Fálkinn


Fálkinn - 26.10.1964, Blaðsíða 21

Fálkinn - 26.10.1964, Blaðsíða 21
PIMM IHERTOGIIMINI og HERR/V hafi ráðizt í að gera Mondo Cane nr. 2. Sú mynd sé þó í föstum tengslum við fyrri myrtdina ekki einungis að byggingu heldur og að sannsögli og heiðarleik. Hann segir að titiil fyrri myndarinnar hafi ekki verið hugsaður bókstaflega heldur miklu fremur sem upphrópun er lýsti undrun. Varðandi seinni myndina sé sú upphrópun enn meinleysislegri. Hann segir að sú upphrópun geti alveg eins þýtt „Að hugsa sér!“ Hver skyldi trúa! Jacopetti segir að þær staðreyndir sem dregnar séu fram í dags- ljósið í þessari mynd séu óblóðugar með öllu, ekkert atriði myndar- innar sé hrollvekjandi. Gullæðin se mmargir hafi talað um sé þrotin, hér sé aðeins ausið báðuin höndum af sístreymandi lind mannlegs kjánaskapar sem geti verið jöfnum höndum ástúðlegur og átakanlegur. Hann segir að þessi mynd sé í léttari anda en hin fyrri og muni koma áhorfendum til að brosa og oft muni þeir ef til vill hlæja þótt það kunni að verða beiskju blandið. Þótt Jacopetti tali um óblóðugar staðreyndir i þessari mynd og segi að menn muni brosa beiskju blandið má gera ráð fyrir að það bros storkni þegar menn standa augliti til auglitis við munkabrehnu austur í Saigon. Sama má segja um það atriði þegar sýnd er misþyrming á börnum. Sú misþyrming er gerð í þeim tilgangi að þau eigi auðveldara með að betla. Aftur á móti er vel líklegt að menn brosi að því atriði þegar ólæsum íbúum Nýju Guineu eru send dagblöð rétt fyrir kosningar svo þeir geti áttað sig á pólitíkinni. Sama má segja um atriðið um morgun- verðars j álfsalann. Hér hefur aðeins verið minnzt á nokkur atriði af rúmlega sextíu sem í myndinni eru. Þótt höfundur haldi því fram að þessi mynd sé í léttum dúr þá er víst að margir munu brosa beiskju blandið. Þá mun Tónabíó bráðlega einnig taka til sýningar myndina Erkihertoginn og herra Pimm. Þetta er amerísk gamanmynd sem víðast hvar hefur hlotið þokkalega dóma. Myndin er með íslenzkum texta. Sagan hefur verið framhaldssaga í Vikunni c g óþarfi mun að rekja efni hennar náið. Rétt er 1 i að víkja lauslega að efninu. Herra Pimm hefur þf 5 sér til dægrastyttingar að koma á hjónaböndum h. á hástéttafólki og auðugu. Um þessar mundir hefur hann mikinn áhuga á að koma þeim saman skjól- stæðingi sínum erkihertoganum Gaspard Isidor Ducluzeau og milljónaerfingjanum Millicent Mehaff- Framh á bls. 27. FÁLKINN 21

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.