Fálkinn


Fálkinn - 26.10.1964, Blaðsíða 9

Fálkinn - 26.10.1964, Blaðsíða 9
er annars vegar. Engu! Alls engu máli! Skilurðu það? Hún faldi andlitið við öxl hans og grét sáran. Hann strauk hárið á henni, meðan sannleikurinn rann upp fyrir honum. — En Thea ... elsku, bezta Thea ... Þú mátt ekki gráta ... Rusty stóð og horfði á dauða fílinn. í ofsalegri bræði hafði hann gengið nær honum og látið skotin dynja á honum, þótt það setti hann sjálfan i mikla hættu. En nú var sigur- inn unninn. Nimrod beygði sig niður og snerti skepnuna, Mahuli þreif- aði líka á henni. í kvöld yrði mikil veizla hérna. Fólk mundi þyrpast að úr öllum áttum. Konurnar kæmu með öl og síðan yrði dansað og bumbur barðar. Rusty leit upp og kom auga á Alice sem nálgaðist. Hann vissi að hún óttaðist að finna hann kraminn og limlestan eftir dýrið og vissan um ótta hennar veitti honum óblandna sigurtilfinningu. Hann rétti Mahuli byssuna og gekk til Alice. — Þú ert ómeiddur, Rusty! sagði hún. Guði sé lof að þú ert heill á húfi! — Er heill á húfi! sagði hann. Hann tók undir handlegg hennar og fann að hún hrökk við þegar hann kom við hana. Hann fann vissulega mjög til nærveru hennar og þá rifjuð- ust beizkar endurminningar hans upp fyrir honum. Rusty herti takið utan um hana og þau gengu hægt upp eftir hlíðinni. Þegar þau höfðu etið kvöld- mat var tunglið komið hátt á loft og undirbúningur veizl- unnar niðri í dalnum var í fulium gangi. Nóttin var svöl og Rusty rétti Alice jakka. — Þú ert skrítin stúlka, sagði hann. — Þú borðaðir fíls- hjarta með góðri lyst að engu var líkara en þér smakkaðist það vel. Alice hló. — Mér fannst það mjög gott. Og ég er viss um að það eru einhverjir galdrar í því. — Krókódílshjarta er það áhrifamesta, því að það vekur óslökkvandi ást. — En fílshjörtun hafa engin slík áhrif? — Nei, sem betur fer ekki. Langar þig til að fylgjast með hátíðahöldunum? Hún hikaði við og Rusty hló. — Já að vísu eru ljónin oft á ferli um þetta leyti sólar- hringsins, en hávaðinn og glaumurinn er nóg til að halda þeim í hæfilegri fjarlægð þessa stundina. Þau gengu niður hlíðina. Rusty fór að hugsa um á leið- inni, að kannski hefði verið skynsamlegra að taka með sér byssuna. En vonandi væri öllu óhætt. Þau settust niður alllangt frá gleðistaðnum. Nimrod birtist rétt hjá þeim. Og Smokey hnusaði í kringum þau. Þetta var töfrandi og villi- mannlegt í senn og hinir inn- fæddur börðu bumbur sínar I föstum ákveðnum takti. — Þarna sérðu, sagði Rusty. Dálítið ólíkt því sem þú hefur kynnzt, býst ég við. Frum- stætt og framandi... — Kannski er það frum- sætt, sagði Alice, en ætli við höfum ekki öli þessa eiginleika í okkur, þótt við berjum þá niður með harðri hendi. — Það er ég ekki viss um, sagði Rusty. — Kannski á það við um mig — ég er frumstæð- ur villimaður. En hvað snert- ir bróður minn, Andrew — þá hefur hann ekkert slíkt í eðli sínu. Og ég efast um að Andr- ew gifti sig. Hann er tortrygg- inn gagnvart kvenfólki yfir- leitt... En sjálfsagt verður hann fljótlega ... — Rusty, það ert ÞÚ sem ert tortrygginn gagnvart kven- fólki! Þú! hrópaði hún upp. — Hvernig fór ítalska eigin- konan þín að því að særa þig og gera þig svona einrænan og mannfælinn, sagði Alice. Rödd hennar, sem var áköf og hvöss þrengdi sér inn fyrir þann vegg, sem hann hafði gert um sig fyrstu árin eftir að Flora yfirgaf hann. — Viltu að ég segi þér um Floru? spurði Rusty. — Já, sagði Alice og hún hugsaði með sér: ef hann segir mér frá henni, kynnist ég hon- um — og Andrew líka. Það sem hefur komið fyrir Rusty hefur einnig skilið eftir spor hjá Andrew. — Það var um vor í Flórens, sagði hann — Meðan síðasta heimstyrjöld geisaði. Flóra var túlkur hjá bandamönnum, en þeir borguðu henni svo smán- arlega lítið að hún hafði varla ráð á að kaupa sér mat. Hún var af gamalli og stoltri ætt og hún bjó hjá frænku sinni í stórri höll við Arnosströnd- ina ... Þær tóku á móti föng- um og særðum og leyfðu þeim að dveljast í höllinni nokkurn tíma — og þeir borguðu fyrir það — á sinn hátt... — Ég skil, sagði Alice. Hann leit á hana eins og hann sæi hana í nýju ljósi. — Já, Andrew hefur rétt fyrir sér. Þú átt raunverulega hér heima. Flora felldi sig eklri við að búa hér. Hann hélt áfram lágróma: Flóra var mjög falleg. Og meðan hann talaði furðaði hann sig á, hvers vegna hann talaði um hana, eins og hún væri dáin. — Við urðum hrifin hvort af öðru, sagði hann. En við vorum allt of ung. Við trúðum á ástina. Flora gat ekki afbor- ið að horfa upp á land sitt í sárum. Við giftum okkur og fórum þaðan og fluttum til Suður-Afríku. Mér fannst ég hamingjusamasti maður í öll- um heiminum. — Og hvað svo? spurði Alice þegar hann hafði þagnað nokkra hríð. — Sum tré má ekki rífa upp og planta annars staðar. Og sama máli gegnir um mörg dýr. Og ef við hefðum ekki verið ástfangin og einföld hefð- um við skilið að þannig var Flora líka. Hún gat ekki þrif- ist án þess að umgangast sína gömlu félaga — og hún gat ekki lifað án tónlistar og mynd- listar að því er hún sagði. — Og þú hefur ekki viljað flytja héðan? spurði Alice. — Hvað átti ég að gera á Ítalíu, svaraði Rusty. Hér á ég heima — á sama hátt og hún átti aðeins heima á ítalíu. Og svo fór hún heim nokkrum ár- um síðar — og kom aldrei aftur. Þau gengu aftur til fyrra áningarstaðar þeirra uppi í hlíðinni. Rusty spurði Alice hvort hún kysi að sofa í jepp- anum. — En hvað með þig sjálfan? — Ég sef við eldinn. — Þá geri ég það líka. Og ég vil gjarnan fá vindsæng tii að liggja á. Oasis hafði séð um að eldur- inn logaði glatt, og hún hafði lagzt niður á mottuna sína og breitt teppi upp að höku. Drengurinn lá við brjóst henn- ar og þegar hann vaknaði og fór að ambra, gaf hún honum að drekka. — Konur öðrum megin við eldinn — karlmenn hinum megin sagði Rusty og skipaði Nimrod að setja vindsæng Alice við hliðina á Oasis. Rusty breiddi teppi ofan á Alice og sagði: — Vertu óhrædd þótt þú heyrir hundana gjamma. — Ég verð ekkert óróleg. Ég hef aldrei sofið undir berum himni áður og mér finnst það yndislegt. Ósjálfrátt strauk hann létt yfir hárið á henni. — Ég heyrði hina innfæddu tala um þig áðan — þeir hafa gefið þér nafn. Likwezi. Það þýðir hin bláa tindrandi stjarna. Sofðu rótt, Likwezi. Tunglið var beint upp yfir henni — trumbuslátturinn neðan úr dalnum — augu hans sem hvíldu á henni í mildri nóttinni. — Horfðu ekki svona á mig, sagði Rusty. Ég heiti Ratau, Ljónið, og ég er hættulegur. Morguninn eftir tóku þau saman pjönkur sínar og óku af stað meðfram Fulefljótinu. Alice leit í kringum sig á á tignarlegt umhverfið og sagði: — Þetta er hreinasta para- dís. — Paradís er orð fyrir hinar óhræddu og djörfu, sagði Rusty — Og hina hamingjusömu, sagði Alice og hristi höfuðið. — Og ég er hamingjusöm núna. — Það er ég líka, sagði Alice. En þegar við sveigjum í áttina til Sweet Spruit þá er ég hræddur um að skapið breytist. Alice sneri sér við og réttl fram hendurnar í átt til barns- ins, sem var ekki lengur hrætt við hana og sótti gjarnan til hennar. En að þessu sinni þrýsti Oasis barninu fast að sér. Nimrod hallaði sér fram og sagði til skýringar: — Oasis ekki ánægð hér, Nkosikasi. Hrædd við Tokoloshe. — Ég ætla að rannsai a svæðið í kring, sagði Rusty. — Það er bezt að þau verði kyrr í bílnum hjá Oasis, Alice. Framhald á bls. 30. 9 ' FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.