Fálkinn


Fálkinn - 08.06.1964, Blaðsíða 29

Fálkinn - 08.06.1964, Blaðsíða 29
Svaraðu mér Framhald af bls. 17. — Ég kom til að hjálpa þér, svaraði ég. — Ég frétti að þú værir svo slæm af gigt. — Þvaður! greip hún fram í fyrir mér. Ég hef fengið gigt fyrr, og þú ert ekki komin hingað þess vegna. Ég var sár og móðguð vegna orða hennar. — Ég hjálpa fólki alltaf eins og ég get, sagði ég. — Þá hlýturðu að hafa breytzt mikið. Þú hefur hing- að til aldrei gert neinum greiða, nema fá eitthvað í stað- inn. — Það er engin furða, þótt þú hafir ekki gifzt, Emma frænka. Þú talar ekki svo fallega um annað fólk! Frænka hló illgirnislega. — Mér er alveg sama, þó þú slepp- ir þér . . . Ég er ekki eins og Tom Maxwell, sem verður dauð- hræddur í hvert skipti sem þú ferð að rífast! — Og úr því við minnumst á Tom Maxwell, hélt frænka á- fram, — hvers vegna ertu ekki enn gift honum? Hann er ind- ælis strákur. Ef þú flýtir þér ekki þá missirðu af honum og þú stendur ein eftir. Það eru víst ekki aðrir, sem þora að liætta sér í klærnar á þér, ann- að eins skap og þú hefur! — Nú, svo það er þess vegna, sem þú ert piparjunka, sagði ég, víst ekki sérlega kurteisis- lega. — Þú ættir víst allra minnst að tala um lundarfar. Hún hristist af hlátri. — Þess háttar er arfgengt, sagði hún. Þar sem myndin af Emmu frænku, í svarta rammanum, var enn ofarlega í huga mér, þorði ég ekki að leiða umræð- urnar að því, sem var raunveru- leg orsök til komu minnar, fyrr en síðar um daginn. Það var ekki fyrr en skap hennar var farið að batna, að ég spurði ■hana: — Hittirðu enn Grant- íjolskylduna? |— O, já, sagð'i hún. — Við erum ógætir vinir. Við höfum vérið góðir grannar síðan þau keyptu jörðina fyrir fjörutíu áruip síðan. Við heimsækjum hvort annað. — Ég held að ég skreppi yf- ir til frú Grant og segi henni hve slæm þú sért af gigtinni, vogaði ég mér að segja. Hún leit snöggt upp. — Nú, svo það er þess vegna, sem þú komst til að hjálpa mér? Þú hefur heyrt um lagiega soninn hans Francie Grants, sem er í heimsókn hjá frænda sínum og frænku? — Hm . . . já, ég hef eitt- hvað heyrt um að þau hefðu fengið heimsókn, en ég var nú alveg búin að gleyma því. — Ef þú vilt endilega gera þig að fífli, þá skaltu fara þangað og þakka frú Grant fyrir eplakassann, sem hún sendi mér. Þá hefurðu þó ein- hverja ástæðu. En ég aðvara þig . . . ef þú hefur eitthvert vit í hausnum, þá ferðu strax heim og segir Tom Maxwell, að þú viljir giftast honum. En þegar ég sat skömmu síð- ar í eldhúsi Grant-fjölskyldunn- ar og hlustaði á Paul Grant, var ég fegin því, að ég skyldi ekki hafa farið að ráðum Emmu frænku. Það var ekki nóg með það, að Paul væri laglegur og vel til fara, hann hafði líka ferðast mikið og gat talað um allt milli himins og jarðar. . . hann talaði sleitulaust, meðan ég dvaldi þar. Ég tók raunar eftir því, að frændi hans aðeins umlaði við, þegar hann talaði um landbún- að og að frú Grant horfði upp í loftið á meðan hann talaði, en mér fannst hann dásamleg- ur. Og þegar hann bauð mér á ball þá svaraði ég strax játandi. Þetta var byrjunin. Næstu þrjár vikurnar hringdi Paul Grant á hverjum degi og við vorum hreint alltaf saman. Hann sagði mér mikið frá fram- tíðaráformum sínum. Hann var uppfullur af hugmyndum og var viss um, að einn góðan veð- urdag yrði hann ríkur og fræg- ur. Hann var svo sannfærður og hrifinn, að ég var aldrei í neinum minnsta vafa um að þetta allt myndi rætast. Dagarnir liðu allt of fljótt. Emmu frænku batnaði og ég hafði enga afsökun lengur fyr- ir því að dveljast hjá henni. En samt fór ég ekki heim og ég mundi ekkert eftir Tom Max- well. Dag einn bauð ég Paul inn, svo hann gæti hitt Emmu frænku, og þótt undarlegt megi virðast kom þeim prýðilega saman. Hún gleymdi alveg að vera háðsk og afundin og hlust- aði á hann með bros í augna- krókunum og roða í kinnum. Þegar hann var farinn, sagði ég: — Þér líkaði vel við hann, ekki satt? Hún stundi. — Hann er lif- andi eftirmynd hans föður síns, þegar hann var ungur. — Manst þú eftir föður Pauls, Emma frænka? — Auövitað man ég eftir hon- um. Við erum næstum jafn- aldrar. Honum var illa við að eiga heima í sveit. Hann var alltaf að tala um að fara burt og hann var uppfullur af hug- myndum, sem hann ætlaði að græða á. Nú, sagði hún dálítið önug, — hann græddi líka að lokum. — Hvað gerði hann, Emma frænka? Rændi hann banka? — Nei hann kvæntist mjög ríkri stúlku . . . einu sinni ætl- aði ég reyndar að giftast hon- um! — Ha?! hrópaði ég upp. — Varst þú að því komin að gift- ast föður Pauls?! En hvað kom fyrir? Hví gerðirðu það ekki? — Hann bað mig ekki um það, sagði hún hreinskilnislega. Og mér til undrunar hélt hún áfram: — Ég man það, eins og það hefði skeð í gær, þegar Grant fjölskyldan flutti hing- að. Þá umgekkst ég ungan mann héðan úr sveitinni, sem hefði orðið mér góður maður. En frá því ég hitti Francie Grant og heyrði hvaðrið og grobbið í honum var ég glötuð umheiminum. — Og hvað gerðist svo? ég stóð á öndinni, —Það gerðist hreint ekkert. Við fórum að vera saman, og Francie malaði og malaði, eins og Paul sonur hans. En þrátt fyrir allt málæðið kom hann sér aldrei að því að biðja mín. Þegar hann fór, var ég viss um að hann kæmi aftur, og það leið á löngu þar til það rann upp fyrir mér, að hann myndi ekki gera það. Og það næsta, sem ég frétti frá honum, var aö hann væri giftur. Já . . . við erum dálitlir kjánar allar, þeg- ar við erum ungar. Emma frænka sat teinrétt í stólnum. — Já, sagði hún, — reglulega aðlaðandi maður, alveg eins og pabbi hans. Ég naut þess að hlusta á hann. Það vakti upp gamlar minningar. Ég nennti ekki að segja honum það, að ég hefði heyrt þetta allt saman áður. En þessir ungu menn, sem tala of mikið, segja aldrei ein- mitt það, sem maður bíður eft- ir að þeir segi! Og maður ætti aldrei að búast við að þeir segðu það. Þrátt fyrir frásögn Emmu, frænku, hélt ég áfram að um- Framhald af bls. 29. gangast Paul Grant. Hann hafði ekkert minnst á að fara. Ég vonaði að hann myndi dveljast hér allt sumai’ið. Svo, dag nokkurn, þegar við vorum bú- in að ákveða að baða okkur í vatninu, kom hann þjótandi til okkar. Hann var allt of æstur til að taka nokkuð eftir nýja kjólnum mínum eða nestiskörf- unni, sem stóð tilbúin á borðinu. í stað þess veifaði hann rogg- inn símskeyti. — Ég fer heim í dag, tilkynnti hann. — Pabbi þarfnast hjálpar minnar strax. Ég kom til að kveðja. Þetta hef- Framh. á bls. 31. FÁLIJNN 29

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.