Fálkinn


Fálkinn - 08.06.1964, Blaðsíða 32

Fálkinn - 08.06.1964, Blaðsíða 32
HVAD GERIST j NÆSTU VIKU ? HrútsmerlciÖ (21. marz—20. apríl). Þegar erfiðir timar fara í hönd Þá er um að gera að missa ekki móðinn og reyna að standa sig. Þér ættuð að reyna að gæta jafnvægis í þess- ari viku. Betri timar framundan. NÝJASTI BRJÖSTHALDARINN MEÐ TEYGJUHLÍRUM Vinsœll. þœgilegur og fallegur BiðjiS um tegund 2 8 0 írá L A D Y Nautsmerkiö (21. avríl—21. mai). Kapp er bezt með forsjá og þess ættuð þér að gæta þegar líða tekur á vikuna. Þér ættuð ekki að færast of mikið I fang en reyna að halda þvi sem áunnist hefur. Sunnudagurinn verður nokkuð sérstæður. Tvíburamerlciö (22. mai—21. júní). Þótt einhverjir erfiðleikar kunni að vera uppi á teningnum hvað viðkemur vinnustað ættuð þér að gæta þess vel að láta yður ekki henda neina vit- leysu því hún gæti orðið yður mjög afdrifarík. KrabbamerkiÖ (22. iúní—22. iúlí). Þér ættuð að sinna heimilinu sem mest i þessari viku og eyða tíma yðar sem mest innan þess. Fyrri hluti vikunnar verður yður ef til vill hag- stæður hvað viðkemur fjármálum. Ljónsmerkiö (23. iúlí—23. áaúst). Fyrir þá sem fæddir eru í júlí verður þessi vika fremur róleg og tilbreytingarlítil, að minnsta kosti framan af. Þeir sem fæddir eru i ágúst geta hins vegar búist við skemmtilegri viku og miklum önnum. Jómfrúarmerlciö (2í. áciúst—23. sevt.). Það getur verið mikill vandi að sjá út hvenær hin réttu tækifæri gefast og þér munuð verða mjög var við það í þessari viku. Þess vegna skuluð þér yfirvega aðstöðuna mjög gaumgæfilega áður en þér aðhafizt nokkuð. Voaarskálarmerkiö (21,. sevt.—23. olct.). Þér ættuð ekki að tefla í tvísýnu í þessari viku því afstöðurnar eru ekki heppilegar og málin gætu snúist í höndunum á yður. Þess vegna ættuð þér að fara mjög gætilega. tivorödrekamerkiö (21,. okt—22. nóv.i. Ekki mun þessi vika reynast yður eins þægileg og þér bjuggust við en hins vegar verður hún ekki óþægileg heldur mjög róleg og þér ættuð að hvíla vður sem bezt. LADY h.f. I íf stykkf averkssm iftja Laugavegi 26. Sími 10-11-5 Söluumboð DAVÍÐ S. JÓNSSON & CO. Boaamannsmerkiö (23. nóv.—21. des.). Ef þér hafið ekki gert neinar ráðstafanir varð- andi sumarleyfið ættuð þér að fara að gera það. Þér ættuð ef þess er kostur að fara í ferðalag og reyna að hvíia vður og njóta þægilegheitanna. Steinaeitarmerkiö (22. des.—20. ianúar). Þér ættuð ekki að leggja út í tvísýnu í þessari viku heldur að biða átekta og sjá hvað setur. Fyrri hluti þessarar viku verður mjög róman- tiskur einkum fyrir þá. sem fæddir eru i desem- ber. Vatnsberamerkiö (20. ianúar—18. febrúar). Leggið ekki eyrun við þeim sögum, sem þér kunnið að heyra urn náinn ættingja eða vin. Látið slíkar sögu sagnir sem vind um eyrun þjóta og kynnið vður málið af eigin raun. Fiskamerkiö (19. febrúar—20. marz). Samband yðar við ákveðna persónu, sem þér hafið umgengizt mjög að undanförnu með breyt- ast mjög til batnaðar í þessari viku yður til mikill- ar ánægju. Seinni hluti vikunnar verður skemmti- legur. 32 FÁLKINN ® o@@oo

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.