Fálkinn


Fálkinn - 26.10.1964, Blaðsíða 35

Fálkinn - 26.10.1964, Blaðsíða 35
(]fj (i[) [J eftír mort Walkcr tað er sto sem ei'tlr þér að koma án J>ess að hxingji ■iða láta vita aí Þér. Augnaráðið frá eiginmann- inum þaggaði aftur niður í henni. Rusty tæmdi glasið og stóð upp. — Nú verðum við að leggja af stað, sagði hann. Hann sneri sér að frú Boryslawski . Qg brosti vingjarnlega: — Þér , þafið verið mjög vingjarnleg- , ar og gestrisnar. — Ég vildi bara óska að þið hefðuð getað tafið lengur. Við ^rum alltaf glöð að sjá ykkur. Komið aftur. Hún andvarpaði. Þau kvöddu hjónin og óku síðan af stað. Rusty ók greitt. Áður en klukkustund var liðin voru þau komin að hæðinni þar sem Nimrod kom á móti þeim, eins og hún hefði búizt við þeim og henni fylgdi sæg- ur af börnum og gamalmenn- um. Faðir Amosar var úti í skóginum. Móðir Amosar heils- aði stúlkunni virðulega, eins og við átti á slíkri sorgar- stundu. Alice sá strax að Ndlovu- kasi var drottning staðarins. þótt hún væri gömul og elli- leg virtust allir hlýða henni og virða hana. Oasis stóð við bílinn og hélt á barninu í fanginu. Alice rétti fram hendurnar og Oasis lagði barnið í fang hennar og brosti við. — Vertu sæll — litlí bar- dagamaður — sagði Alice og kyssti barnið á vangann. Síðan rétti hún hann aftur að móður- inni. Ndlovukasi steig fram og rétti Alice smáhlut. Alice gafst varla tími til að aðgæta hvað þetta var, því Rusty vildi óður og uppvægur halda ferðinni áfram. Þau höfðu ekið nokkra stund þegar Alice mundi eftir gjöf- inni og fór að skoða hana. — Nei, sérðu, Rusty, þetta eru ljónsklær — er það ekki rétt hjá mér? — Jú, svaraði hann. — Tókst þú eftir, hvað gamla konan sagði við mig, þegar hún gaf mér klóna? Hann svaraði engu. — Segðu mér hvað hún sagði! sagði Alice biðjandi. En hann svaraði engu. Þau voru þögul nokkra stund og Rusty virtist hafa allan hug- ann við aksturinn. En Alice gafst ekki upp. — Gerðu það, segðu mér það sagði hún enn einu sinni. Hann leit snöggvast af veg- inum og á stúlkuna, sem við hlið hans sat. — Vertu svo ijúf að biðja mig ekki um að segja þér það. Alice var mjög undrandi. Af hverju hefur hann breytzt svona skyndilega, hugsaði hún. Ég þekki hann varla fyrir sama mann. Það var eitthvað sem hann vissi og var ákveðinn að leyna hana því. Rusty hafði verið vinur hennar á ferðalagi þeirra, en nú leit ekki út fyrir að hann kærði sig um það leng- ur. Hún setti klóna niður í vesk- ið sitt og leit af Rusty á lands- lagið umhverfis. Og áður en hún vissi af fóru tárin að renna niður kinnar hennar. Rusty sá að hún sneri sér undan og hann sá líka að hún kingdi í óðaönn til að dylja að hún gréti. Hann greip fastar um stýrið og herpti saman var- irnar. Eftir langa stund sagði hún lágt. — Ég vonaði að þú hefðir ekki andstyggð á mér lengur. — Hvaða raus er í þér, Likwezi, sagði hann 03 stöðv- aði bílinn fáeinar mínútur. — Þú hatar mig núna, sagði hún lágt. Hann færði höndina af stýr- inu og lagði hana eitt andar- tak á hné hennar. Þessi litla snerting brenndi hana, svo að hún hrökk við. — Við hötum það, sem við hræðumst, sagði hann. Gamli Saul og bróðursonur hans stóð og beið við jeppa Andrew Miller. Þeir voru vopn- aðir byssum og handsprengj- um. Nkosi hafði varað þá við að þeir fengju nóg að gera í nótt. Þeir sáu nú Andrew koma í áttina til þeirra. — Rigningin er að byrja, sagði James. Halti fóturinn hans segir mér það. Andrew haltraði til þeirra, þegar kunnuglegt hljóð barst að eyrum þeirra. Gamli skrjóð- urinn sem trúboðinn átti kom í ljós. Hvað gat doktor Hurley verið að vilja hingað núna? En það var ekki læknirinn, sem sat við stýrið. Thea stöðv- aði bilinn, steig út og stökk t.il Andrews. Framh. á bls. 38 FÁLKINN 35

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.