Fálkinn


Fálkinn - 08.06.1964, Blaðsíða 4

Fálkinn - 08.06.1964, Blaðsíða 4
Ganga um nætur. Kæri Fálki! Það eru margir sem skrifa Pósthólfinu og leita ráða í ýms- um efnum og þess vegna datt mér í hug að fara þær leiðir ef vera mætti að þið gætuð rétt mér einhverja hjálparhönd. Þannig er mál með vexti að ég bý í gömlu húsi í Vestur- bænum. Þetta er gamalt og vinalegt hús en nokkuð hljóð- bært. Það er tvær hæðir og ris og allur umgangur og stund- um samtöl heyrast mjög a milli hæðanna. Ég bý á efri hæðinni og fyrir ofan herberg- ið mitt er kvistur á risinu og þar býr maður nokkur sem i seinni tíð hefur gert mér lífið brogað. Ég þekki þennan mann ekki nokkurn skapaðan hlut og veit satt að segja ekki hvað hann gerir. Þó veit ég að hann fer stundum til vertiðarvinnu, annað hvort á Suðurnes ellegar þá til Vestmannaeyja. Hann fer venjulega eftir áramótin og kemur svo ekki fyrr en undir miðjan maí. Þá sest hann að í þessu herbergi sínu og heldur þar til allt sumarið fram undir miðjan september en þá hverf- ur hann venjulega um tveggja mánaða skeið. Mér er sagt að þá fari hann að heimsækja ein- hverja ættingja sína úti á landi og þangað mun hann einnig fara um jólin. Þannig hefur þetta gengið til þau þrjú ár, sem hann hefur átt heima í þessu húsi. í raun og veru gerir þessi maður mér ekki nokkurn skap- aðan hlut. Þetta er hægur mað- ur og rólegur í hvívetna, snyrti- legur í klæðaburði, og býður af sér góðan þokka. En þó hefur hann einn sið sem ég á ákaf- lega erfitt með að venjast og sætta mig við og sem raun- verulega gerir mér lífið mjög brogað. Á hverju kvöldi kemur þessi maður heim einhvers stað- ar utan úr bæ. Ég veit ekki hvaðan. Hann kemur venjulega um níuleytið og fer upp á kvist- inn sinn. Maður heyrir ekki i honum næstu tvo tímana eða svona fram undir ellefu. Þá fer hann að ganga um gólf og gengur mikið og lengi. Þetta varir oft á tíðum allt fram undir eitt og stundurn langt gengin tvö. Ef veður er gott fer hann stundum út og kemur ekki aftur fyrr en eftir svona tvo til þrjá tíma það er að segja svona á fjórða eða fimmta tím- anum. Og þegar hann er kom- inn heim á hann það til að fara að ganga um gólf að nýju. Þetta er ákaflega hvimleitt og veldur mér svefnleysi og hvers konar óþægindum. Ég get ómögulega sofnað fyrr en hann er hættur að ganga um gólf. Og ef hann fer út vakna ég þegar hann fer og þegar hann kemur og ef hann fer þá að ganga um get ég ómögulega sofnað aftur fyrr en seint og síðar meir. Stundum vakna ég þegar hann fer út og get ekki sofnað fyrr en hann er kominn inn aftur vegna þess að ég hugsa svo mikið um þetta. Og þetta er að verða mér mjög óbærilegt. Hvað á ég að gera í þessu leiðinda máli. Mér finnst mjög gott að búa þarna og þess vegna er ég þarna enn. Vinsamlegast gefið mér ein- hver ráð og það sem allra fyrst. Kær kveðja. Maður. Svar: Þaö er margt sem kemur til greina í þessu máli. Þú getur t. d. farið út aö ganga meö þessum vini þínum eina nóttina og gert þaö reglulega eöa bara einu sinni og þá beöiö hann aö hœtta þessu. Þú getur líka oröaö þaö viö hann livort ekki vœri álveg eins gott aö hann flytti niöur en þú upp. Þaö kemur til greina aö þú farir til sálfrœöings eöa hlutist til um aö þessi á kvistinum veröi sendur til sálfrceöings. Þú gcetir keypt þér segulband og tekiö upp á þaö tryllta bítla músikk og sett þaÖ af staö þegar þú ferö aö lieiman á morgnana þegar hinn fer aö sofa. Þú getur flutt úr húsinu og fengiö þér inni annars staöar. Þú getur hlutast til um aö hinum veröi sagt upp húsnæöinu og fleira og fleira. Þaö er bara um aö gera aö fara friösamlega aö öllu saman, og gera hvergi neina vitleysu. Skriftin þin er mjög góö. Svar til X: Þaö er vel skiljanlegt aö þér finnist þetta leiöinlegt. Flestum mundi þykja svonalagaö leiöinlegt og sumir hafa gripiö til mjög róttœkra ráöstafana. Þú skalt samt ekki gera neitt svoleiöis held- ur láta sem þér standi alveg á sama. Þú skalt ekki hugsa um ciö hefna þín því sú hefnd gœti mistekist og þá er ver fariö en heima setiö. Þú skalt bara taka þessu meö ró hugleiöa máliö og ef þú sérö einliverja sniöuga lausn þá koma henni l framkvœmd en ef svo er ekki þá skaltu bara láta sem ekkert hafi komiö fyrir og

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.