Fálkinn


Fálkinn - 08.06.1964, Blaðsíða 9

Fálkinn - 08.06.1964, Blaðsíða 9
þriggja ára fangelsi og þann tíma dvaldi gamli maðurinn lengst af á sjúkrahúsi, en að þeim tíma loknum var honum leyft að hverfa heim á landar- eignir sínar í nágrenni Teheran. Hann lifir þar enn undir lög- reglueftirliti og þó að hann sé orðinn áttræður er hann enn uppreisnarmaður í hjarta sínu. Vinir mínir segja mér að eftir skilnað minn og keisarans hafði hann hengt upp stórt málverk af mér í dagstofu sinni! VI. KAFLI. Hamingjuríkasta árið. ' * ■ JB október 1955 var haldin mikil veizla í Sadabad kastala. Zahedi hershöfðingi og margir liðsforingjar, sem höfðu staðið framarlega í röðum þeirra, er börðust gegn Mossadeq hafði verið boðið ásamt eiginkonum sínum. Margar mikilsmetnar fjölskyldur, sem árum saman höfðu hafnað boðum hirðarinn- ar voru nú áfjáðar í að koma og sýna virðingu sína. Nokkrar konur, sem ég vissi að höfðu hvað eftir annað talað með lítilsvirðingu um mig kepptust nú við að sýna mér alúð og lotningu. Andrúmsloftið var einkenn- andi fyrir það tímabil sem var að hefjast í Teheran. í fyrsta skipti fann ég í raun fyrir að ég var keisaraynja. Ég var mun áhrifameii'i en áður og keisar- inn, sem gerði sér fullkomlega ljóst að hann hafði fyrir mínar hvatningar hafist handa um að- gerðir gegn Mossadeq, neitaði mér engrar bónar. Minn gamli vinur doktor Ayadi var nú opinberlega tek- inn í sátt. Mér var leyft að fá aftur frænku mína Furough Safar og ég útnefndi hana „selskabsdömu númer eitt.“ Auk þess sendi móðir mín mér ung stúlka frá Köln sem ráðskonu, þótt hún væri reynd- ar málari að atvinnu. Hún hét Marie-Louise Sagemiihl, og hún reyndist mér fljótlega hin bezta stoð. Þó að hún talaði varla orð í persnesku kom hún til skila fyrirmælum mínum, að- stoðaði mig við bréfaskriftir og með orðabók í höndum vísaði hún á dyr óboðnum gestum. Um þær mundir hafði utan- ríkisráðherrann dr. Abdullah Entezam látið að nýju taka upp stjórnmálasamband við Bret- land og hafði byrjað á ný sc.mningaviðræður við erlend olíufélög. Til að hjálpa þjóð- inni yfir byrjunarörðugleikana ákváðu ráðamenn í Washing- ton að veita stjórn Zahedis sér- stakt lán að upphæð 45 millj- ónir dollara. Og þar sem að- staða okkar fór stöðugt batn- andi áleit ég að það mundi ekki sæta gagnrýni, þótt við greidd- um ekki öll útgjöld úr eigin vasa. Svo að ég færði aftur í tal áform mín um endurskipu- lagningu og betrumbætur á húsinu okkar. Móttökusalirnir í „Echtes- sassi“ með viðarveggfóðri líkt- ust einna helzt borðsal í skipi. Jansen, hýbýlafræðingur frá París reif nú niður tréverkið, lét mála veggina og skreyta þá í stíl Lúðvíks XVI. Því næst bjó hann móttökusalina hús- gögnum og einnig vinnuher- bergi keisarans og svefnher- bergi okkar. Þar sem við áttum að sjálfsögðu gott úrval af pers- neskum teppum varð heildar- árangurinn býsna góður. Samt sem áður átti ég í nokkrum erfiðleikum með að halda öllu í röð og reglu og var það einkum sök Sita og Tony og Pucky, en það voru hund- arnir okkar þrír. Þar eð Islam hundar eru álitnir „óhreinir“ fengu þeir sjaldan að fara út úr húsinu. Og ég varð smám saman að viðurkenna að þetta var líklega ekki svo fráleit skoðun. En ást okkar á dýrum átti bráðlega eftir allerfiða þraut. n ÆKLW ag nokkurn sendi fiski- maður, sem við höfðum kynnzt í leyfum okkar við Kaspiahaf- ið okkur sel til Teheran. Hann var stór og fallegur og gæddur ósvikinni kímnigáfu, en keis- aranum virtist ekki meira en svo um þennan nýja heimilis- „mann“. „Þér ætlið þó ekki að segja mér að Kóraninn hafi vanþókn- un á selum líka?“ sagði ég. „Ekki svo ég viti til,“ svar- aði Mohammed Reza. „En hvar í ósköpunum eigum við að hafa hann?“ „Það er gosbrunnur í ytri dagstofunni,“ sagði ég eymdar- lega. Nokkrar sekúndur vissi keis- arinn ekki, hverju hann átti að svara. Loks sagði hann: „Gleymið ekki að hann er sjávardýr. En í gosbrunninum er ferskt vatn.“ „Auðvelt að bæta úr því!“ hrópaði ég og hellti fullum poka af matarsalti í uppsprett- una, svo að hinn nýi vinur okk- ar kynni nú reglulega vel við sig hjá okkur. Erfiðast var að gefa honum að éta. Á hverjum degi um nónbil klifraði ég upp á stól og bauð honum nýjan fisk. Hann tók við og rumdi af ánægju og þegar máltíðin var á enda og hann taldi sig ekki hafa fengið nægju sína reyndi hann að glefsa í mig. Ég varð því að narra hann út í yzta horn herbergisins áður en ég ég paufaðist niður. Þar næst kjagaði hann yfir gólfteppið okkar og þegar fram liðu stundir gat mitt húsmóður- stolt ekki almennilega sætt sig við þetta. Sem betur fór var sundlaug fyrir framan húsið okkar, og þar kunni hann miklu betur við sig. Þar sem við dvöldum aðeins í Teheran á veturna notuðum við laugina mjög sjaldan. í stað þess létum við byggja litla innanhússlaug með volgu vatni. Og þar syntum við alltaf 100 yards á hverjum morgni, því að bæði keisarinn og ég höfðum sérstaka unun af sundi. Við iðkuðum flestar greinar íþrótta um þessar mundir. Við fórum í útreiðar, lékum tennis og ókum til Abe-Ali í Elbruz- fjöllum til að fara á skíði. Við áttum einnig snekkjq „Savar Shah“ sem gamli keisarinn hafði látið smíða fyrir sig í Hollandi. Hún lá í höfninni í Pahlevi og á sumrin sigldum við stundum um Kaspiahafið. Kvöld eitt sáum við ameríska kvikmynd af fólki á vatnaskíð- um. Þessi íþróttagrein var á svo til óþekkt í íran og við vorum áfjáð í að reyna það. Við pönt- uðum vatnaskíði frá Ítalíu og gerðum tilraunir með þau. Og þar eð enginn var til að leið- beina okkur gekk þetta allbösl- unarlega framan af. Það tók okkur þó nokkra daga að kom- ast upp á lag með það, en eftir það höfðum við sérstaka ánægju af því og iðkuðum það mjög. Við keyptum nýja mótor- báta í þeim tilgangi. Eins og margir samtíðamenn okkar hafði keisarinn yndi af hraða. Honum þótti einkar skemmti- legt að aka Mercedes sportbif- reið, sem gat komist í eitt hundrað og tuttugu mílna hraða á klst. og oft fórum við saman í bílnum út á eyðimörk- ina. Ef hann hefði ekki verið þjóðhöfðingi hefði hann efa- laust tekið þátt í alþjóðlegum aksturskeppnum. Og ég var alltaf mjög fegin, þegar við komum heim aftur úr þessum ökuferðum. Oft fórum við í flugvél á veiðar eða styttri ferðir. Keis- arinn var ágætur flugmaður, en hann átti aðeins litla tveggja hreyfla Beech-craft vél og aðra eins hreyfils vél af gerðinni Bonanza. E,_ vorum v,» á flugi ekki langt frá Shimran og lentum þá í hræðilegum stormi og vélin þeyttist til og frá í loftinu, eins og laufblað í vindi. í fyrsta sinn, síðan ég kynntizt Muhammed Reza sá ég að enni hans var vott af svita. Og ég skal játa, að ekki leið mér betur sjálfri. Loks tókst okkur að lenda heilum á húfi, þegar stormurinn var far- inn hjá. Ef það hefði orðið öllu seinna er ég vis um að við hefðum hrapað. Að minnsta kosti virtist það samdóma álit starfsfólksins á flugvellinum. f annað skipti vorum við að fljúga til Isfahan. Ég sat við hliðina á keisaranum, sem var við stjórnvölinn og fyrir aftan okkur var Zahedi hershöfðingi og þrír aðrir gestir. Skyndi- lega sá ég að vélin hafði breytt um stefnu og lækkaði flugið mjög hratt. Ég var dauðskelfd, því að fjöllin virtust bókstaf- lega koma hlaupandi á móti okkur. Við höfðum engan flugmann annan aðeins viðgerðarmann og hann vissi ekki heldur, hvað komið hafði fyrir. Þá veitti keisarinn því athygli, að elds- neytið virtist alveg á þrotum. Á síðasta augnabliki, rétt áður en við rákumst á fjallið fórum við að hamast að dæla olíu af varageymi og tókst þannig að forða árekstri. Eftir þetta var ég á báðum áttum um að fljúga aftur heim sama kvöldið. f þetta sinn sat ég aftur í hjá Zahedi og við komum yfir Teheran eftir ágæta ferð. Þegar við hringsól- uðum yfir vellinum sáum við að varðsveitarfáninn var dreg- inn að hún og Zahedi sagði: „Nú þarf yðar hátign engar áhyggjur að hafa lengur. Við erura komin.“ „Fléttið fingur,“ svaraði hann.„ Við erum ekki lent enn þá.“ Mohammed Reza lækkaði flugið og hjólin snertu völlinn, en við stönzuðum ekki. Rétt áður en vélin kom á brautar- endann gaf keisarinn inn gas og nef flugvélarinnar þaut upp. „Guð minn góður!“ hrópaði ég. „Af hverju getum við ekki lent?“ „Það er allt í lagi,“ sagði keisarinn. „Það stóð maður við Framh á bls. 40. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.