Fálkinn


Fálkinn - 26.10.1964, Blaðsíða 37

Fálkinn - 26.10.1964, Blaðsíða 37
Kæri Astró! Mig langar mjög mikið til að fá einhverja vitneskju um framtíð mína. Ég er fædd 1946 kl. 12.15 e.h. Nú sem stendur er ég við verksmiðjuvinnu, en er að hugsa um að skipta um, er það ráðlegt? Ég hef kynnzt þrem strákum og líkar vel við þá alla. Getur komið til greina að einhver þeirra verði maður- inn minn. Ég hef hugsað mér að fara í skóla árið 1965— ’66, getur það orðið? Mér þætti vænt um að þú segðir mér eitthvað um heilsu- far, fjárhag og ástir í framtíð- inni og hve mörg börn ég muni eignast. Fyrirfram þökk. Óla. Svar til Ólu: Það fyrsta sem vekur eftir- tekt í stjörnukorti þínu er að allar plánetur nema ein eru á efri helming kortsins og beztu pláneturnar rísa sem kallað er. Þetta bendir til þess að þú munir taka mikinn þátt í opinberu lifi og geta náð hátt. Það eru þó sérstaklega félags- málin sem þú ættir að einbeita þér að og ættir þú að geta orðið leiðandi manneskja á þeim sviðum. Júpíter í ellefta húsi bendir einnig til að vinir þínir verði þér mjög hliðhollir og margar vonir þínar og óskir rætist. Sporðdrekamerkið rísandi bendir til að þú sért mjög til- finningarík, en hlédræg og á stundurn nokkuð leyndardóms- full, Sporðdrekamerkisáhrifin eru nokkuð sterk í eðli þinu þótt sólmerki þitt sé í Vogar- merkið, og ávallt er nokkur hætta á að tilfinningarnar ráði um of gjörðum þínum. Ekki er gott að segja um það hvort þú munir giftast einhverjum af þeim piltum sem þú nefnir, til þess þyrfti ég að hafa fæð- ingarstund og stað þeirra en það er visst aðdráttarafl sem tengir þig hinum tveim fyrr- nefndu, en búast má við að aðeins sé um að ræða augna- bliks ástríðu. Þegar Venus er rísandi á austurhimni við fæð- ingu eykur hann löngun fólks til að dvelja sem mest í félags- skap annarra og bendir einnig til þess að þú eigir auðvelt með að stofna til kunningsskapar og vináttubanda. Þetta gerir þig glaðlynda og einnig munt þú búa yfir nokkrum listrænum hæfileikum. Þegar merki Vogarinnar er á geisla tíunda húss er þörf nokkurrar vandvirkni í starfs- vali. Það er listrænt og skraut- næmt merki og gefur hæfni í meðferð lita, fegrunarlyfja og ilmvatna, einnig hárgreiðslu og öðrum fegrunaraðferðum, svo og meðferð og ræktun blóma. Nokkuð munu fjármálin verða breytileg eftir giftingu, og tíðar sveiflur í tekjum og gjöldum. Þú hefur tilhneigingu til að taka ástamálin mjög alvarlegy' nærri frá upphafi kynna og þegar ástasamband hefur kom- izt á rekspöl er rík þrá eítir að halda því við. Þú átt á hættu að verða fyrir vonbrigðum ef þú verður fyrir svikum eða þér er ekki sýnd full einlægni. _ Þetta merki bendir til eðlilegr- ar löngunar eftir börnum og ástar til þeirra, en bendir þó ekki til margra barna en búast má við að þau verði einlæg og kærleiksrík. Merki Nautsins á geisla sjötta húss gefur þér líkamlegt þol og veitir þér styrk til að standa gegn ásókn sjúkdóma, samt þarftu ávallt að gæta stillingar i mataræði og forðast ofneyzlu matar og drykkjar. Yfiríeitt ætti heilsufarið að geta orðið gott ★ FÁLK.INN i

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.