Fálkinn


Fálkinn - 08.06.1964, Blaðsíða 21

Fálkinn - 08.06.1964, Blaðsíða 21
og honum hafði hrakað svo mjög að læknar töldu að ekkert mundi bjarga lífi hans nema kyrrð og hvíld í miðjarðarhafsloftslagi. Field- ing kvaddi kóng og prest og hélt suður á bóginn, hann var kominn til Lissabon þegar svo var af honum dregið að hann gaf upp andann, 47 ára að aldri. Fielding þótti eink- um lagið að lýsa sveitafólki, sérkennilegu og kynlegu, ádeila hans var oft nöpur og og óvæginn en þó tíðast yljuð kímni og samúð, hann var ævinlega reiðubúinn að að fyrirgefa mannlega bresti. Frú McLaughlin, sem nú býr í Milbourne House hefur lagt metnað sinn í að varðveita það í sem upprunalegustu mynd, hún kann öll skil á sögu þess og leggur rækt við þær minningar, sem húsinu eru bundnar. Út um gluggana á efri hæðinni má sjá yfir garðinn, handan við veginn er lítil tjörn, þar synda álftir og endur og grátviðurinn hneigir sig á bakkanum niður að vatnsborðinu. Frú McLaughlin spyr okkur um drauga- ganginn á Saurum, einhvern veginn hefur hún haft spurnir af þeim fyrirbærum og finnst mikið til um þann fjölskrúðuga vofudans, sem þar var stiginn, alþjóðadraugaþing með spönskum reyfurum, engelskum kaptugum í fylgd með hundum sínum, þorgeirsbolum og öðrum afturgengnum nautpeningi ásamt rammíslenzkum skottum og mórum. Sjálf kveðst hún ekki geta státað af miklum drauga- gangi í þessu forna og virðulega húsi sínu og mætti þó búast við meiru þar sem jafn margar kynslóðir hafa lifað og dáið. Þó segir hún okkur að þar á efstu hæðinni sjáist stundum á dimmum kvöldum hönd ein líða um loftið, aðeins höndin. Hér skal engum getum að því leitt hver muni eiga hönd þessa, kannski Fielding hafi átt eftir eitthvað óskrifað. Við höldum úr Barnes, þessum óas í miðri heimsborginni og erum komin í leikhús um kvöldið niður í West End. Þeir sem unna leikhúsum og sækja þau að staðaldri geta varla kjörið sér betri stað til að verja einni viku af sumarleyfinu, það þarf raunar ekki nema tvo daga. Þá tvo daga, sem ég dvaldi í London komst ég til að sjá þrjár sýningar, síðdegissýningar eru fastur liður í leikhúslífi Lundúna. Ensk leiklist hefur alltaf verið með miklum ágætum og oft í blóma, hún stendur á gömlum merg. Undirstaðan er ef til vill „leiklistarprólitaríið“ sem svo er kallað, urmull af atvinnulausum leikurum sem hvergi komst að. Þetta veldur því að alltaf er hægt að velja það bezta úr og hæfileika- fólki leyfist aldrei að slaka á, annars er voð- inn vís, þögn og gleymska og skrifstofustarf hjá tryggingarfyrirtæki eða jafnvel blaða- mennska. Þess vegna er fullvíst að hvarvetna er góð leiklist á boðstólum hvar sem drepið er niður. Og leikritun hefur staðið með mikl- um blóma undanfarið eins og kunnugt er; allt frá því John Osborne hóf upp reiðiöskrið mikla í Royal Court. í spor hans fylgdi hala- rófa annarra ungra manna og bræðin og heift- in sauð í þeim öllum og þeir byltu um og koll- vörpuðu út í yztu myrkur hinni þægilegu og góðborgaralegu „dagstofuleikritun", sem tíðkast hafði fram að því. Sögusvið leikrit- anna færðist úr dagstofu yfirstéttarinnar og aðalsins yfir í húsakynni lágstéttarinnar og öreiganna og þótti varla annað hæfa en eld- Framhald á bls. 27. Þetta eru ekki turnar á höll kalífans í Bagdad úr Þúsund og einni nótt sem hér blasa við, held- ur byggði þetta Georg konungur fimmti yfir ást- mey sína í baðstrandarbæn- um Brighton og nú stendur höllin opin öllum sem þangað koma. Enskur dándis- maður fær sér i nefið á atómöld. Harðkúluhattur, regnhlíf á hand- leggnum, hanskar, ein- glirni og rós í hnappagatinu. This is England.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.