Fálkinn - 08.06.1964, Blaðsíða 6
BAIMDARÍSKI
PÍANÓLEIKARIIMN
MALCOLM
FRAGER
Bandaríski pianóleik-
arinn Malcolm Frager er
væntanlegur til íslands
til hljómleikahalds á veg-
um Skrifstofu skemmti-
krafta. Kemur hann til
Reykjavíkur upp úr miðj-
um júnímánuði og held-
ur sjálfstæða hljómleika
— og hugsanlegt er að
hann komi einnig fram á
hljómleikum ásamt vini
sínum, sovézka píanóleik-
aranum Vladimir Azhke-
nasy, sem þá verður
staddur hér á landi.
Malcolm Frager er mað-
ur ungur að árum, aðeins
28 ára, en hefur á síðustu
árum getið sér orð sem
frábær píanósnillingur.
Hann er fæddur og upp-
alinn í St. Louis, en nam
píanóleik að mestu hjá
Carl Friedberg, þýzkum
píanóleikara, búsettum í
New York. Friedberg lézt
1955, en þá var Frager
rétt um tvítugt og hefur
hann að mestu unnið
sjálfstætt siðan og miðað
að auknum þroska í list-
inni. Þegar árið 1955 vann
hann 1. verðlaun í Leven-
thritt samkepninni og ári
síðar 1. verðlaun í Queen
Elisabeth-samkeppninni í
Brússel (sem Azhkenasy
vann 1960).
í apríl 1963 lagði Frag-
er upp í sex vikna hljóm-
ieikaferð um Sovétríkin.