Fálkinn - 08.06.1964, Blaðsíða 26
KVIKMYNDA
ÞÁTTUR
TÓNABÍÓ SÝAIB:
KONAIM ER
SJALFRI SÉR
LÍK
Það er talað um „nýja stefnu“ í frönskum kvikmyndum.
Af þesari nýju stefnu eru sprottnar myndir eins og Hiro-
sima, Elskendurnir, Vinirnir, Hrópaðu ef þú getur, Ást-
mærin, Orfeo Negro og Ungi flóttamaðurinn. Þótt talað sé
um að þessar myndir tilheyri þessari nýju stefnu eru þær
allar næsta ólíkar bæði að efnismeðferð og tæknilegum
vinnubrögðum. Það eina sem þær eiga sameiginlegt er að
leikstjórarnir sem að þeim standa hafa farið nýjar leiðir
og oft á tíðum nýstárlegar.
í sumar munum við sjá nokkrar myndir sem sprottnar
eru af þessari nýju stefnu. Bæjarbíó mun sýna myndina
Jules og Jim en leikstjóri hennar er Francois Truffaut.
Þá mun Tónabíó sýna aðra mynd eftir þennan sama leik-
stjóra en hún heitir Skjóttu á píanistann. Við höfum áður
séð viðbrögð Truffaut en það var hann sem gerði myndina
Ungi flóttamaðurinn sem sýnd var í Bæjarbíó við miklar
vinsældir. Þá mun Tónabíó sýna tvær aðrar myndir,
Ástarleikurinn og myndina sem við kynnum í þessum þætti
Konan er sjálfri sér lík, en leikstjóri hennar er Jean-Luc
Godord. Hinar myndirnar verða einnig kynntar hér í þess-
um þætti þegar þar að kemur.
Við skulum aðeins víkja lauslega að efni þessnrar mynd-
ar Godard.
Emile og Angéla eru ógift en búa hamingjusöm í lítilli
og þægilegri íbúð, og hafa ekki hugsað sér að giftast í
bráðina. Emile vinnur í bókabúð og aðaláhugamál hans
er sport þó einkum hjólreiðar. Angéla er nektardansmær í
næturklúbbnum Le Zodic. Þau eiga einn heimilisvin og
sá heitir Alfred. Hann keppir við Emile um ástir Angéla
og reynir að vinna hana af honum en gengur ekki sem
bezt.
Einn dag tilkynnir Angéla Emile að hún vilji eignast