Fálkinn


Fálkinn - 08.06.1964, Blaðsíða 41

Fálkinn - 08.06.1964, Blaðsíða 41
ekki segja einum einasta manni frá þvi.“ Auðvitað kvisaðist leyndar- málið von bráðar. Á meðan hafði ég sent eftir annarri vin- stúlku, sem var svipuð á hæð og vöxt og ég og sagði við hana: „Ef þér viljið skal ég lána yður Pompadour búning, sem ég keypti handa mér í Sviss." Nú kom hin stóra stund. Keisarinn fór einn af stað og ég fór í fyifíci með öðrum manni. Við höfum líka fengið leigða bíla, til að við þekktumst ekki af þeim. Ég var klædd sem Heilög Jóhanna og ýmsir menn, sem höfðu spilað við mig eða leikið tennis eða aðrar íþróttir þekktu mig ekki. Meira að segja hafði keisarinn enga hugmynd um ,hver ég var. Meðan því fór fram var hin mesta lotning sýnd Madame de Pompadour. Allir töldu víst að hún væri keisaraynjan og komu fram við hana samkvæmt því. Það var ekki fyrr en eftir um það bil tvær klukkustundir er ég kveikti mér í sígarettu að Garagozlou yngri hrópaði: „Lítið á, hvernig Heilög Jó- hanna heldur a sígarettunni! Það er aðeins ein dama við hirð- ina sem reykir svona — Hennar hátign.“ Allir veizlugestir voru mjög undrandi. Þegar vinkona mín hafði tekið ofan grimuna spurði ég, hvernig henni hefði líkað að vera keisaraynja. „Hamingjan góða!“ svaraði hún. „Karlmennirnir voru allir svo virðulegir og kurteisir. Ég efast um að ég þyldi svona virð- ingu og lotningu til lengdar.“ Meira að segja nánustu vinir ókkar gleymdu því aldrei eitt augnablik, að ég var keisara- ynja þeirra. Þó að við skemmt- um okkur oft mjög vel saman voru hirðsiðirnir strangir og reistu alltaf ósýnilega múra á milli þeirra og mín. Stundum spiluðum við bridge á fjórum fimm borðum. Ef ég þurfti af einhverjum ástæðum að rísa úr sæti risu allir gestirnir sem einn upp, alveg sama hvernig stóð á og stóðu grafkyrrir unz ég hafði sezt niður aftur. Þetta felldi ég mig alls ekki við, og þorði varla að hreyfa mig leng- ur, en þetta var ekki annað en það, sem hirðsiðir skipuðu. Til þess að auka enn álit mitt og virðingu lét keisarinn nú útbúa orðu í mínu nafni. Þetta var Sorayu-orðan og skreytingin var stjörnumerkið mitt. Orðan var þrjú stig og síðar sæmdi ég margar konur þessari orðu, bæði í Persíu og erlendis. Um tíma hafði keisarinn á prjónunum opinbera krýningu, þar sem við skyldum bæði krýnd. Hann óskaði eftir að láta gera kórónu sérstaklega fyrir mig, og saman fórum við til Melli bankans, sem er eins konar landsbanki og þar eru allir gimsteinar krúnunnar varðveittir. Mikið hefur verið skrifað um persnesku krúnugimsteinana og flest hrein vitleysa. Þeir eru alls ekki í eigu keisarans, held- ur persneska ríkisins. Og verð- gildi þeirra er óteljandi. Ég trúði varla eigin augum þegar ég sá þessi gimsteinafjöll í stál- geymslum sínum í bankanum. Allra þessara gimsteina er gætt mjög vandlega. Aðeins við sérstök tækifæri samþykkti bankinn að lána okkur fáeina steina. Við áttum aðeins rétt á einu kórónusetti, einu háls- meni, einu armbandi, einum hring og fáeinum pörum af eyrnarlokkum. Sem keisara- ynja átti ég að velja milli tveggja setta, annað hvort de- manta eða smargaða og einnig fékk ég þrefalda perlufesti. Skrautgripir þeir, sem ég hafði heimild til að bera höfðu verið slípaðir meðan Fawzia var keisaraynja. Steinarnir voru annars flokks og skreyt- ingin næsta gamaldags. En til að láta endurbæta það hefði þurft sérstaka lagaheimild og við höfðum þegar átt í nokkrum erfiðleikum með að fá þá lán- aða eitt kvöld eða svo. Meðan Mossadeq sat að völdum gerði hann okkur eins erfitt fyrir í þessu og honum var unnt. Við urðum að undirrita óteljandi plögg og slíkt og auk þess sett það ófrávíkjanlega skilyrði, að þeim yrði skilað aftur í býtið næsta morgun. Það varð aldrei af krýning- unni, því að Mohammed Reza vildi láta hátíðahöldin fara fram með pomp og pragt og útgjöldin hefðu þá orðið geysi- leg og ráðgjafar hans bentu honum á að það gæti verið van- hugsað og haft slæm áhrif. En þrátt fyrir það var heimsókn okkar í bankann ekki árangurs- laus. Þegar ég sá hve margir dýrlegir steinar lágu þarna óslípaðir sagði ég við keisar- ann. „Það er til háborinnar skammar að enginn fær að sjá alla þessa dýrgripi. Ég vildi að ég mætti velja nokkra og láta búa til úr þeim nýtízkulega skartgripi." „Hvernig get ég réttlætt það?“ sagði Muhammed Reza. „Ef steinarnir eru slípaðir vex verðgildi þeirra," svaraði ég. „Við værum ekki að taka neitt, við mundum aðeins auka við verðið.“ Eftir nokkra mánuði gáfu viðkomandi yfirvöld loks leyfi sitt og við sendum eftir vel þekktum gimsteinasala í New York, Harry Winston. Hann hafði áður slípað og skreytt verðmætustu gimsteina í heim- inum. En mér er enn í fersku minni svipurinn á honum, þeg- ar hann sá fjársjóðina í Melli Banka. Jafnvel hann hafði aldrei séð neitt þessu líkt. Að lokum valdi hann nokkra steina, sem hann taldi bezta og fegursta. Við settumst á rök- stóla með honum og skipulögð- um hvérnig þeir skyldu unnir. Síðan tók hann nákvæmt mál af annarri hönd minni, háls og enni og lét útbúa djásnin í vinnustofum sínum á; Man- hattan. Allt þetta tók vitaskuld mik- inn tíma. Þegar skartgripirnir voru loks sendir aftur til Te- heran voru þeir samstundis settir í vörzlu bankans. Ég fékk tækifæri til að máta þá og fannst þeir ólýsanlega fallegir. En til allrar óhamingju varð ég að fara frá íran áður en mér gafst tækifæri til að bera þá opinberlega. Það var vilji for- sjónarinnar að krúnugimstein- ar þeir, sem ég hafði átt þátt í að voru slípaðir og skreyttir, skyldu prýða eftirmann minn í keisaraynjusætinu. n JWlW ansleikir, lystisnekkjur, gimsteinar — þetta gefur ef til vill lesendum mínum villandi hugmyndir. Og ef til vill í þá átt að líf okkar í Teheran hafi verið innantómar skemmtanir. En svo var þó ekki — þvert á móti. Bæði keisarinn og ég vörðum mestum tíma og kröft- um til að bæta ástand þegna okkar í Persíu. Að því var ekki auðhlaupið, og það var okkur fullkomlega ljóst. Ríkir landeigendur stund- uðu brask með jarðir í stað þess að stuðla að jafnvægi og fram- förum í landbúnaði og iðnaði. Margir smábændur skulduðu landareigandanum fé og hann var þá ekki seinn á sér að hrifsa undir sig lendur þeirra. Og þetta ástand var ekki sök keisarans. Kann var til dæmis ásakaður vegna þess að menn og skepnur deildu oft herbergj- um og vegna þess að flestir persar sváfu á beru gólfinu. En ekki má gleyma því að þetta voru ævafornir siðir. Afi minn og amma sváfu á gólfinu. Efn- aðir persar hafa ef til vill átt silkiábieiður, en jafnvel þeir hafa ekki getað vanið sig við að nota rúm og stóla nema af allra lægstu gerð. Svona er ekki hægt að breyta á einni nóttu. Menn á borð við Nehru og Nasser hafa átt við geysilega erfiðleika að glíma er þeir hafa viljað stuðla að eirlur- bótum í löndum sínum, svo ekki sé minnst á Mao, forseta Kina. Sannleikurinn er sá, að það er oft almúginn sem er á móti framförum. Þannig hafði til dæmis gamli keisarinn skip- að svo fyrir að kvenfólk mætti ekki lengur bera blæju fyrir andlitinu. Ég man eftir því, þegar ég var einu sinni á gangi í Isfahan með gamalli þjónustu- stúlku, að lögreglumaður reif slæðuna frá andliti hennar. En samt sem áður neituðu lægri stéttar konur að sætta sig við slíkan ruddaskap. Þær héldu áfram að bera blæjur og að lokum skipaði Mohammed Reza svo fyrir, að þær skyldu látn- ar í friði- þvi að bersýnilegt var að langur tími mundi líða unz þær teldu sig tilbúnar að leggja niður þennan aldagamla sið. Svipuðu máli gegndi ura flestar aðrar umbætur. Það þjónaði vissulega engum til- gangi að skipta landareignum milli smábænda meðan þeir héldu fast við að yrkja jörðina eftir þúsund ára gömlum að- ferðum. Þeim kom það að engu gagni, meðan nýtízku vélar og nútima þekking var ekki fyrir hendi. Og oft kom það fyrir, að um leið og þeir höfðu fengið ókeypis landskika, að þeir seldu hann braskara. JL yrst svona var í pottinn búið ákváðum við að reyna fyrst að ráða bót á þeim málum, þar sem þörfin var allra brýn- ust. Hin upprunalega sjö ára áætl- un hafði að engu orðið vegna ofstopalegrar stjórnmálastefnu Mossadeqs. Þegar við snerum heim frá Rómaborg lagði keis- arinn þegar fram aðra stóra áætlun og voru þar fyrirhugað- ar byggingar á vegum, brúm og öðrum þjóðþrifafyrirtækjum. Hann vildi færa út járnbraut- arkerfi landsins. Hann byggði fyrirmyndarþorp þar sem helm- ingur ágóðans rynni til smá- bænda og hinn rynni til að byggja skóla og sjúkrahús. Margir auðugir landeigendur fóru að dæmi hans. Framh. í næsta blaði. FÁLKINN 41

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.