Fálkinn


Fálkinn - 26.10.1964, Blaðsíða 15

Fálkinn - 26.10.1964, Blaðsíða 15
Loftskipið HINDENBURG í Ijósum logum. Mörg síðari loftskip urðu að hlíta sömu örlögum. í þessu slysi týndu 36 manns lífinu. Skybolt varð sorgarband flug- hersins. 800 milljónum dala var kastað á glæ áður en flugher- inn viðurkenndi loks mistök sín og hætti fram- leiðslu þessa gagnslausa skrímslis. óleyst er gátan um kafbátinn Tresher sem sökk út af Þorskhöfða með 129 manna áhöfn. Hann var fyrirmynd að 20 kafbátum sem margir hverjir voru ekki hlaupnir af stokk- unum þegar Tresher sökk. Frekari fram- kvæmdir fóru út um þúfur og 45 milljón dalir fóru í súginn. Töpin í Bandaríkjunum eru þó lítilræði hjá því sem orðið hefur í öðrum löndum. Tökum Maginot-línuna til dæmis. Hún var byggð á reynslu sem fékkst í fyrri heim- styrjöldinni og hafizt handa um framkvæmd- ir á upplausnartímunum fyrir seinni heim- styrjöldina, það var flókið kerfi neðanjarðar- virkja og fallbyssuhreiðra .. . byssunum var öllum beint að hinum hugsanlega fjand- manni. Línan lá meðfram frönsku landamærunum frá Sviss til Lúxemborgar og kostaði gífur- lega vinnu og fé. En af efnahagslegum og stjórnmálalegum orsökum náði línan ekki lengra en að belgísku landamærunum! Þar yar því skarð fyrir skildi. Og mikið rétt.,, þegar stríðið hófst æddu vígreifar sveitir Hitlers gegnum Belgíu I maí 1940. Þær tóku hið „óvinnandi“ Liege- vígi með því að láta hermenn í svifflugum lenda ofan á sjálfu virkinu. Síðan var þeim í lófa lagið að ráðast aftan að Maginot-lín- unni því það kom í ljós að Frakkar gátu ekki beint byssum sínum nema í eina átt! Maginot- línan er einhver hrapalegustu mistök hern- aðarsögunnar. En Þjóðverjar hafa einnig framið óheyri- leg glappaskot, þó þeir hafi gengið vel fram 1 því að breiða út um sjálfa sig miklar þjóð- sögur um nákvæmni og skipulagshæfileika. Loftskipin eru eitt dæmi þeirra. v Á pappírnum leit það vel út að smíða skip sem væru léttara en loft. Þau höfðu geysilegt burðarmagn og hlutverk þeirra margþætt. En þessir jötnar himinsins féllu í valinn fyrir dvergum sem ekki varð séð við: neist- um, vindsveipum og þar fram eftir götunum. Hindenburg var risavaxið bákn, 250 metra langt og tók mikið magn af vatnsefni. Það tók 50 farþega og hóf farþegaflutninga yfir Atlantshaf. í 10. ferðinni, þann 6. maí 1937 leystist það upp i ljósum logum o;í 36 manns týndu lífi. En Frakkland og Ítalía höfð i einnig orðið fyrir skakkaföllum á þessu sviði. Bandaríkin notuð i helíum í staðinn fyrir eldfirrt vatnsefni. En Shenandoah lenti i hvirfilbyl yfir Ohio-fylki árið 1935, brotnaði í þrennt og þannig fórust 29 manns. Þessar loftstjörnur minna á hina risavöxnu sjóflugvél sem milljónamæringurinn Howard Hughes lét byggja undir lok stríðsins og olli því að 25 milljón- um dala var kastað á glæ. Þýzkir kafbátar ógnuðu sífel’t herflutningum yfir Atlantshaf. Hughes hélt því fram að lausni í væri fólgin í flugvél sem byggð væri úr tré og gæti flutt 750 he> menn yfir hafið. Flugvélin var að sönnu smíðuð en komst aldrei í gagnið. Eftir að stríðinu lauk hljóp Hughes sjálfur um borð í þennan risafugl sinn sem hafði FÁLKINN 15

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.