Fálkinn - 08.06.1964, Blaðsíða 18
Forhliðin á Miilbourne House í Barnes í London þar sem
Henry Fielding bjó og skrifaði Amelíu.
Sífellt fjölgar þeim ísiendingum sem leita út fyrir land-
steinana sér til yndisauka og afþreyingai. Það teljast ekki
lengur sérréttindi fámenns hóps ríks fólks að sleikja sólskin-
ið á heitum baðströndum Miðjarðarhafsins, slíkt er ekki leng-
ur munaður heldur partur af hversdagstilveru bankamanna
og búðarþjóna; póstsendlar og húsfreyjur, bændur og búalið
flykkjast á ári hverju tugum saman á þá skemmtistaði Suður-
landa sem fram yfir stríð voru þeim ekki annað en nöfnin
tóm úr framhaldssögum um greifa og hertogaynjur, alþjóð-
leg kvennagull og stórsmyglara, Þetta sögusvið eldhúsrómans-
ins, Nizza, Mallorca, Rómaborg og Kanaríeyjar er ekki lengur
í sömu fjarlægð og landslagið á tunglinu heldur er það orðið
sumarfrísvettvangur íslenzkra bakarasveina og reykvískra
frystihúsmeyja.
Svona hefur flugvélin umsnúið öllu mannlífi; á Islandi ekki
síður en annars staðar.
Það er kannski ekki nema von að menn leiti of langt yfir
skammt þegar farkosturinn þýtur um himinhvolfin með 490
km hraða á klukkustund. Og hendist austur á Hornafjörð til
að sækja það sem eins má fá við Eiliðaárnar. Þannig hefur
það viljað brenna við að íslendingar hafi sótt óþarflega langt
til suðuráttar í sumarfríið sitt. Þeim hefur ekki þótt taka því
að linna ferð sinni fyrr en hitastigið í loftinu er farið að
nálgast blóðhitann og liggja þá í móki undir laufguðum
pálmunum og láta sig dreyma um nóttlausa voraldar veröld
og skagfirska heiðríkju.
London hefur orðið hálfpartinn útundan á dagskrá íslenzkra
ferðamála, einhvern veginn hefur aldrei verið reiknað með
Englandi sem túristalandi. Að vísu finnst öllum sjálfsagt að
koma við í London á leiðinni suður á bóginn eða heim en
tiigangurinn er sjaldnast að skoða sig um í þessari fjölskrúð-
ugu heimsborg, heldur vakir það eitt fyrir löndum okkar að
skjótast í búðir, kaupa skó og fatnað, leikföng, vískí, járnmél,
mackintosh, ioðkápur og ilmvötn. Þeir eru orðnir margir ís-
iendingar sem lagt hafa leið sína til London en furðu stór hluti
þess hóps hefur ekki séð meira af borginni en Oxford Street
og Regent Street og Piccadilly Circus, þar sem stærstu og
handhægustu verzlanirnar er að finna. í þeirra augum er
London lítið annað en Oxford Street.
Og furðu fáum dettur í hug að á suðurströnd Englands er
að finna baðstrendur sem ekki standa að baki hinum nafn-
toguðu strandlengjum Miðjarðarhafs og hitastigið í Englandi
þó hagstæðara fyrir okkur sem velkjumst og herðumst í um-
hleypingum og hitaveitu. Furðu fáum dettur í hug að spila-
vítin í þessum baðstrandarbæjum eru engu síður spennandi
18 FÁLKINN
MEÐ FLUGFE
TIL MERRY
EFTIR JÖKLL JAKOBSSON
en þau sem frægust hafa orðið í eldhúsrómönum, Monte
Carlo og Las Vegas. Og ekki vissi ég það fyrr en um daginn að
pálmatré lifa góðu lífi viða á hinni sólbökuðu suðurströnd
Englands.
Flugfélag íslands gerði þarft verk er það hóaði saman nokkr-
um blaðamönnum um daginn og bauð þeim í dýrðlega lystireisu
að skoða öll þessi undur sem hingað til hafa verið helztil ókunn
íslendingum sem þó gera sér far um að kynnast sem flestum
hornum heims.
Þetta var stór og föngulegur hópur, sem lagði á vegu lofts-
ins undir leiðsögn Sveins Sæmundssonar blaðafulltrúa og var
stefnan sett rakleitt á Lundúnaborg. Það mun mála sannast
að fáar borgir í veröldinni hafi jafn fjölbreytta dagskra upp
á að bjóða og London. Þar ægir öllu saman og ekkert smátt
í sniðum, þar er hægt að fá allt, sem hugurinn girnist (jafnvel
kaffi) og kynnast því.sem hæst ber á sviði lista hverju sinni.
Hvort sem í hlut eiga öskuróðir bítlar eða hámarkslistamenn
á borð við Laurence Olivier, allt er á boðstólum í London
ef fólk hefur hugsun á að þoka sér lítið eitt út fyrir Oxford
Street og svipast um þar sem
leikhúsin, næturklúbbarnir, og
söfnin eru.
En London er annað og meira
en steinlögð stræti og þröngar
húsaþyrpingar. í þessari sjö millj-
óna borg er hver fermetri dýr
eins og nærri má geta. Lundúna-
búar hafa þó ekki freistast til að
peðra húsum á hvern auðan blett,
heldur gætt þes vandlega að opin
svæði, víðlendir garðar og jafnvel
heilir skógarflákar með tilheyr-
andi dádýrum og bibífuglum fá að
vera í friði innan borgarinnar,
þangað sækja Lundúnabúar úr
skarkala umferðarinnar og kol-
sýrlingslofti strætanna, njóta sól-
arinnar í skjóli laufgaðra trjáa og
virða fyrir sér fugl á tjörnum og
díkjum. Það hafa jafnvel heil
sveitaþorp orðið „innlyksa“ í stór-
borginni og fengið að halda sínum
sérkennum, þar er nú aldeilis ekki
verið að flytja hlutina upp að
Árbæ. Eitt slíkt þorp er Barnes,
þangað verður mér förult á sól-
fögru síðdegi, þar eru viðáttu-
miklir „parkar“ og þarna er mér
tjáð að Filip drottningarmaður
spili póló þegar sá gállinn er á
honum.
Ég var svo heppinn að mér var
sýnt elzta húsið í Barnes, jafnvel
Englendingum finnst þetta hús
komið til ára sinna, og þá er