Fálkinn


Fálkinn - 26.10.1964, Blaðsíða 18

Fálkinn - 26.10.1964, Blaðsíða 18
ÞEIR SIG TÚNA Um þessar mundir eru starí- andi hér í borginni og viða út um land margar ung- lingahljómsveitir. Hvað kunn- astar munu vera Hljómar úr Keflavík og Solo. En það eru fleiri hljómsveitir eins og t. d. Tónar, sem við rœðum við hér á eftir. Það er nauffsyn- legt að fylgjast vel með þegar um þessa tegund tónlistar er sS ræða, sögSu þeir Tónar og brugðu sér i Tónaver til að líta á Ujómplötur. 18 FÁLKINN Það ber ósjaldan við, að hingað á ritstjórnina berist bréf frá unglingum, þar sem þeir eru að biðja um, að þessi og hin danshljómsveitin sé kynnt, að birtar séu af þessum hljómsveitum myndir og rætt við meðlimina. Það bar einkum á þessu í bréfum í vetur sem leið og vor, meðan bítlaæðið svokallaða var hvað mest á dagskrá. Þá voru líka kynntar tvær höfuð bítlahljómsveitir lands- ins, Solo og Hljómar úr Keflavík. Én svo var eins og skriftaráhugi unglinganna dvínaði töluvert í sumar, og það bárust fá bréf með þeim beiðnum, sem getið var að ofan. En svo með haustinu fór áhuginn aftur vaknandi, og nú eru þessi bréf aftur farin að berast hingað í löngum bunum. Og til þess að slökkva sárasta þorsta unglinganna í þessum efnum, þá ákváðum við að kynna eina af þessum hljómsveitum,- sem nú eru starfandi. Það eru Tónar. Þeir eru fimm eins og stafirnir í nafninu á hljómsveit- inni. Þeir heita Sigþór Skaftason, Jón Þór Hannesson, Guðni Pálsson, Gunnar Jökull Hákonarson og Birgir Kjart- » ansson. Raunar mætti telja þá sex, því sjötti maðurinn er Markús Jensson framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar. Við hittum þá sexmenningana að máli fyrir skömmu, og það voru aðallega þeir Jón Þór hljómsveitarstjóri og Markús framkvæmdastjóri, sem höfðu orð fyrir þeim. Við spurðum þá fyrst, hvort þeir væru ekki bítlahijóm- sveit. Þeir voru allir fremur hárprúðir, svo okkur þótti þetta ekki svo galin spurning. Þeir gáfu lítið út á, að þeir væru bítlar. Að vísu hefðu þeir flestir hárvöxtinn í að vera það, en hvað músíkina snerti, þá væri ekki hægt að kalla þá bítla fremur en annað.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.