Fálkinn


Fálkinn - 26.10.1964, Blaðsíða 4

Fálkinn - 26.10.1964, Blaðsíða 4
I -w SJrveBÍ BBtjfiífsku húsgagna $laysta*ti verö — ffóö greiðslukjör KLÆÐIST FÖTUM FRÁ OKKUR Hl\OTAI\ HÚSGAGN AVERZLUN Þórsgötu 1 — sími 20820 Enn um umferðarmál. Kæri Fálki! Það kemur vart svo Fálka- blað í mínar hendur að ekki sé í Pósthólfinu eitthvað um umferðarmál og það sem að þeim lýtur. Og það er víðar en í þessu eina blaði sem þessi mál eru gerð að umtalsefni. í dagblöðum og útvarpi er stöð- ugt verið að hamra á þessum málum og daglega les maður um einhver umferðarslys í dag- blöðunum. Umferðin er eitt af þessum vandamálum sem hrá okkur á þessum dögum. Það kann að vera að það sé að bera í bakka fullan læk- inn að ræða þessi mál enn einu sinni. Þó ætla ég að hætta á það. Ég geri það vegna þess að nú eru skólar landsins ný- byrjaðir og það er sá vettvang- ur sem heppilegastur er til að kenna reglur í umferðinni. Ef ekki er byrjað á því að kenna börnunum og þeim sem ungir eru er það víst að aldrei næst árangur. Það á að gera umferð- arkennslu að skyldu í skólum allt frá barnaskólum og út allt skyldunámið. Öðru vísi mun- um við aldrei ná árangri og öðru vísi verður aldrei „um- ferðarmenning“ sem svo marg- ir eru alltaf að tala um. Með þökk fyrir birtinguna. Ökuþór. Svar: Þetta er rétt hjá þér meö um- feröarkennsluna og hún hefur þegar veriö telcin upp í nokkrum skólum þótt ekki sé um skyldu- námsgrein aö ræöa. Þá hafa for- ráöamenn Langholtssafnaöar látiö þessi mál mjög til sín taka svo sem meö hjólreiðanámskeiöum og annarri hliöstœðri kennslu undir handleiöslu lögreglumanna. Hafa þessi námskeiö verið vel sótt og allt útlit er fyrir aö fleiri söfn- uöir taki upp þess háttar. Um lokunartíma sölubúða. Háttvirta blað! Nú hefur veturinn hafið inn- reið sína einu sinni enn og kannski verður þetta harður vetur með snjó og frosti. Við skulum þó vona hið bezta eins og endranær og ekki láta hug- fallast fremur venju. En þessi nýbyrjaði vetur má vera Reyk- víkingum mikið tilhlökkunar- eíni sérstaklega ef hann vei ður í sínu gamla formi. Það má vera þeim mikil tilhlökkun að þurfa að norpa fyrir framan söluop verzlana ef þá skyldi vanhaga um eitthvað smá vegis svo sem sígarettur eða kaffi- pakka. Þ. e. a. s. ef kaffipakk- ann er einhvers staðar að fá. Og líklegt er að þakkarorð muni stíga frá brjóstum þeirra sem norpa í kuldanum bíðandi eftir sígarettupakkanum eða kaffi- pakkanum til þeirra sem komu á þessari fyrirmyndar breyt- ingu. Einn sem norpar. Svar: Já, þaö veröur sjálfsagt ekki skemmtilegt aö hanga fyrir utan opin. Um unglinga og verzlun. Háttvirta Pósthólf! Mér þykir það nú heldur leiðinlegt að þurfa að vera með nöldur en ég sé mig samt til- neydda. Þannig er mál með vexti að ég á heima nærri skóla einum hér í borginni. Nálægt þessum skóla og þar sem ég á heima er stór verzlun. Nú kem- ur það auðvitað oft fyrir að maður þurfi að fara í verzlun á morgnana en það getur orðið annað en garaan. Þegar frímín- útur eru í skólanum er bók- staflega ekki hægt að koma inn í verzlunina vegna þess að þá flykkjast þangað flestir úr skólanum til að kaupa sér gos og eitthvað með því. Sumir eiga kannski frí í næsta tíma og þá er hangið í verzluninni langt fram yfir frímínúturnar og það er ekki auðhlaupið að því að verzla. Ekki vegna þess að af- greiðslufólkið sé ekki lipurt og almennilegt heldur vegna þess að þeir sem hanga í verzluninni eru með hávaða og læti og þvælast fyrir manni. Nú er ég ekki að áfallast verzlunar- manninn þótt hann leyfi þess- um nemendum að verzla í búð- inni því sumir mundu segia að það væri ekki annað en sjálfsögð sjálfsbjargarviðieitni. Heldur eru það forráðamenn skólans sem ég áfellist. Þeir hljóta að geta lagt einhverjar hömlur fyrir þessum flótta nemenda fyrir verzlunina. Ef unglingarnir geta ekki án þessa verið er auðvitað heppilegast að í skólanum væri verzlun þar sem þessi varningur væri seld- ur og hagnaðinn af henni mætti nota til einhvers fyrir nemend- ur sjólfa. Og svo má kannski geta þess að þarna í næsta ná- grenni er einnig sjoppa og þar hanga unglingarnir allan guðs- langan daginn. Nú er ég í sjálfu sér ekki á móti svokölluðu -

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.