Fálkinn - 08.06.1964, Blaðsíða 22
Á einn vegginn er teygður feldur af
hvítabirni, í einu horninu stendur vatna-
bátur upp á endann með öllum útbún-
aði, hauskúpa af sauðnauti starir á
mann holum tóftum og fullbúið segl-
skip siglir seglum þöndum á bókahill-
unni út í blámóðu ímyndunaraflsins.
Og þarna er fjölbreytilegt vopnabúr og
ýmis konar viðleguútbúnaður, skíði og
þrúgur, á öllu sést að hér hefur búið um
sig maður sem ekki unir kyrrsetu né
inniveru.
Jóhannes Snorrason hefur dregist á
að segja mér eitthvað frá skíðafluginu
til Grænlands, þó hann eigi stopular
frístundir og gefist oft lítið tóm til að
stunda áhugamál sín, veiðimennsku,
fjallgöngur og skíðaferðir. Þegar Jó-
hannes hefur opnað tvo freyðandi Carls-
berga í sumarhitanum, sagði hann mér
lítillega frá tildrögum skíðaflugsins og
gangi þess.
Það var seinni hluta vetrar 1963 að
Flugfélag íslands hóf þessa einstæðu
starfsemi fyrir beiðni Hins konunglega
grænlenzka verzlunarfélags. Ýmsar
hafnir á norðanverðri austurströnd
Grænlands þar sem Eskimóar búa og
Danir hafa bækistöðvar eru mikinn
hluta ársins lokaðar vegna ísa og undir
hælinn lagt að skip komist þangað með
vistir. Þessar stopulu samgöngur hafa
valdið ýmsum trafala og óþægindum
eins og nærri má geta, örðugt um alla
aðdrætti, óvissa um afkomu og loks
hafa menn verið tregir að ráðast til
starfa í þessum heimskautabyggðum
þar sem þeir eiga á hættu að dveljast
mánuðum lengur en skyldi vegna sam-
gönguleysisins. Allt varð þetta til þess
að Grænlandsverzlunin sneri sér til
Flugfélags fslands og bað um að félagið
gerði tilraun til skíðaflugs á þessar slóð-
ir.
Það var uppi fótur og fit í Scoresbysund,
þegar íslenzka flugvélin kom þangað.
Ekki var eftirvæntingin hvað minnst
hjá ungu kynslóðinni. Þegar Þorgeir ók
inn í þorpið með farangur sinn á hunda-
sleða, fylgdust börnin vel með ferðxmi
hans.
— Enginn okkar hafði nokkra reynslu
í skíðaflugi, segir Jóhannes en við vor-
um strax til með að freista gæfunnar.
Eg hafði að vísu nokkrum sinnum lent
litlum flugvélum vestur í Kanada á
skíðum en hér var þörf á Douglas-vél.
Við fengum plastskíði frá Bandaríkj-
unum, nýjustu gerð og frá Kanada feng-
um við allar nákvæmustu upplýsingar
sem völ var á um skíðaflug. Plastskíðin
reyndust afbragðs vel, á þeim festist
ekki snjór eins og gömlu tréskíðunum
en það varð mönnum helzt til trafala
áður fyrr.
— Hvaða hafnir fljúgið þið á?
— Þær eru aðallega þrjár, Daneborg,
Danmarkshavn og Scoresbysund. Alls
staðar er lent á snjólagi á ís og hefur
það tekist mæta vel. Víðast er þetta
harðbarinn snjór og hefur alltaf gengið
eins og í sögu við lendingar og flug-
tak. Nokkrum sinnum höfum við þó
lent í djúpum snjó en það hefur ekki
sakað, skíðin eru það þung. Við höfum
eitt sinn lent í hnédjúpum snjó og þá
gekk nokkuð þunglega að koma vél-
inni á loft aftur, en það tókst þó. Enda
hefði það ekki sakað, við hefðum getað
létt hana eftir því sem þurfti. Höfðum
sem sagt engar áhyggjur.
— Og flytjið hvað?
— Það er nú sitt af hverju tagi. Við
höfum flutt vistir og matvæli, bygging-
arvörur, timbur og ótal margt annað.
Og þessir flutningar gengu betur heldur
en nokkum óraði fyrir svo við höldum
þeim áfram þetta árið. Danir eru hæst
ánægðir með árangurinn.
— Flugið sjálft hlýtur að vera erfið-
leikum bundið á þessum auðnarslóðum.
Eru nokkrir radíóvitar á ströndinni?
— Nei, við fljúgum eingöngu sjón-
flug, svarar Jóhannes, áttum okkur bara
Jóhannes flugstjóri lætur ekki hjá líða
að taka myndir, ef skemmtilegt „mótív“
ber fyrir augu. Og Þorgeir fannst ágætt
„mótív“ að sjá Jóhannes taka mynd af
þessum hundum.
i
I
I