Fálkinn


Fálkinn - 26.10.1964, Blaðsíða 42

Fálkinn - 26.10.1964, Blaðsíða 42
Norðurlandamótið. Þrjár íslenzkar bridgesveitir spiluðu á Norðurlandamót- inu, sem háð var í Osló í júní, og satt bezt að segja, þá urðum við fyrir miklum vonbrigðum með frammistöðu þeirra. Karlasveitirnar höfðu aðeins Finnland fyrir neðan sig og kvennasveitin okkar varð neðst. Talsvert var skrifað um mótið í blöð á Norðurlöndum og í einu þeirra, Aften- posten í Osló, segir Jóhannes Brun ofursti, eftir að hafa rannsakað leikina nákvæmlega, að styrkleiki á mótinu hafi ekki verið mikill á alþjóðlegan mælikvarða, ekki einu sinni hjá beztu þjóðunum, Svíþjóð og Danmörku. Noregur gerði eins og við var búizt. segir hann, „en ég hef það á tilfinningunni, að írlenzku sveitirnar hafi verið betri en lokatölurnar sýndu.“ Svo mörg eru orð ofurstans. Hér er eitt spil frá leik Noregs 2 og Svíþjóðar 2. A K-3-2 ¥ 8 ♦ Á-K-7-6 A Á-D-9-5-4 A 10-5-4 A Á-D-9-8-7-6 ¥ 6-2 ¥ G-10-9-7 ♦ D-5-4-3 ♦ 10-8-2 * G-10-7-2 * Ekkert A G ¥ Á-K-D-5-4-3 ♦ G-9 ♦ K-8-6-3 Vestur gaf, allir á hættu. Þar sem Svíarnir sátu N—S gengu sagnir þannig: Vestur Norður Austur Suður pass 1 * 1 A 3 ¥ pass 3 gr. pass 4 * pass 4 gr. pass 5 ♦ pass 6 * pass pass Skemmtilegt spil. Austur spilaði út hjarta 10, og sagn- hafi hefur vissulega við vandamál að etja, og það kom ekki á óvart, að hann skyldi tapa spilinu, en hins vegar á hvern hátt hann gerði það. Hann fór strax rangt í tromp- litinn, tók ásinn í blindum, og eftir það er spilið vonlaust. Þetta er lélegt hjá Norðurlandameistara, þvi öryggisspil er auðvitað, að spila kóngnum fyrst, því ef öll trompin eru hjá Vestri (eins og hér), er hægt að ná þeim með því að spila kóngnum fyrst. Ef Austur á hins vegar öll tromp- in fær hann alltaf trompslag. Það er hægt að vinna spilið með því, að taka hjarta 10 með ás og trompa lítið hjarta í blindum. Síðan er tekið í laufa kóng og þá kemur tromplegan í ljós, en sagnhafi spilar þá hjarta og þvingar Vestur og vinnur spilið. Því miður er ekki rúm til að útskýra þetta betur, en með smá- rannsókn á spilinu sjáið þið vinningsleiðina. Á hinu borðinu gengu sagnir þannig: pass 1 * 1 A 3 A pass 5 4» pas^ oass Ekki hugmyndaríkar sagnir. Spaðaás var spilað út og sex lauf unnust einfaldlega. 12. stig fyrir Noreg. 42 FÁLKINN Skólinn var strauborð Framhald af bls. 13. — Við vorum í skólanum frá klukkan níu til tvö á dag- inn. Og oftast sátum við svo heima á daginn, sátum við að sauma. Eða fórum í boltaleik. Það voru ekki fjölbreyttar skemmtanir í þá daga. — Voru stúlkurnar alltaf í meiri hluta? — Lengi vel var það, segir Hansína. Svo bættust við bræð- ur mínir, Friðrik, Hjalti og Jóhannes. Hann er yngstur okk- ar. Jú, svo voru þeir úr dokt- orshúsinu, Steingrímur sem seinna varð rafmagnsstjóri og hann Bjarni Björnsson leikari. Hann var svo kátur, hann Bjarni. — Já, aumingja Bjarni, segir Rósa og ljómi færist yfir and- litið, hann var alltaf brosandi, hann Bjarni. — Hann var svo sætur, segir Rósa og hýrnar yfir henni. — En Steingrimur brosti aldrei. Hann var svo stilltur, hann Steingrímur. — Bjarni var nú stilltur líka. En hann var bara alltaf brosandi. — Hvað hann gat brosað, hann Bjarni. — Þá þekktist ekki að brosa, segir Hansína mér til skýring- ar, þá voru allir alvörugefnari en nú. Þá var aldrei brosað á mynd. — Og hvaða börn voru önn- ur með ykkur í skólanum? Þegar fór að fjölga? — Það var hún Ella lands. Elín Stephensen, dóttir lands- höfðingjans, sú yngsta. Svo voru þrjár dætur Geirs Zoéga rektors. Og elzta dóttir Thors Jensen, Camilla sem seinna varð læknisfrú á Siglufirði, giftist Guðmundi Hallgríms- syni. Og svo var hún Sólveig, Hún var dóttir Kristjáns Jóns- sonar dómstjóra, hann varð einu sinni ráðherra. Hún gift- ist Sigurði Eggerz forsætisráð- herra. Og þarna voru tvæk dætur Th. Thorsteinsson út- gerðarmanns. Geir gamli Zoéga var afi þeirra. Og svo var Þórð- ur elzti sonur Steingríms Thor- steinssons, hann var dálítið sér. Hann var aldrei tekinn upp og seinna fór hann til Ameríku. Þær halda áfram að rifja upp æskuminningarnar þarna í túninu, tveir elztu nemendur skólans meðan skólabjallan glymur til merkis um að frí- mínútum sé lokið og börnin raða sér upp í skipulega röð á stéttinni. Rósa Þórðardóttir hefur í raun réttri aldrei farið af Landakotstúninu, hún býr ekkja á Unnarstíg steinsnar frá skólanum og stundar enn starf sitt á skrifstofunni hjá Ziemsen þar sem pabbi hennar var utanbúðarmaður. Hún hef- ur unnið hjá Ziemsen í sextíu ár... Séra Georg er ungur hol- lenzkur prestur af Montford- reglunni eins og flestir kaþólsk- ir prestar á íslandi. Hingað kom hann árið 1957 en hefur gegnt störfum skólastjóra frá því séra Hackings heitinn lét af því starfi 1961. Fyrstu kaþ- ólsku nunnurnar voru sendar hingað til lands fyrir aldamót í því skyni að hjúkra frönskum sjómönnum sem lágu veikir fjarri ættjörð sinni og trú- bræðrum. Síðasta franska skút- an sigldi úr augsýn fyrir mörg- um áratugum en kaþólskt trú- boð festi hér rætur og hefur staðið með blóma síðan. Ka- þólskir ganga þó ekki að trú- boðinu með oddi og egg en leggja á það alla áherzlu að starfrækja líknar- og fræðslu- stofnanir þar sem mótmæl- endur eiga jafnan rétt við kaþólska og er ekki þröngv- að til trúskipta. Þannig hefur Landakotsskólinn verið starfræktur sem einkaskóli án fjárhagslegs stuðnings frá rík- inu. Þó er ekki nema þriðjung- ur nemenda af kaþólsku bergi brotinn. í Danmörku njóta einkaskólar á borð við Landa- kotsskólann sömu réttinda og opinberir skólar og eru kostað- ir af ríkinu að öllu leyti. í Hollandi fá þeir styrk sem nemur 80% af þeirri upphæð sem ríkisskólar fá. Forráða- menn Landakotsskólans eru vongóðir um að íslenzk stjórn- arvöld muni veita þeim ein- hverja fjárhagslega úrlausn. Eins og sakir standa verða for- eldrar nemenda að greiða skólagjöld til að standa straum af launum kennara en þó vinna fjórir kennaranna kaup- laust. Ein þeirra er Systir Clem- entia sem hefur kennt lengst þeirra kennara sem nú starfa við skólann. Hún byrjaði að kenna við skólann 19 ára að aldri og hefur nú kennt í 27 ár. — Ég gekk sjálf í Landa- kotsskólann, segir mér Systir Clementia sem er eina ís- lenzka nunnan í heiminum, og upphafið að skólaferlinum var allt annað en glæsilegt. Fyrsta daginn minn í skólanum gerði ég hvorki meira né minna en þrjár tilraunir til að strjúka.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.