Fálkinn - 08.06.1964, Blaðsíða 16
SVARAÐI)
IUÉR
STRAX
SMÁSAGA
EFTIR
NUGEIUT
CATHERINE
Kvöldið áður en ég lagði af stað í heimsóknina til Emmeline
Kenny frænku, bað Tom Maxwell min enn þá einu sinni, í
hundraðasta og sautjánda sinni. Og í hundraðasta og saut-
jánda sinni dró ég hann á svarinu.
— Ég skal hugsa um það, sagði ég. — Þegar ég kem heim
frá Emmu frænku skal ég vera orðin viss um, hvort ég vil
gifta mig eða ekki. Og vertu svo ekki að angra mig meira
með því núna.
Ég bjóst við því, að hann yrði vondur eins og venjulega,
en mér til undrunar leit hann rólega og rannsakandi á mig
og sagði: — Ég held að mamma hafi rétt fyrir sér.
Ég rauk upp. — Og hvað segir mamma þin, ef ég má ger-
ast svo djörf að spyrja?
— Hún segir, að þú sért lík Emmu frænku þinni.
Mér er alltaf meinilla við, ef einhver segir að ég sé h'k
Emmu frænku. Hún er eizta móðursystir mín, og sú eina,
sem er ógift.
Og þó er ég í engum vafa um það, að ég er sá fjölskyldu-
meðlimur, sem líkist henni mest. Allir segja: — Er Aline
ekki lifandi eftirmyndin hennar Emmu, þegar hún var ung?
Og það er mynd af Emmu á snyrtiborðinu hennar í svörtum
ramma, tekin fyrir fjörutíu árum, og sú mynd er af ungri
konu með lítið andlit og tindrandi augu — og ef litið er fram
hjá uppsetta hárinu og stífa kraganum, nú þá gæti þessi mynd
svo sem alveg verið af mér.
En það er ævalangt síðan þessi mynd var tekin, og stúlkan
með snotra andlitið og tindrandi augun er orðin að fýlulegri
gamalli piparmey, sem hefur orð á sér fyrir að vera tann-
hvassasta konan á stóru svæði.
Þegar hún kemur í heimsókn til okkar hlammar hún sér
stíf og bakbein í bezta stólinn okkar og í hvert skipti, sem
ég sé hana segi ég við sjálfa mig: — Góði guð, láttu mig ekki
verða eins og Emmu frænku eftir fjörutíu ár!
Já, mér er það sannarlega til ama, að vera talin lík Emmu
frænku, en Tom hafði aldrei gert það fyrr.
— Hvers vegna ertu að biðja min, ef þú heldur að ég komi
til með að iíkjast Emmu frænku með aldrinum? spurði ég
afundin.
— O-o, það er bara slæmur ávani, sem ég hef tamið mér,
sagði hann með sömu afundnu og kæruleysislegu röddinni.
— En ég legg hann bráðum niður!
Þessi orð hljómuðu fremur sem ögrun en hjónabandstil-
boð. Og allan tímann starði hann á mig sínum hvössu, bláu
augum. Það var honum ekki líkt.
Hann gat ómögulega vitað, hvað ég hafði hugsað fyrr um
16
Aline vildi eignast
mann, sem kæmi öll-
um vinkonunum til
að grípa andann á
lofti af aðdáun, en
ekki venjulegan
mann, eins og Tom. ..
daginn, Þegar ég frétti að Emma frænka lægi í rúminu með
gigt. En Tom hafði þekkt mig frá því ég var barn, og stund-
um fannst mér eins og að hann læsi hugsanir mínar, svo ég
reyndi að láta sem ekkert væri og brosti eins blítt og ég gat
til hans.
— Ég neyðist til að fara núna, sagði ég. Ég þarf að fara að
pakka dótinu niður. Ég veit ekki, hve lengi ég kem til með
að verða hjá Emmu frænku. Ef til vill aðeins í nokkra daga,
— ef til vill viku, eða hálfan mánuð. Góða nótt, Tomm!
Ég beið eftir því að hann segðist ætla að heimsækja mig,
en í stað þess sagði hann: — Því lengur sem þú verður í
burtu, þeim mun betri tíma færðu til þess að hugsa.
— Til að hugsa um hvað?
— Um uppástungu mína. Mér er alvara í þetta skipti, Aine.
Ég veit að ég er búinn að biðja þín, næstum eins lengi og ég
man eftir mér, og þú hefur snúið mig af þér og dregið mig á
langinn allan tímann. Þú nýtur þess, að geta vafið mér um
fingur þér. En ég vil kvænast þér. Þegar þú kemur aftur frá
Emmu frænku verourðu að gefa mér endanlegt svar.
FALKINN