Fálkinn - 26.10.1964, Blaðsíða 27
Okkar öld ætti að heita veizlu*
öldin, því að veizlur setja svip
á þjóðlífið, rétt eins og í R6m
forðum, og við þær er allt mið-
að.“
„Sei, sei, já,“ samsinnti Hall-
varður. „Við höfum nefnt okk-
ur söguþjóð og bókmenntaþjóð.
Nú erum við veizluþjóð.“
Holdug, broshýr kona heils-
aði þeim í dyrunum úti og vís-
aði Hallvarði til stofu, sem bar
sorglegan vott um að minnsta
kosti tvö merkisafmæli. Hall-
varður staðnæmdist framan við
hauslíkan sýslumanns á háum
skáp.
„Þetta er síðan ég átti
sextugsafmælið.“ Sýslumaður
stundi við. „Og veiztu hvað?
Ég er aðeins viku yngri en þú,
Varði. Minn mæðudagur er 4.
desember.“
„Þá færa þeir þér digran
grjótkarl í heilu lagi.“
„Já, með ístru og öllu saman.
Þú verður ekki farinn, Varði.
Þú færð enga skipsferð fyrr en
eftir hálfan mánuð. Mig minn-
ir, að þú viljir ekki fljúga. En
þú ferð ekkert frá mér, þó
tengdadóttir þín hressist. Það
er ósköp þröngt hjá þeim. Hér
er stærðar hús hálfautt."
Hallvarður var að hugsa um
að spyrja eftir börnum sýslu-
manns, en hætti við það. Em-
bættismenn hafa alltaf verið
metnaðargjarnir fyrir hönd
barna sinna og þótt hæfa, að
þau gengju menntaveginn. En
hver vissi nema synirnir væru
sleikipinnakaupmenn og dæt-
urnar sýningargripir og öll
menntun eftir því. Hallvarður
mundi, satt að segja ekki í
svipinn, hvað hann hafði heyrt
um þessi börn. Bezt var að láta
Tóta ráða, hvað hann sagði.
Karlinn átti sand af krökkum
og einhver barnabörn. Konan
var talsvert yngri en hann.
Þeir fengu sér sæti, og sýslu-
maður þagði um stund íhugull.
„Ég er að hugsa um að fara
að dæmi þínu, Varði, flýja úr
héraði. Ég hef heyrt það út
undan mér, að fólk ætlast hálft
í hvoru til þess, að ég fari. Jón
sonur minn býr í Reykjavík.
Ég á svo sem erindi suður.
Heyrðu, Varði, þú ferð með
mér, frekar en bíða hér. Þú
hleypir í þig kjarki og flýgur.
Héðan er flugferð I hverri
viku.“
Hallvarður treysti sér ekki
til að ákveða neitt um þetta
strax. Hann var eins og lurk-
um laminn eftir sjóferðina og
þá andvöku, sem hennj fylgdi.
Og svo átti hann eftir að hitta
Munda sinn.
Húsfreyja kom nú inn með
rjúkandi heilagfiski og bað þá
að flytja sig að matborðinu.
óbragð sjóveikinnar vék fyrir
ilmandi soðningunni.
„Ég hef hlerað,“ sagði sýslu-
maður lágt, þegar frúin brá
sér fram, „að sýslunefndin ætli
að færa mér stóreflis lampa.“
„Þó er eins og eitthvað sé
til hér af lömpunum," sagði
Hallvarður og renndi augum
yfir lampa í laginu eins og trjá-
grein, annan lampa í gljáfægðu
hrútshorni og þann þriðja í sels-
líki.
„En þessi verður einhver
sjálflýsandi fugl á silfurkvisti,“
sagði sýslumaður.
„Ekki þó rnörgæs?"
„Góði Varði, þú færð mínus
23 í náttúrufræði fyrir þetta,
það lægsta, sem hægt var að
komast í Gagnfræðaskólanum
í gamla daga.“
„Ég hélt, að sjálflýsandi fugl-
ar mættu tylla sér, hvar sem
væri, án þess að vitna þyrfti
í náttúrufræði. Ég þarf reynd-
ar ekki að spyrja. Auðvitað er
fuglinn ugla. Hún er sögð svo
vitur. Og nú ætla sveitungar
þínir, þó seint sé, að kenna þig
við vitsmuni til hátíðabrigða."
Sýslumaður hló. Hann viður-
kenndi, að hann þyrfti ekki
neinar Saltvikurtýrur til við-
bótar öllum gjafalömpunum
og stærðar Ijósakrónum, að
ógleymdri sólinni og öðrum
himinljósum. „Og upp á það
fljúgum við suður. Það er
hreint og beint ætlazt til, að
ég fari.“
„Segjum við tveir,“ sagði
Hallvarður. „Og afmælisveizla
hjá mér hefði orðið beinlínis
ergileg, vegna þess að ég hef
aldrei neina dáradrykkju um
hönd, svo margir hefðu setið
hnípnir eins og sauður í svelti.“
Sýslumaður hélt áfram: „1
fyrsta lagi er það konan. Hún
fær enga hjálp við bakstur.
Hún segir líka að skaflajárnað
kvenfólk muni gjöreyðileggja
nýju gólfábreiðuna. Borðbún-
aðurinn er í hættu fyrir odd-
vitanum og einum ef ekki
tveimur sýslunefndarmönnum,
sem eru áhrifamenn í veizlum,
eins og það er kallað.“
Hallvarður féllst á þetta:
„Ég skil það vel, að þú viljir
eiga þín ílát óbrotin og þín
gólf heil. Þar að auki kemst
þú aldrei úr veizluskuldunum,
svona gamall maður,- þó að þú
verðir níræður."
„Ekki er ofsögum sagt, hvað
þú ert féglöggur, Varði minn.
En menn komast fljótt úr
skuldum, ef þeir eru her''nir
í bingó. Nú verður farið að
hækka vinningana upp í haf-
skip og stórhýsi. tsskápar
freista ekki nema kotunga."
Húsfreyja kom nú inn og
sagði, að hann Guðmundur
Hallvarðsson væri að spyrja
eftir föður sínum.
Síðari hluti í næsta blaði.
Milljarðar í súginn
Framh. af bls. 17.
Jean Seberg hófst til frægð-
ar þegar stórleikstjórinn Otto
Preminger var að leita að leik-
konu til að leika þennan þjóðar-
dýrling og heilögu mey Frakka.
Bernhard Shaw hafði ein-
hverju sinni látið þau orð falla
að hlutverkið yrði að vera leik-
ið af „algerlega óþekktri stúlku
á tvítugsaldri“ og Preminger
setti allt á stað til að leita.
er hann hafði kynnt sér
frammistöðu 18000 umsækj-
enda og persónulega talað við
3000 ákvað hann að taka 17
ára gamla stúlku frá Iowa,
Jean að nafni.
En þrátt fyrir allt þetta um-
stang virtist almenningur ekki
hafa neinn áhuga á stúlkukind-
inni á boi'ð við Preminger. Það
varð stórfellt tap á kvikmynd-
inni og Preminger missti alla
trú á Bernhard Shaw.
Kvikntyndir
Framh. af bls. 21.
ey. Hann ræður sér aðstoðar-
fólk, bandaríkjamanninn John
Davis, enska hljóðfæraleikar-
ann Soames og franska mat-
sveininn Zoltan. Allt útlit er
fyrir að af þessum ráðahag geti
orðið en margt fer öðruvísi en
ætlað er.
Glenn Ford fer með eitt aðal-
hlutverkið í þessari mynd hinn
bandaríska John Davis. Glenn
Ford er fæddur í Kanada árið
1916. Hann fluttist ungur með
fjölskyldu sinni til Hollywood.
Hann kom fyrst fram á leik-
sviði en fljótlega fór hann að
leika í kvikmyndum og hefur
nú leikið í yfir 40 myndum.
Ein síðasta mynd sem við sáum
hann leika í var Hefðarfrú í
heilan dag sem sýnd var í
Kópavogsbíó við mikla aðsókn.
Hope Lange fer með hlut-
verk Millicent Mehaffey. Hún
fór ung að leika á sviði en
gerðist seinna ljósmyndafyrir-
sæta. Hún fékk sitt fyrsta hlut-
verk í Bus Stop en þar fór
Marilyn Monroe með aðalhlut-
verkið. Hún hefur leikið 1
nokkrum ''-vikmyndum og yfir-
leitt hlotið góða dóma. Af fyrri
myndum hennar má nefna
Sámsbæ og Hefðarfrú í heilan
dag.
Charles ^oyer fer með hlut-
verk Pimm. Hann er fæddur i
Frakklandi 1899. og var þegar
farinn að leika í kvikmyndum á
tímum þöglu myndanna. Síðan
hefur hann leikið í fjölmörg-
um kvikmyndum, frönskum,
þýzkum, enskum og banda-
rískum. Af fyrri myndum hans
má nefna Umhverfis jörðina á
80 dögum. Nana, La fortuna
d’essere donna og Madames
Juveler.
Þessi mynd Erkihertoginn og
herra Pimm er ágæt gaman-
mynd og minnir í sumu á
Hefðarfrú í heilan dag.
Svo sem fyrr segir er myndin
með íslenzkum texta.
Tónar
Framhald af bls. 19.
— Eru þessi hljóðfæri ykk-
ar ekki dýr?
— Jú, það er mjög dýrt að
koma sér upp góðum hljóðfær-
um, og maður nær ekki nein-
um árangri nema hafa þau góð.
— Eigið þið mikið af plöt-
um?
— Við eigum kannski ekki
mikið af plötum, en þó dálítið
og við reynum að fylgjast vel
með og kaupum alltaf nýjar
plötur, þegar þær koma, eða
pöntum þær beint. Við kaupum
talsvert af tímaritum til að
betra sé að fylgjast með.
Þeir eru allir að læra. Tveir
þeirra eru í Verzlunarskólan-
um, einn að læra símvirkjun,
annar er búinn með símvirkj-
unina, en er að fara að læra
radíófræði og einn er í húsa-
smíði.
Þeir sögðust ætla að halda
þessu áfram, meðan áhuginn
entist og hann væri mikill. Það
væri heldur ekki ólíklegt, að
þeir gerðu þetta að aðalatvinnu
sinni, éf aðstæður leyfðu.
— Og nokkuð sérstakt, sem
þið hafið á prjónunum?
— Já, okkur langar geysi-
mikið til að fara út og leika
þar. Það getur verið, að við
förum í byrjun desember til
Bretlands og leikum þar. En
það er samt ekki alveg víst
ennþá. En allavega munum
við reyna að komast út, ef ekki
til að leika þá til að kynna
okkur það nýjasta.
Jálkihh flýýur út
FALK.INN
27