Fálkinn


Fálkinn - 08.06.1964, Blaðsíða 35

Fálkinn - 08.06.1964, Blaðsíða 35
siðan kom svar Ellie eins og fallbyssuskot. Tíu mínútur liðu áður en Madame Prosper vísaði þeim inn í herbergið til mín. Ég var að byrja að verða óþolinmóð. „Martine!“ kallaði Ellie, og kom í hendingskasti yfir til mín. „Þú gerðir okkur svo hrædd! Ég hélt ég myndi deyja, þegar Harold sagði mér, hvað þú hefðir gert, að minnsta kosti var ég mjög reið við þig, þegar ég las miðann frá þér, þótt við skemmtum okkur konunglega — guð, þú ert svo föl.“ Harold kom hægt í humátt á eftir konu sinni. „Hún verður enn fölari ef þú gerir hana dauðuppgefna um leið og við komum,“ sagði hann. Ellie var í rauðum drusluleg- um síðbuxum og hvítri peysu, sem hafði verið þvegin svo oft, að hún passaði orðið hvergi. Harold var eins og hann var vanur, rólegur og óbifanlegur. „Læknirinn segir að þú megir þakka fyrir, að hafa ekki brot- ið þig meira, en þá hefði hann orðið að senda þig á sjúkrahús 80 kílómetra héðan.“ „Mikið er ég glöð, að það skyldi ekki verða. Hugsið ykk- ur, að enda fríið með því að fara á sjúkrahús! Og Genevieve hefur sagt mér hræðilegar sög- ur um frönsk sjúkrahús. Mikið þykir mér fyrir því, að hafa valdið ykkur svona miklum óþægindum. Ég þarf alltaf að detta um ...“ „Einu sinni steyptist ég niður rúllustigann hjá Harrods/ sagði Ellie samþykkjandi. Hún reik- aði fram og aftur um herberg- ið. „En hvað þetta er skemmti- lega skrítinn staður. Mér geðj- ast vel að lækninum þínum. Gaman væri að vita, hvers vegna hann er hér niðurkom- inn! Allur þessi glæsibragur, sem virðist vera að syngja sitt síðasta. Ef til vill er hann af frönskum aðalsættum, en hefur stundað nám við Eton.“ „En sú vitleysa, sem veltur upp úr Ellie,“ sagði Harold, og horfði á hana aðdáunaraugum. „Læknirinn þinn er góður mað- ur.“ Ég leit á hana full grunsemda. „Hvað hefur hann verið að segja?“ „Við töluðum bara um ökl- ann á þér, og hann segir að þú sért . . .“ „Heppin að hann skuli ekki hafa brotnað. Hvað annað?“ Ellie varð allt í einu óróleg og vissi ekki hvað hún átti af sér að gera. „Þið eruð komin hingað til þess að fara með mig heim, er það ekki?“ sagði ég. „Martine! Segðu þetta ekki í þessum tón . . .“ Byrjaði Ellie, en Harold tók fram í fyrir henni. „Það var einmitt það, sem hann var að tala um við okkur. Við getum það ekki. Þú verður að vera hérna kyrr. Hann segir, að það megi alls ekki hreyfa þig, því vel geti verið að þú sért með brest í beininu. Hann seg- ist ekki taka á sig ábyrgðina af afleiðingum, ef við förum með þig núna. Og hann hefur auk þess sagt, að þú getir vel verið hér áfram. Það er mjög fallega gert af honum. Ég var alveg ut- an við mig af áhyggjum. Ráðs- konan getur hugsað um þig. Þetta var meira óhappið, en það verður svo að vera.“ Hann leit til mín föðurlegur á svip. „Vera hér kyrr!“ hrópaði ég upp yfir mig. „Við hvað áttu? Ég get ekki verið hér! Ég fer heim með með ykkur! Ég gæti haft eitthvað undir fætinum. Ég myndi ekki verða til neinna vandræða.“ „Vertu ekki óróleg,“ sagði Harold og leit niður til mín með meðaumkunarsvip, en þó ákveð- inn. Ég var orðin þreytt á þess- um svip. „Þú verður að vera kyrr í rúminu og láta hjúkra þér. Það, sem eftir er vikunnar. Þú verður að fara vel með þig. Vertu nú hugrökk og vitibor- in, eins og þú reyndar alltaf ert. Ef allt gengur vel, verðurðu komin á fætur í vikulok og far- in að hoppa. Þú getur svo kom- ið heim fimm eða sex dögum síðar. Og þú verður komin aft- ur til London eftir hálfan mán- uð.“ „Hálfan mánuð!“ „Martine, vertu nú ekki þreytandi," sagði Ellie biðjandi, því hún var orðin þreytt á harmaveini mínu, og tvisteig nú eins og hún vissi ekki, hvað hún átti að gera. „Þú heldur víst ekki, að okkur þyki gaman að skilja þig hérna eftir meðal ókunnugra, jafnvc’ þó þetta sé nú á læknisheimili. Við fórum með þig til Suður-Frakklands til þess að reyna að kæta þig dálítið. Okkur líður hreint og beint hræðilega út af þessu. Miklu verr en þér líður!“ „Ellie!“ sagði Harold ávít- andi. „Það er alltaf verst að vera þeir — hún veit fullvel, við hvað ég á.“ „Þú verður að reyna að hugsa" — kom frá Harold. „Hvernig gætir þú farið að leita þér að atvinnu, eða íbúð, svona í öklanum?" „Og ef þú kæmir og fengir að vera hjá okkur, þá yrðirðu að sofa á sófanum, sem er ekki nógu langur til þess að þú get- ir rétt úr fótunum. Þú myndir enda eins og Toulouse Lautrec." „Henni væri velkomið að sofa í rúminu mínu Ellie, en læknirinn vill ekki að við hreyf- um hana og það gerir út um málið.“ „Ég geri ráð fyrir, að það sé ekkert við þessu að gera.“ Ég horfði eigingirnislega niður í ábreiðuna og vildi ekki horfast í augu við þau. „Ekki neitt,“ sagði Ellie. „Svo ég sé ykkur þá ekki aftur.“ Ég gat ekki hætt að kvarta. „Jú eftir hálfan mánuð. Hann líður eins og skot. Brátt verður þér farið að líða betur, og þú verður lögð af stað með lestinni til Bouloune, áður en þú veizt af.“ „Þú segir það.“ „Ég er búin að afhenda lækn- inum peninga fyrir fargjaldinu þínu heim“ — bætti Harold við. „Þakk fyrir.“ Framhald á bls. 39. £*(M£e Einangrunargler Framleitt einungis úr úrvals gleri. — 5 ára ábyrgð. Pantið tímanlega. KORKIDJAIM H.F. Skúlagötu 57. — Sími 23200. FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.