Fálkinn


Fálkinn - 08.06.1964, Blaðsíða 14

Fálkinn - 08.06.1964, Blaðsíða 14
um heima og geima, en stundum varð talið öriítið sundurlaust; þeir þurftu að skoða hesta hvers annars óvenjulega vel. Svo tóku nokkrir raddsterkir og fyrirmannlegir menn sér stöðu og skipuðu reiðmönnum í fylkingar. Fimmtíu og fimmtíu í hóp var skipað niður í rétta röð. Köllin glumdu. Sumir voru full niðursokknir í viðræður við kunningjana — eða eigum við að segja við að skoða hesta þeirra? — en þeir komust ekki lengi upp með það. „Númer . . . Hvar í andsk. . ertu?“ heyrðist kallað hárri og dimmri röddu. Og númer . . var fljótur að koma sér á sinn stað. Svo virtist allt tilbúið til brottfarar. Fánaberi var stiginn á bak. Hestarnir voru sumir hverjir farnir að japla óþolinmóðir á mélunum og öll ,,númer“ voru komin á sinn stað, nema eitt og það var tilkynnt, að það félli úr. Klukkan nálgaðist óðum þrjú. Við Kári höfðum staðið á gryfjubarminum og fylgzt með undir- búningnum. Brátt mundi fylkingin síga af stað og við stigum ,,á bak“ okkar reiðskjóta, rauðmáluðum Willys-jeppa og létum hann lötra í átt til skeiðvallarins á ný. Þar ók Kári „beint upp í loftið,“ upp háan vegarkant, sem engum reiðskjóta hefði verið fær, nema hest- um og jeppum. Þar stigum við út, Kári mundaði myndavélarnar og við horfðum óþreyjufullir í átt til malargryfjunnar. Óvenju mikið bar á svartklæddum mönnum með hvítar húfur og gyllta hnappa. Þeir voru þegar farnir að stöðva bifreiðar, sem stefnt var upp í Blesugrófina og hleyptu engum þar í gegn, nema þeir ættu þar heima. Og það voru ótrúlega margir íbúar Blesugrófar- innar, sem virtust eiga bíla þennan dag . .. Svo kom að því, að fyrstu reiðmennirnir sáust koma upp úr gryfjunni — og þeir riðu í átt frá borginni. Við Kári störðum ráðþrota á eftir þeim og fórum að geta okkur þess til, að þeir myndu ætla að koma aðra leið en við höfðum búið um okkur við. Gat verið að þeir ætluðu að fara inn fyrir ár og koma svo yfir einhvers staðar á móti vellinum? Við vorum ekki nógu góðir í landafræðinni. tii að vita hvort það væri mögulegt. Við snerum Að ofan. Agnar Bogason ritstjóri Mánudagsblaðsins, er mikill hesta- maður. Hann á hest er Háleggur nefnist, mikill hestur og stæðilegur bleikur að lit og mun í hópi stærstu hesta hérlendis. Agnar keppti hér fyrir Vatnsvirkjann. 14 FALKINN Þessi hryssa heitir Blesa, eins og myndin gefur raunar til kynna og knapinn heitir Sigurjón Jakobsson. Hann keppti fyrir vikublaðiö Fálkann í keppninni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.