið saga íslenzku þjóðarinnar í gleði hennar og sorgum. Þegar félagið hefur nú fyllt hálfrar aldar afmæli fylgja því beztu óskir allrar þjóðarinnar. Óskir um, að starfsemi þess í fram- tíðinni verði landi og lýð til blessunar, eins og hingað til. ★ — Jú, jú, það er allt í lagi með skeggið, en reynið nú að skilja það, að við getum samt ekki notað yður fyrir jólasvein! — Asni þú getur verið að láta iniðana þarna. Þú vissir þó vel að þetta var nýmálað!

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.