Fálkinn


Fálkinn - 08.06.1964, Blaðsíða 17

Fálkinn - 08.06.1964, Blaðsíða 17
Ég varð orðlaus. Hvernig sem við Tom höfðum rifizt, þá hafði hann aldrei talað svona áður. Þegar hann sneri við til að fara, sagði hann snöggt: — Þar að auki er ekkert víst, að ég vilji bíða svo lengi. Hann gekk flautandi eftir götunni, en mér fannst lagið þunglyndislegt og mér var fróun í því, að hann virtist óham- ingjusamur. Mér gramdist, að hann skyldi ekki einu sinni fylgja mér heim. Eftir að ég var háttuð um kvöldið, lá ég andvaka og hugs- aði um bónorð Tom, og enn þá gat ég ekki ákveðið mig. Ég hafði þekkt hann allt mitt líf. Hann var næstum eins og einn af fjölskyldunni, því hann heimsótti okkur á hverj- um degi og hafði gert það frá því hann var smástrákur. Fjöl- skyldur okkar umgengust mikið og allir virtust ganga út frá því sem vísu, að við Tom myndum giftast einn góðan veð- urdag. Og mér gramdist það. Því ég hafði ákveðið það fyrir löngu, að sá, sem ég giftist, skyldi koma öllum vinkonum mínum til að grípa andann á lofti af aðdáun og öfund. Og hver myndi gera það, ef ég giftist Tom? Góða, gamla og trygga Tom, sem aldrei hafði svo mikið sem stigið í vænginn hjá annarri stúlku. Nei, sagði ég við sjálfa mig. Tom var ekki maðurinn fyrir mig. Ef ég giftist honum myndi ég búa uppi í sveit. eins og hinar giftu systur mínar og eins og mamma og amma höfðu gert. Ég myndi gefa hænsnum og baka brauð, og hengja þvott til þerris, sýsla í garðinum og horfa á tímann líða hjá. Þetta var ekki það líf, sem ég sóttist eftir. Nei, ég gat ekki. gifzt Tom. Það var rangt að vera að halda honum volgum. Það vaeri miklu betra að ég segði nei í eitt skipti fyrir öll. En áður en ég sofnaði laust skelfilegri hugsun niður. Hvað um það, ef enginn annar vildi nú kvænast mér? Þá yrði ég tannhvöss gömul piparjunka, eins og Emmeline Kenny frænka . . . Þrátt fyrir gigtina var Emma frænka sjálfri sér lík, þegar ég kom til hennar morguninn eftir. — Hvað kemur til að þú ert á ferðinni á þessum árstíma? spurði tún tortryggin. Framhald á bls. 29. FALKINN 17

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.